Fleiri fréttir

Hætta á kjötskorti

"Eftirspurnin hefur aukist til muna á sama tíma og öll framleiðsla hefur dregist saman," segir Sindri Sigurgeirsson, bóndi að Bakkakoti í Borgarfirði.

Íslenskir búvörur erfðabreyttar

"Öll umræða um þessi mál hefur verið afar einsleit og grandvaraleysi bænda algjört," segir Ólafur R. Dýrmundsson landbúnaðarráðunautur vegna samkomulags sem náðst hefur milli Félagasamtaka bænda og líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni um tilraunaræktun á erfðabættu byggi í sveitum landsins.

Sérsveitin handtók arkitektúrnema

Ítalskur karlmaður var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Kaffi Victor aðfaranótt laugardags. Ástæða handtökunnar var að starfsmenn Alþingis höfðu haft samband við lögregluna vegna manns sem hafði sést á vappi í kringum Alþingishúsið, með hulið andlit, tvo daga í röð.

Kerfið beri ábyrgð á sjálfsmorði

Móðir ungrar konu sem svipti sig lífi í Kvennafangelsinu í Kópavogi í nóvember vill láta rannsaka hvort kerfið beri ekki einhverja ábyrgð á því hvernig fór. Dóttir hennar hafði ítrekað reynt að kalla eftir hjálp áður en hún fannst látin í klefa sínum.

Fjölmargar slysagildrur óáreittar

Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru svifaseinir og áhugalausir þegar kemur að úrbótum í umferðinni segir umferðarfulltrúi Umferðarstofu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjölmargar slysagildrur fá að vera óáreittar þrátt fyrir margar ábendingar um umbætur.

Tæplega 400 milljóna króna tap

"Miðað við þann fjölda fyrirspurna og beiðna sem okkur berast er Byggðastofnun ekki ofaukið enn sem komið er," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, en í ársreikningi stofnunarinnar sem birtur var í gær varð 385 milljón króna tap á rekstri hennar á síðasta ári.

Fóstbræður í Royal Albert Hall

Karlakórinn Fóstbræður ætlar að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að koma fram á tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum þann 16. október.

650 milljón skotvopn í umferð

Skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty International um áhrif skotvopna á líf kvenna var kynnt í gær. Þar er reynt að sýna fram á áhrif smávopna í líf kvenna í heiminum.

Fatlaðar konur beittar misrétti

Forvígismenn Öryrkjabandalags Íslands ætla að setja á laggirnar sérstaka kvennahreyfingu innan bandalagsins og er stofnfundur hennar í kvöld. Markmið hreyfingarinnar er að bæta hag kvenna sem eiga við fötlun að stríða og beita sér fyrir sérstakri úttekt á högum þeirra.

Skemmd á vegi þar sem slys varð

Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í.

Slysalaust fram undir lok febrúar

Umferðin hefur tekið sinn toll síðustu vikurnar en hvert banaslysið á fætur öðru hefur orðið á vegum landsins á örskömmum tíma. Banaslys hafa orðið í vélsleðaslysi við Veiðivötn, á Snorrabraut, Kópaskeri og það síðasta varð á Suðurlandsvegi nú um helgina.

Akureyringar fá nýjan strætó

Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna.

Dyraverðir dæmdir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. 

Alger endurnýjun á Austurstræti 17

Miðbæjarmyndin mun taka nokkrum breytingum á næstu vikum og mánuðum með algerri endurnýjun á suðurhlið hússins við Austurstræti 17. Á allri suðurhlið hússins, sem snýr að Austurstrætinu, verður skipt um gler og glugga. Þá verður gert við steypuskemmdir og steyptir fletir hússins málaðir. Loks verður hluti hússins álklæddur.

Alvarlegt slys í Þrengslunum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir.

Erill hjá lögreglu í nótt

Þónokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt vegna ölvunarláta. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og níu manns voru settir í fangageymslur vegna óspekta.

Byrjað á Hellisheiðarvirkjun

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Hellisheiðavirkjunar var tekin í gær en stöðvarhúsið verður byggt vestan við Kolviðarhól. Stöðvarhúsið verður um 13.000 fermetrar að stærð og á það að vera tilbúið í maí á næsta ári. Hellisheiðavirkjun mun framleiða 80 megavött af raforku haustið 2006 sem þegar hefur verið seld til Norðuráls á Grundartanga.

Blóð má greina löngu eftir verknað

Íslenskir sérfræðingar í glæparannsóknum hafa sýnt fram á að hægt er að greina blóð utandyra í mismunandi jarðvegi löngu eftir ofbeldisverknað, jafnvel hálfu öðru ári síðar. Ómar Pálmason, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar, segir í Morgunblaðinu í dag að þessar niðurstöður hans og Þóru Steffensen réttarmeinafræðings hnekki hugmyndum færustu réttarvísindamanna heims um að þetta sé ógerlegt.

Ný stólalyfta vígð í Bláfjöllum

Forseti Íslands mun nú fyrir hádegi taka formlega í notkun nýja stólalyftu í Bláfjöllum. Af því tilefni verður frítt í allar skíðalyftur á svæðinu og boðið upp á skíðakennslu við alla skála á svæðinu. Slegið verður upp veislu á skíðasvæðinu þar sem leiktæki verða fyrir börnin og skíðafélögin munu standa fyrir fjölbreyttri dagskrá.

Lést í slysi á Suðurlandsvegi

Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjarann á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Annar bíllinn var á leið austur eftir Suðurlandsvegi en hinn á leið inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi. Lögreglan á Selfossi telur að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni og keyrt í veg fyrir hinn, en talsverð hálka var á veginum.

Vill ekki leggja niður lánasjóð

Varaformaður Bændasamtaka Íslands leggst gegn hugmyndum um að leggja lánasjóð landbúnaðarins niður. Málefni sjóðsins verða eitthvert stærsta málið sem verður til umfjöllunar á Búnaðarþingi sem sett verður á Hótel Sögu klukkan hálftvö.

Nýja lyftan fékk nafnið Kóngurinn

Forseti Íslands tók nú fyrir hádegi formlega í notkun nýja stólalyftu í Bláfjöllum. Af því tilefni verður frítt í allar skíðalyftur á svæðinu og boðið upp á skíðakennslu við alla skála á svæðinu. Að sögn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fréttamanns er fjölmenni í Bláfjöllum og fólk virðist kunna vel við nýju lyftuna sem nefnd hefur verið Kóngurinn.

Verðlaunuð fyrir Talstöðina

Arna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, var á dögunum verðlaunuð fyrir nafngiftina á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Arna sendi inn fjórar tillögur: Hljóðvarpið, Málstöðin, Útvarp Ísland og Talstöðin, en það var sem fyrr segir síðastnefnda tillagan sem varð fyrir valinu á nýju útvarpsstöðinni.

Segir Hisbollah ekki afvopnast

Hisbollah-skæruliðar í Líbanon munu ekki leggja niður vopn þar sem landið þarf enn á uppreisnarmönnum að halda til að verjast ágangi Ísraels. Þetta sagði yfirmaður samtakanna, Hassan Nasrallah, við fréttamenn fyrr í dag, en þrýst hefur verið á samtökin að afvopnast til þess að liðka um fyrir friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Tók fyrstu skóflustungu

Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tók fyrstu skóflustunguna að stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól á laugardag. Alfreð sagði þá að fjárfest yrði fyrir 6,3 milljarða króna í Hellisheiðarvirkjun á árinu og sagði framkvæmdirnar hafa mikil áhrif í samfélaginu.

Nýtt merki nýs skóla

Búist er við því að nemendur Háskólans í Reykjavík verði nálægt 2.500 talsins þegar hann tekur til starfa við skólasetningu 19. ágúst. Þá sameinast formlega Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands.

Fjarstýra ratsjárstöðvum árið 2007

Ákveðið hefur verið að ratsjárstöðvum Ratsjárstofnunar verði fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði frá og með haustinu 2007, eftir því sem fram kemur í frétt á vefsíðu Víkurfrétta. Stefnt er að því að auka smám saman sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðvanna á Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og á Stokksnesi og verður þeim öllum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði haustið 2007.

Vill færa 1. maí

"Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að breyta fyrirkomulagi hátíðarhaldanna á 1. maí. Hins vegar gæti tekið lengri tíma að breyta fyrirkomulagi frídaga og þyrfti til þess heildstæða samstöðu á vinnumarkaðinum," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Brjálæðislega hátt verð

"Þetta útboð segir allt um ástandið á fasteignamarkaðinum. Þetta verð er náttúrlega brjálæðislega hátt. Þó Reykjavíkurborg gæfi lóðina þá myndi sá sem fengi hana ekki lækka verðið til viðskiptavinarins," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri um lóðaútboðið í Norðlingaholti.

Svipað veður í dag og í gær

Veðrið lék við landann í gær og var blíðviðri um land allt með vætu á köflum. Samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands var upp undir tíu stiga hiti um land allt og léttskýjað og má búast við svipuðu veðri í dag.

Enn nægur snjór í Bláfjöllum

"Við erum afskaplega ánægðir með daginn og allt búið að ganga feykivel. Allir farið upp heilir og komið heilir niður. Veðrið er líka búið að leika við okkur," segir Hlynur Skagfjörð, rekstrarfulltrúi skíðasvæðisins í Bláfjöllum.

Stjórnvöld bæti laun

Aðalfundur félags eldri borgara í Kópavogi var haldinn laugardaginn 5. mars í Gullsmára 13. Þar var samþykkt reglugerð fyrir stuðningssjóðinn Hjálparhella sem á að greiða félögum í neyðartilfellum.

Landbúnaðarverðlaunin afhent

Garðyrkjustöðin Melar við Flúðir, ábúendur í Sveinungsvík í Þistilfirði og félagsbúendur á Helgavatni í Borgarfirði fengu í dag landbúnaðarverðlaunin árið 2005 á Búnaðarþingi sem fram fór á Hótel Sögu.

Í einangrun vegna nefbrots

Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku.

Banaslys á Suðurlandsvegi

Banaslys varð á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust harkalega saman.

Segir kúvent í flugvallarmáli

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina.

Verkjameðferð að lognast út af

Þverfagleg verkjameðferð á Landspítala er að lognast út af vegna fjárskorts. Sérfræðingur í hjúkrun verkjasjúklinga telur ástandið ekki boðlegt lengur og hefur í bréfi til yfirstjórnar spítalans óskað eftir því að þjónustan verði formlega lögð af.

Þróar harðkornaskósóla

Íslendingur hefur náð góðum árangri í þróun harðkornaskósóla. Á morgun heldur hann til Bandaríkjanna til að taka þátt í samkeppni um viðskiptaáætlanir.

Ungur ökumaður lést

Tæplega tvítugur ökumaður lést og þrír jafnaldrar hans slösuðust alvarlega þegar bíll sem þeir voru í lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Farþegarnir þrír eru þó ekki taldir í lífshættu.

Tafir vegna færslu Hringbrautar

Umferð verður hleypt á nýju Hringbrautina í áföngum í byrjun sumars. Búist er við töluverðum umferðartöfum á svæðinu vegna færslu brautarinnar.

Afleysingalöggur fundu dóp

20 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni fundust í bifreið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Tveir menn voru teknir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum og telst nú málið upplýst. Mennirnir þóttu hegða sér grunsamlega þegar lögreglan hafði afskipti af þeim við hefðbundið eftirlit og var því leitað í bílnum.

Fjölmenni við opnun Kóngsins

Forseti Íslands setti nýja stólalyftu í Bláfjöllum af stað í dag að viðstöddu fjölmenni. Nýja lyftan hefur fengið nafnið Kóngurinn.

Aðskilnaður kristilegt baráttumál

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Axelsson voru um helgina kjörnir í stjórn SARK, samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, en þeir eru fulltrúar Fríkirkjunnar. "Okkur var boðin þátttaka," segir Hjörtur, en hann hefur ekki starfað áður á vettvangi samtakanna.

Sjá næstu 50 fréttir