Innlent

Íslenk stuttmynd um einelti

Einelti getur eyðilagt líf fólks til frambúðar, segir ungur aðalleikari nýrrar íslenskrar stuttmyndar um einelti og afleiðingar þess sem frumsýnd var í Laugarásbíói í dag. Myndin fjallar um tvo krakka sem læra um þær slæmu afleiðingar sem einelti getur haft af titilpersónu myndarinnar, Kötlu gömlu, en hún er leikin af Guðrúnu Ásmundsdóttur. Myndin, sem byggð er á smásögu eftir Iðunni Steinsdóttur, var gerð með styrk úr Kristnihátíðarsjóði og menningarsjóði KB banka og vonast leikstjórinn, Sigurður Ingi Ásgeirsson, eftir því að hún verði sýnd í grunnskólum landsins og sjónvarpinu til að stemma stigu við einelti. Gísli Þór Ingólfsson og Rakel Tómasdóttir leika krakkana sem eru í aðalhlutverki en Rakel komst því miður ekki á frumsýninguna í dag. Gísli mætti þar hins vegar sprækur og hann virðist vel upplýstur um alvarleika eineltis. Hann segir það hræðilegt fyrirbæri og eins gott sé að styðja allt sem komi í veg fyrir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×