Innlent

Alþýðusambandið gæti sýnt styrk

Alþýðusambandið gæti sagt kjarasamningum upp í haust af pólitískum ástæðum, segir Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. "Forysta Alþýðusambandsins gæti sýnt gremju sína finni hún að stjórnvöld hlusti ekki á hana og notað tækifærið til að sýna styrk sinn fari verðbólgan yfir viss mörk og fellt kjarasamningana," segir Ingi. Þjóðarsáttin væri þá í hættu. Ingi segir stéttarfélög þurfa að efla alþjóðastarf sitt en jafnframt að útlista fyrir félagsmönnum hag þeirra af því að tilheyra þeim. Hlutverk stjórnvalda sé mikilvægt á tímum alþjóðavæðingar því þeim beri að miðla málum milli sterkra erlendra stórfyrirtækja og innlendra verkalýðsfélaga. "Ef vegið verður að félagslegum réttindum og stjórnvöld eru ekki á varðbergi velti ég fyrir mér hvort íslensk veralýðshreyfingin fari út í pólitíska baráttu til að standa vörð um grundvallarréttindi í velferðarmálum," segir Ingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×