Vöruviðskipti DAS í fortíðinni 7. mars 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar. Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira