Innlent

Getur þjóðarsálin búið í buxum?

Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum? Þessari spurningu er varpað fram á sýningu sem opnuð var á Þjóðminjasafninu fyrir helgi. Sýningin ber nafnið „Ómur - Landið og þjóðin í íslenskri hönnun“ og þar getur að líta verk 42 hönnuða sem valin voru í sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýningunni spanna allt frá arkitektúr til skartgripa og er leitast við að sýna hvernig íslensk hönnun byggir á grunni arfleifðar og lands en er útfærð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×