Fleiri fréttir

Fagleg ráðning fréttastjóra

Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps.

Framhaldsskólanemendur stjórna

Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum.

Fyrsti kvenformaður samtakanna

Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, var í dag kjörinn nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Er hún fyrsti kvenformaður samtakanna en í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Holskefla í bílainnflutningi

Bílainnflutningsæði hefur gripið Íslendinga og bíða fleiri hundruð þeirra nú eftir notuðu bílunum sem þeir hafa keypt frá Bandaríkjunum. Allt upp í nokkurra mánaða bið er hjá skipafélögunum eftir flutningi. Innflutningurinn hefur rokið upp úr öllu og eru Flugleiðir sem dæmi hættir að taka við pöntunum um flutning á bílum þaðan.

Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja

Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins.

Aðsóknin minni hjá Stígamótum

Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent.

Stígamót rekin með tapi

Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir.

Vændismálum fækkaði hjá Stígamótum

Vændi mældist minna hjá Stígamótum í fyrra en árið 2003. Tíu nýir einstaklingar nýttu sér viðtalsþjónustu Stígamóta vegna vændis í fyrra, þar af einn karlmaður.

Verðstríð hjá Bónus og Krónunni

Mjólkurlítrinn fékkst fyrir minna en eina krónu í Bónus í dag og í Krónunni mátti sjá fólk hamstra gos fyrir fermingarveislurnar. Þá hefur sjaldan verið hagkvæmara að neyta grænmetis á Íslandi.

Samið um frið

Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun.

Æfingaflug flutt á Sandskeið

Æfinga- og kennsluflug verður flutt á Sandskeið. Fjárveiting liggur fyrir til að leggja þar þúsund metra langa flugbraut með bundnu slitlagi.

Mælt með þeim síst hæfa

Fyrrum útvarpsráðsmaður segir að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði hafi í gær mælt með þeim umsækjanda í stöðu fréttastjóra Ríkisútvarpsins sem er síst hæfur, Auðuni Georg Ólafssyni. Starfsfólk RÚV skorar á útvarpsstjóra að ráða faglega í stöðuna. </font /></b />

HÍ setur 1,6 milljarð í hús

Háskóli Íslands ætlar að reisa 8.500 fermetra byggingar fyrir 1,6 milljarða króna. Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs, segir húsin kölluð Háskólatorg eitt og tvö. Þau eigi að vera tilbúin í desember 2007. Framkvæmdir hefjist í apríl 2006.

Undarleg vinnubrögð við frumvarp

"Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins

Ráðherra vill lengja fæðingarorlof

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár.

Alþýðusambandið gæti sýnt styrk

Alþýðusambandið gæti sagt kjarasamningum upp í haust af pólitískum ástæðum, segir Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Fjörutíu á biðlista Múlalundar

Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni.

Forsætisráðherra með ráðherraræði

Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag.

Fréttamenn RÚV gapandi hlessa

Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa.

Öryrki í kjölfar fæðingar

Þrítug móðir er öryrki vegna vanrækslu í kjölfar fæðingar á Landspítalanum fyrir rúmu ári. Hún hefur síðan þjáðst af miklum og stöðugum verkjum en fengið þau svör frá spítalanum að þar sé verkjameðferð að leggjast af vegna fjárskorts.

Borgin kaupir lítið af Múlalundi

Framkvæmdastjóri Múlalundar er ósáttur við hversu lítið Reykjavíkurborg kaupir af fyrirtækinu sem stytti biðlista á vegum borgarinnar eftir verndaðri vinnu. Hann segir að auk bættra lífsgæða megi spara tugi milljóna króna í lægri lyfjakostnaði með því að þjálfa fólk til vinnu.

Tímamótasamkomulag um frítíma

Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót.

Nýjar starfsreglur um eftirlit

Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur.

Í samkeppni við sjálfa sig

Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa.

Kvartað yfir slæmri umgengni

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa fengið kvartanir vegna athafnasvæðis BM Vallár á Reyðarfirði. Einkum hefur verið kvartað yfir bleytu og for á svæðinu en einnig frágangi mannvirkja. Málið hefur ítrekað komið á borð bæjaryfirvalda og var Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, kallaður á fund umhverfismálanefndar.

Sæmi og Fischer hittust

Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið.

Tölvum stolið úr verslun

Brotist var inn í verslun í austurhluta Reykjavíkur nú undir morgun og tölvum stolið þaðan. Ekki er ljóst hvort fleiru var stolið í innbrotinu. Að sögn lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn en verið er að rannsaka málið.

Fagnar húsleit á vínveitingastöðum

Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla.

Lögregla varar við netsvikum

Ríkislögreglustjóri varar fólk við fjársvikum á Netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins að undanförnu. Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sér uppboðsvefinn eBay til fjársvika.

2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot

Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981.

Lögfræðingnum afhent vegabréfið

Lögfræðingur Bobby Fischers fékk íslenskt vegabréf hans í hendur fyrir nokkrum mínútum. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir augnabliki.

Efla vitund um vinnustaði fatlaðra

Árni Magnússon félagsmálaráðherra opnaði í morgun nýja heimasíðu fyrir Samtök um vinnu- og verkþjálfun. Ætlunin með vefsíðunni er að efla vitund, skilning og virðingu almennings og fyrirtækja fyrir því starfi sem fer fram á vinnustöðum fatlaðra.

Fangi svipti sig lífi

Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu.

Erfitt að keppa við skattsvikara

Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá, sem vilji vera heiðarlegir, að keppa við þá sem svindla.

Forsendur fyrir varðhaldinu farnar

Lögfræðingur Bobby Fischers, Masako Suzuki, ætlar að ganga frá flugmiða fyrir skákmeistarann í fyrramálið og fara í japanska dómsmálaráðuneytið þar sem hún mun fara fram á að Fischer verði sleppt þar sem forsendurnar fyrir því að halda honum séu ekki lengur fyrir hendi.

Verst fyrir barnafjölskylduna

Tekjur Ríkisútvarpsins haldast óbreyttar ef afnotagjöldin verða felld niður og nefskattur verður tekinn upp. Nefskatturinn yrði tekjubót fyrir flestar fjölskyldur í landinu. Tekjuskerðing yrði aðeins hjá allra stærstu fjölskyldunum, fólkinu með krakka 16 ára og eldri sem búa heima. 

Á að gefa skýrslu

Landhelgisgæslan þarf að skila skýrslu til Reykjavíkurhafnar í hvert skipti sem hún dælir olíu milli varðskipanna í Reykjavíkurhöfn. Þetta er vegna mengunarvarna.

Átak hjá ASÍ

Alþýðusamband Íslands vill fara í átak til að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi og undirboð á vinnumarkaði.

Fischer fær ferðaskilríki

Sendiherra Íslands afenti lögmanni Bobby Fischers ferðaskilríki hans í gærkveldi. Íslensk stjórnvöld telja að með þessu hafi ekki verið hlutast til um japönsk innanríkismál.

Vöruviðskipti DAS í fortíðinni

Lög um happdrætti eru í endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sem fór ekki að ráðleggingum Samkeppnisstofnunar um að enda ójafnræði happdrætta í landinu árið 2000. Happdrætti DAS gagnrýnir stjórnvöld.

Fleiri Íslendingar á hótelum

Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent.

Óvenju björt norðurljós

Meðalsterkur segulstormur sem kemur frá sólinni er ástæða norðurljósa sem árvökulir landsmenn hafa séð síðustu daga, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings.

Lagning nýs vegar hefst í vikunni

Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær.

Þrjú sjálfsvíg á fáum dögum

Þrír ungir karlmenn frömdu sjálfsvíg á innan við viku. Landlæknir segir sjálfsvígum ungra karla fara fjölgandi og hvetur fólk til að fylgjast grannt með sínum nánustu. </font /></b />

Skannar í alla bíla

Persónuvernd hefur ákveðið að skoða lögmæti þess að setja skanna í alla bíla í því skyni að ökumenn greiði eftir notkun samgöngumannvirkja. Þessari hugmynd er hreyft í nýrri skýrslu um gjaldtöku vegna umferðarmannvirkja sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Sjá næstu 50 fréttir