Deilt um túlkun Halldórs á 1441 29. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira