Fleiri fréttir

Vilja halda kverkataki á neytendum

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir bankana standa á bak við hækkandi fasteignaverð og ýjar að því að þeir séu að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar".

Stefnir í kollsteypu efnahagslífs

Hagfræðilektor við Háskólann segir gengið um þessar mundir óskastöðu fyrir útgerðina. Hagfræðingur LÍÚ segir þetta rangt og ef gengið verði ekki lagfært stefni í holskeflu. Hið opinbera sýni enga viðleitni til að bregðast við þessu.

Óveður á landinu í dag

Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. 

Lánshæfismat lækkar

Á skömmum tíma hafa tvö lánshæfismatsfyrirtæki gert úttekt á stöðu Íbúðarlánasjóðs og kemur í ljós að bæði fyrirtækin telja horfur sjóðsins bæði góðar og stöðugar.

Býður Bush á jökul

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lét hafa það eftir sér við blaðamenn aðspurður um áhrif hlýnandi loftslags á jörðina að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna og öðrum leiðtogum heimsins væri velkomið að koma til Íslands eða Grænlands og upplifa af eigin raun bráðnun jökla.

Kýótó bókunin orðin að lögum

Fyrsta skrefið í því ferli að sporna gegn útbreiðslu gróðurhúsalofttegunda í heiminum í framtíðinni var stigið í gær þegar hin sjö ára gamla Kyoto-loftslagsbókun varð loks að alþjóðalögum. </font /></b />

Ferðamenn víða veðurtepptir

Innanlandsflug lá niðri um allt land lungann úr gærdeginum vegna veðurs og urðu margir ferðamenn að gera sér að góðu að bíða löngum stundum á flugvöllum landsins. Ferðum Herjólfs til Eyja var einnig aflýst og truflanir urðu á millilandaflugi snemma í gærmorgun enda vindhraði þegar mest gekk á nálægt 65 hnútum eða sem nemur 35 metrum á sekúndu.

Holræsin fóðruð

Unnið er að fóðrun holræsa í hverfum miðbæjar Reykjavíkur. Fóðrunin lengir endingu þeirra um áratugi. Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir framkvæmdirnar kosta á annað hundrað milljóna króna á ári.

Myndir Muggs úr höndum lögreglu

Ríkissaksóknari hefur staðfest úrskurð sýslumanns á Patreksfirði sem felldi niður kæru vegna stuldar á þremur teikningum eftir Mugg.

Stórt skref stigið á Alþingi

Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag.

Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað

Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu.

Food and Fun að hefjast

"Et, drekk og ver glaðr,“ sagði spakur maður fyrir löngu síðan en orð hans eru jafngild í dag. Þau gætu raunar verið yfirskrift girnilegrar hátíðar sem stendur næstu daga hér í höfuðstaðnum, þ.e. <em>Food and Fun hátíðarinnar</em>.

Ríkissaksóknari ósáttur

Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála.

Ungar hetjur verðlaunaðar

Neyðarlínan er til þess að hringt sé í hana í neyð. Þau skilaboð fengu þrjár ungar hetjur hjá Rauða krossinum í dag.

Í varðhaldi fram í mars

Íslendingurinn sem tekinn var í Danmörku með 35 kíló af hassi í síðustu viku hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars næstkomandi samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar.

Færa þarf sendiráð BNA

Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg.

Þorsteinn situr á eigin forsendum

Að undanskildum Þorsteini Pálssyni, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hefur enginn sendiherra gegnt trúnaðarstarfi fyrir stjórnmálaflokka.

Misskipting fer vaxandi

Hver íbúi í Reykjavík fær að meðaltali um 10 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á ári og greiðir Reykjavíkurborg um 1,2 milljarða í fjárhagsaðstoð á ári. Það er allt að tífalt hærra á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum. </font /></b />

Lúðvík útilokar ekkert

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar úr Suðurkjördæmi, útilokar ekki að hann bjóði sig fram í embætti varaformanns flokksins.

ASÍ kannar orsakir fasteignaverðs

"Okkur finnst eins og reyndar fleirum í þjóðfélaginu að eitthvað sé bogið við þessa eilífu þróun fasteignaverðs upp á við," segir Grétar Þorsteinsson, formaður Alþýðusambands Íslands. Innan sambandsins hyggjast menn kanna hvað valdi.

Slapp vel eftir hátt fall

Iðnaðarmaður féll hátt á fjórða metra ofan af húsi á Ísafirði í gær en slapp ótrúlega vel. Hann var fluttur á sjúkrahúsið og kom þá í ljós að hann var ekkert brotinn en síðan hefur hann gengist undir rannsóknir til að kanna hvort hann hafi meiðst eitthvað innvortis.

Margir stöðvaðir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði hátt í þrjátíu ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir of hraðan akstur í bænum. Sá sem hraðast fór mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 70 kílómetrar. Auk þessa voru nokkrir ökumenn sektaðir fyrir annars konar umferðalagabrot. Sektir vegna hraðabrotanna hlaupa að líkindum á hundruðum þúsunda króna.

Aðeins búið að veiða helming kvóta

Þrátt fyrir góða loðnuveiði eru loðnuskipin ekki búin að veiða nema um það bil helming af 780 þúsund tonna kvóta á þessari vertíð. Ótíð og fremur dræm veiði upp á síðkastið hefur dregið kraftinn úr veiðunum en sjómenn vonast til að nýjar göngur komi upp á landgrunnið sem hægt verði að veiða.

Enn fækkar fólki á Vestfjörðum

225 manns fluttu af höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í fyrra, sem er mun meira en áður. Það nægði þó ekki til að stöðva fólksfækkun á Vestfjörðum því 346 Vestfirðingar fluttu á höfuðborgasvæðið. Ef aðeins er litið á brottflutninginn frá Vestfjörðum þá lætur nærri að tíu prósent Vestfirðinga hafi flutt í aðra landshluta í fyrra.

Ákærð fyrir stórfellt smygl

Sjö manns, fimm karlmenn og tvær konur, eru ákærðir fyrir smygl á eitt þúsund e-töflum og 130 grömmum af kókaíni í janúar í fyrra. Efnið kom með pósti til landsins.

Þorskhængar syngja og dansa

Norskir fiskifræðingar hafa komist að því að þorskhængar syngja og dansa til að laða til sín hrygnur, sem vilja að þeir svilji hrogn þeirra.

Rætt um endurkomu Kristins

Stjórn þingflokks Framsóknarflokksins hefur átt í viðræðum við Kristin H. Gunnarsson að undanförnu um að hann endurheimti fyrri stöðu í nefndum Alþingis. Búist er við að það dragi til tíðinda á sérstökum þingflokksfundi í kvöld. Formaður þingflokksins segir þó eingöngu um reglubundinn kvöldverðarfund þingflokksins að ræða.

Kristall Plús fer á markað

Umhverfisstofnun hefur leyft Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni að setja vítamínbætt sódavatn á markað, en Lýðheilsustöð hafði gert athugasemdir við það.

Benda á fjármálaráðherra

Verð á áfengi hér á landi er ekki svo hátt vegna hárrar álagningar heildsala heldur vegna ofurskattlagningar á áfengi. Þetta segir Félag íslenskrar stjórkaupmanna í yfirlýsingu sem send hefur verið út vegna ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra 11. febrúar þar sem hann hvatti áfengisheildsala til að lækka álagningu á áfengi.

Mistök í útkalli á Vestfjörðum

Sjúkrabíll frá Ísafirði var kallaður til fyrir mistök þegar óskað var eftir aðstoð eftir að 73 ára maður í Bolungarvík hafði hnigið niður meðvitundarlaus. Sjúkrabíllinn frá Ísafirði var fimmtán mínútur á leiðinni en það hefði tekið sjúkrabíl úr Bolungarvík mun styttri tíma að komast á staðinn. Þegar sjúkrabíllinn kom að var maðurinn látinn. Greint er frá þessu á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði.

