Fleiri fréttir

Orsök bilunar finnst í þurrkví
Ekki verður hægt að segja til um hvað olli biluninni í Dettifossi á föstudaginn fyrr en skipið verður komið í þurrkví. Stórt, þýskt dráttarskip er á leiðinni hingað til lands til þess að draga Dettifoss til Rotterdam.

Vonast eftir meira öryggi
Lítil stúlka frá Keflavík lést fyrir tíu dögum eftir erfiðleika við fæðingu. Flytja þurfti móður hennar með sjúkrabíl til borgarinnar vegna þess að skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru ekki opnar allan sólarhringinn. Foreldrarnir syrgja dóttur sína sárt en segjast vonast til þess að reynsla þeirra verði til einhvers; að öryggi verði bætt fyrir íbúa á Suðurnesjum.

Guðni telur ekki sótt að sér
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir átökin í flokknum að undanförnu óheppileg félagslega. Hann telur þetta þó ekki vera ráðabrugg til að steypa sér af stóli.

Bændur vilja svigrúm til sölu
Bændur vilja meira svigrúm til að selja afburðir sínar beint frá búunum og leggur nefnd á vegum landbúnaðarráðherra meðal annars til að kannað verði hvort slaka megi á kröfum um gerilsneyðingu mjólkur.
Jafnréttisákvæðin verði hert
Framsóknarkonur ætla að leggja það fram á flokksþingi að það verði sett í lög félagsins að hvort kynið skipi ekki minna en 40 prósent af öllum ábyrgðarstöðum og framboðslistum.
Frestar skilum á skýrslu
Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði í október síðastliðnum nær ekki að skila greinargerð sinni á tilsettum tíma, en áætlað var að nefndin skilaði af sér skýrslu í dag.

Átök í framsókn
Framsóknarmenn hafa skipast í tvær fylkingar sem takast á innbyrðis. Önnur starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson en hin er ósátt við vinnubrögð flokksins og vill breytingar. Ekki er talið víst að deilurnar nái upp á yfirborðið á flokksþingi.
Impregilo vill rannsókn
Impregilo hefur farið fram á opinbera rannsókn vegna fréttar í DV. Þar er greint frá fyrrum starfsmönnum Impregilo sem sögðust hafa verið neyddir til að borga yfirmanni fyrirtækisins brennivín í skiptum fyrir yfirvinnu.
Sameining lögregluliða
Lagt er til í skýrslu dómsmálaráðuneytisins um nýskipun lögreglumála sem birt var í gær að lögregluembættin þrjú á Höfðuborgarsvæðinu verði sameinuð.
Samfylkingin særst flokka
Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fjögur prósentustig og mælist með ríflega 34 prósenta fylgi í könnun Gallups. Flokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka.
Sjómaður slasaðist á hendi
Sjómaður á togaranum Guðmundi í Nesi slasaðist illa á hendi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn eftir að rætt hafði verið um ástand hans við lækni.
Fimm ára barn féll af fjórðu hæð
Fimm ára barn féll af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss í Austurborginni rétt fyrir klukkan sex í gær.
Austurland skelfur
Jarðskjálfta varð vart á Austurlandi í gærkvöldi. Samkvæmt Veðurstofunni voru upptök hans um 200 kílómetra austan af landinu. Skjálftinn hafi minnst verið 5,2 á Richter.

Ekki heppilegt að rugga skipinu
Össur Skarphéðinsson segir Samfylkinguna á góðri siglingu og því ekki heppilegt að rugga skipinu með því að skipta um skipstjóra. Hann segir kosningabaráttuna mælikvarða á flokkinn en að sín barátta verði einungis háð á málefnalegum grunni. </font /></b />

Illa gengur með Dettifoss
Dettifoss lónar enn stjórnlaus með brotið stýrisblað um 23 sjómílur úti fyrir Reyðarfirði. Varðskipin Týr og Ægir hafa nú í á annan sólarhring barist við að draga skipið til hafnar en illa gengur.

Lög um hringamyndun lögð fram
Lög um hringamyndun verða lögð fram á Alþingi á næstu dögum að því er fram kemur í opnuviðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að í lögunum felist endurskipulagning á Samkeppnisstofnun þannig að eftirlit með hringamyndun verði hert en jafnframt verði kveðið á um refsingar vegna brota á lögunum.

Vegurinn um Mýrdalssand lokaður
Þjóðvegurinn um Mýrdalssand er lokaður. Leysingavatn rauf skarð í veginn seint í nótt en miklar rigningar, hláka og rok hefur verið á þessum slóðum.
Fok á Akureyri
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og í nótt vegna veðurs. Vindhraða sló upp í þrjátíu metra þegar mest var og þakplötur og þakskyggni fóru af stað.

Skerpt á lögum Samkeppnisstofnunar
Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja sérstök lög um hringamyndun. Í staðinn verður skerpt á lögum um Samkeppnisstofnun og verður frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi á næstu dögum.
Umferð um veginn hleypt á
Bráðabirgðaviðgerð á þjóðveginum um Mýrdalssand er lokið og umferð hefur verið hleypt um veginn á ný. Hann lokaðist í morgun þegar leysingavatn rauf skarð í veginn. Hins vegar hefur umferð verið lokað um veginn við Ferjukot í Borgarfirði.

Siv segist ekki muna
Siv Friðleifssdóttir, fyrrverandi ráðherra, segist ekki muna hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars árið 2003. Þetta kom fram í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í hádeginu í dag.

Skipin nálgast land
Varðskipin Týr og Ægir eru nú aftur lögð af stað með Dettifoss í togi eftir að hafa haldið sjó fyrir austan land í sólarhring vegna veðurs. Tæpir tveir sólarhringar eru liðnir frá því stýrisblað Dettifoss brotnaði í tvennt. Björgunaraðgerðir hafa gengið treglega enda hefur haugasjór og vonskuveður hamlað aðgerðum.

Þakplötur fuku og malbik fór af
Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn.

Getur þjóðarsálin búið í buxum?
Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum? Þessari spurningu er varpað fram á sýningu sem opnuð var á Þjóðminjasafninu fyrir helgi. Sýningin ber nafnið „Ómur - Landið og þjóðin í íslenskri hönnun“ og þar getur að líta verk 42 hönnuða sem valin voru í sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt.

Formennirnir viðurkenni mistök
Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð.

Ekki lengur með hreinan skjöld
Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur það hafa verið við hæfi að jafn mikilvægt mál og stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði átt að vera tekið upp og rætt í ríkisstjórn.

Tekið undir hugmyndir Georgs
"Ég fagna mjög sjónarmiðum Georgs um að íhuga leigu á skipi," segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardag að hagkvæmara væri að leigja nýtt varðskip í stað þess að kaupa það.

Flóðbylgja gæti náð til Grindavíku
Gjósi Katla af öllum mætti gæti flóðbylgja skollið á suðurströnd landsins. Þessi möguleiki er fjarlægur en engu að síður raunhæfur og út frá honum verður unnið þegar aðgerðir vegna hugsanlegs Kötlugoss verða ákveðnar.

Hagkvæmasti kosturinn valinn
Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra finnst sjálfsagt að skoða til hlítar möguleikann á að taka nýtt varðskip á leigu í stað þess að festa á því kaup.

Safnar sorpi í kjallaraíbúð
Rottugangur og flær hrjá nágranna konu við Hverfisgötu sem er aftur byrjuð að safna rusli í kjallaraíbúð sína eftir fimm ára hlé. Konan var borin út fyrir fimm árum vegna subbuskapar. Hún neitar að flytja úr húsinu eða bæta umgengina. Nágrannarnir geta hvergi leitað réttar síns. Þeir geta aðeins skorað á hana skriflega að bæta umgengnina. <b><font face="Helv" color="#000080" size="2"></font></b>

Skattsvik rædd í þinginu
Skattsvik og aðgerðir gegn þeim verða til umræðu á Alþingi í dag.

Hvorki kynja- né innanflokksátök
Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann sækist eftir að leiða lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi. Ýmsir innan flokksins telja að tilgangur hallarbyltingar í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi í liðinni viku, hafi verið að tryggja honum oddvitastöðu í bænum.

Dettifoss kominn á lygnan sjó
Búist var við því í gærkvöldi að varðskipin Týr og Ægir kæmu kæmi með flutningaskipið Dettifoss í togi til hafnar á Eskifirði í nótt. Þau voru stödd í mynni Reyðarfjarðar um klukkan sjö í gærkvöld. Stýrisblað skipsins brotnaði af um klukkan átta á föstudagskvöld þar sem það var statt austur af landinu á leið til Eskifjarðar frá Reykjavík.

40% neita líffæragjöf
Fjörutíu prósent aðstandenda látinna sem geta gefið líffæri neita slíkum beiðnum. Íslendingar gefa færri líffæri en aðrir Norðurlandabúar.

Pompei norðursins í Vestmannaeyjum
Pompei norðursins mun rísa í Vestmannaeyjum. Grafa á upp hús og aðrar minjar sem urðu undir í gosinu árið 1973 og setja á fót sýningarsvæði um liðna tíð. Menningarfulltrúi Vestmannaeyja segir verkefnið verða unnið í samstarfi við fyrrum íbúa húsanna.

Líkan til að finna kuml
Fornleifafræðingar hafa gert líkan til að finna út líklega staðsetningu heiðinna grafa. Miklar vonir eru bundnar við að það skili því að heil og óskemmd kuml komist í hendur fornleifafræðinga.
Íslenk stuttmynd um einelti
Einelti getur eyðilagt líf fólks til frambúðar, segir ungur aðalleikari nýrrar íslenskrar stuttmyndar um einelti og afleiðingar þess sem frumsýnd var í Laugarásbíói í dag.
250 þúsund til að rétta námið af
Grunnskólar Reykjanesbæjar fá hver um sig 250 þúsund króna styrk frá bæjaryfirvöldum. Styrkina á að nýta til að bæta nemendur 10. bekkja skólanna í stærðfræði og íslensku fyrir samræmd próf í vor.
Ótímabært að meta sérsamninginn
Algerlega ótímabært er fyrir samninganefndir kennara og sveitarfélaga að tjá sig um hvernig þeim lítist á sérkjarasamning í Sjálandsskóla fyrr en þeir hafi hann í höndunum, segir Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri í Garðabæ.

Garðabær getur ekki ákveðið launin
Sérsamningur við kennara í Sjálandsskóla, nýjum grunnskóla Garðabæjar, getur ekki orðið að veruleika nema launanefnd sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands samþykki hann.

Ríkið á í 200 fyrirtækjum
Ríkið á eignarhlut í 206 fyrirtækjum. Ríkissjóður á 24 fyrirtæki. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að sameina eigi Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóð. Sjóðirnir fjárfesti jafnvel í sömu fyrirtækjunum. </font /></b />

Staða formanns rædd
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur verið boðuð til fundar á mánudag til að ræða stöðu mála eftir að formaður félagsins sagði upp starfi sínu á Stöð 2 eftir að fréttastofa stöðvarinnar dró til baka og baðst afsökunar á frétt hans. Róbert lýsti því yfir að hann hygðist áfram gegn formennsku í Blaðamannafélaginu.

Deilt um túlkun Halldórs á 1441
Stjórnarandstæðingar telja Halldór Ásgrímsson rangtúlka lykilályktun öryggisráðsins með því að segja að hún snúist um að velta Saddam. Aðstoðarmaður Halldórs segir orð hans mistúlkuð. </font /></b />

Hyggst semja á ný við kennara
Garðabær ætlar að sérsníða kjarasamning fyrir grunnskólakennara sem koma til með að vinna í Sjálandsskóla. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir nýtt ákvæði í kjarasamningi Kennarasambandsins og sveitarfélaga gefa ráðrúm til breytinganna. Sérsamningurinn sé tilraun til að fara nýjar leiðir í kjaramálum starfsfólks Garðabæjar.

Víglína þvert yfir eldhúsborðið
Svilfólkið Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir háir sitt fyrsta einvígi í formannskosningu Samfylkingarinnar í kvöld á Akureyri. Mikill ótti er við átök í flokknum enda ekki aðeins fjölskyldur formannsefnanna sem er klofin. </font /></b />