Innlent

Efla vitund um vinnustaði fatlaðra

Árni Magnússon félagsmálaráðherra opnaði í morgun nýja heimasíðu fyrir Samtök um vinnu- og verkþjálfun. Ætlunin með vefsíðunni er að efla vitund, skilning og virðingu almennings og fyrirtækja fyrir því starfi sem fer fram á vinnustöðum fatlaðra. Verðlaun voru veitt fyrir hönnun á nýju merki samtakanna en nemendur í Listaháskóla Íslands tóku þátt í hönnunarkeppninni. Verðlaunin hlutu Daði Hall, Sól Hrafnsdóttir og Sigurður Orri Þórhannesson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×