Áfengisgjald skýrir ekki hátt verð

Hátt áfengisgjald hér á landi skýrir ekki eitt og sér hátt verð á léttvíni og bjór á íslenskum veitingahúsum heldur er álagning veitingamanna á bilinu 130 til 360 prósent. Samgönguráðherra lét taka saman skýrslu um verð á áfengi vegna umræðu um það að áfengisgjaldið skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands.

Atvinnuleysi minnkar á landinu

Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun fjölgaði atvinnulausum örlítið í janúar frá því í desember. Þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysistölur fyrir árstíðabundnum sveiflum sést hins vegar að atvinnuleysi er í raun að minnka um þessar mundir og hefur árstíðaleiðrétt atvinnuleysi ekki verið minna síðan í júlí 2002.

Bannað að auglýsa lægra verð

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð samkeppnisráðs um að Orkunni sé óheimit að auglýsa að hún bjóði lægra eldsneytisverð en aðrar bensínstöðvar. Atlantsolía, Ego og Olíuverzlun Íslands kvörtuðu til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Orkunnar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir að Orkunni hafi ekki tekist að sanna þær fullyrðingar að fyrirtækið bjóði jafnan lægra eldsneytisverð en aðrir.

Hreint og klárt lögbrot

Þær aðstæður sem föngum í fangelsinu á Akureyri er gert að búa við eru hreint og klárt lögbrot að áliti Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Hún segir að úrbótum í málefnum fanga hafi lítið miðað, en nú kveði við nýjan tón hjá nýjum fangelsismálastjóra. </font /></b />

Hátt í 100 miltisbrandsstaðir

Hátt í hundrað tilkynningar um staði sem taldir eru miltisbrandssýktir hafa borist Sigurði Sigurðarsyni dýralækni sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu.

Átök vegna samkynhneigðra mörgæsa

Tvær karlkyns mörgæsir í dýragarði í Bremerhaven í Þýskalandi hafa vakið harðar deilur um réttindi samkynhneigðra þar í landi. Mörgæsakarlanir urðu ástfangnir og mega nú ekki hvor af öðrum sjá. Yfirmenn dýragarðsins hafa brugðist við með þeim hætti að fá kvenmörgæsir frá dýragarði í Svíþjóð til að freista karlanna.

Dæmdur fyrir margvísleg brot

Tuttugu og sex ára karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir margvísleg auðgunarbrot og brot a fíkniefnalöggjöfinni. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald í tvo og hálfan mánuð. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu vegna ótal fíkniefnabrota og áður fengið skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot.

Búa í hjólhýsum eða á loftum

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að upplýst hafi verið að fyrirtæki "geymi" erlenda verkamenn, sem komið hafa ólöglega til starfa á Íslandi, í hjólhýsum, ósamþykktu húsnæði í verksmiðjuhverfum, uppi á loftum yfir verkstæðum þar sem þeir hafa verið starfandi eða jafnvel á byggingarstað.

Kaupa heilu blokkirnar

Ný stétt fasteignaheildsala hefur myndast upp á síðkastið. Fjárfestar hafa komið auga aukin tækifæri á húsnæðismarkaði og séð sér hag í því að kaupa húsnæði og selja á tímapunkti þar sem þeir telja sig fá mest fyrir snúð sinn.

Pólitísk tíðindi við Tjörnina?

Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn.

Þjóðleikhúsið hriplekt

"Það er misjafnt hvar lekur mest, þetta fer allt eftir veðri og vindum," segir Ásdís Þórhallsdóttir, umsjónarmaður Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins, en leikmynd á Smíðaverkstæðinu er á floti eftir talsverða úrkomu undanfarna daga.

Kostar 620 milljónir

Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag sögðu sjálfstæðismenn að kostnaður við landnámsbæinn væri kominn 170 til 263 milljónum fram úr áætlunum. Kostnaður væri nú 620 milljónir.

Spöruðu sextán milljónir

"Með gagnrýnni hugsun á fjárútlátum í rekstri Landmælinga Íslands hefur tekist að spara sextán milljónir, segir Magnús Guðmundsson forstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir