Fleiri fréttir

Ræða atvinnumál á Stöðvarfirði

Byggðarráð Austurbyggðar hefur óskað eftir fundi með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að ræða atvinnumál á Stöðvarfirði. Samherji íhugar að hætta allri landvinnslu á Stöðvarfirði sem myndi þýða að um 35 manns misstu vinnuna.

Össur og Ingibjörg takast á

Formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar takast á á opnum fundi í dag í fyrsta sinn síðan formannsslagur flokksins hófst. Össur Skarphéðinssonm, formaður Samfylkingarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður munu mætast á almennum, opnum stjórnmálafundi sem hefst á Akureyri klukkan hálffjögur.

Framsóknarkonur á rökstólum

Konur í Landssambandi framsóknarkvenna, með Siv Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, fremsta í flokki, sitja nú á fundi til að ræða meðal annars nýjustu hræringar innan flokksins.

Ægir kominn á staðinn

Varðskipið Týr lónar enn um 18 sjómílur austur af Papey með bilaðan Dettifoss í togi og kemst hvorki lönd né strönd vegna veðurs. Varðskipið Ægir er komið á vettvang en beðið er eftir að veðrinu sloti og aðstæður batni.

Kvöldverður sem hjálparstarf

Yfir hundrað íslensk veitingahús taka þátt í allsérstæðu verkefni þessa helgina til stuðnings fólki á hamfarasvæðunum í Asíu. Þeir veitingastaðir sem taka þátt gefa hlutdeild af hverjum greiddum reiningi í söfnunina. Fólk getur því slegið tvær flugur í einu höggi þessa helgi: farið út að borða og rétt fólki á hamfarasvæðunum hjálparhönd.

Leikskólakennarar samþykktu

Nýr kjarasamningur Félags leikskólakennara var samþykktur með allsherjaratkvæðagreiðslu í dag. Atkvæði greiddu 1.365; 880 sögðu „já“, eða 64,5%, en 443 sögðu „nei“, eða 32,5%. Auðir seðlar og ógildir voru 42, eða 3,0%. 1.491 var á kjörskrá og þátttaka því 91,5%.

Dettifoss á leið í land

Varðskipið Týr er á leið í land með Dettifoss eftir að hluti stýrisins brotnaði af í gærkvöldi þegar það var statt út af Lóni, austan við Hornafjörð. Um það bil 25 mílur eru í land og að sögn Landhelgisgæslunnar verða skipin komin að landi seint í kvöld, ef allt gengur að óskum.

Dettifoss: Taugin slitnaði

Taugin á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði um fjögurleytið í dag þegar þau voru stödd um 22 sjómílur frá Reyðarfirði. Verið er að reyna að koma nýrri taug yfir í Dettifoss en að sögn Landhelgisgæslunnar er mjög hvasst á svæðinu.

Bíll lenti á ljósastaur

Bíll lenti af töluverðu afli á ljósastaur á Reykjanesbrautinni, nærri Hafnarfirði, á fimmta tímanum að sögn vegfaranda. Ekki er vitað nánar um slysið að svo stöddu.

Ólgan innan Íslandsbanka

Á annan tug háttsettra starfsmanna hjá Íslandsbanka hefur horfið frá störfum á síðustu mánuðum og hefur þriðjungur þeirra ráðið sig hjá KB banka. Ólga er innan bankans vegna valdabaráttu. 

Innanlandsflug hefur legið niðri

Innanlandsflug hefur að mestu legið niðri í dag. Mörg hundruð manns bíða eftir flugi til allra áfangastaða Flugfélags Íslands og hafa sumir beðið síðan í gær. Ástæðan er vont veður í háloftunum en veður hefur einnig verið að versna á flestum áfangastöðum eftir því sem liðið hefur á daginn.

Flutningabíll fauk af veginum

Gámaflutningabíll fauk út af veginum norðan við Akureyri í gærmorgun. Ökumaðurinn slasaðist á andliti og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en meiðslin voru þó ekki mikilsháttar.

Fundu amfetamín

Lögreglan í Borganesi hafði í nótt afskipti af ökumanni við hefðbundið umferðareftirlit.

Ísland ekki í hættu

Evrópskir vísindamenn staðfestu á dögunum að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) hefði í fyrsta sinn greinst í geit. Áður var talið að sjúkdómurinn legðist aðeins á kýr. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir telur hættuna þó ekki mikla hérlendis.

Reyndi að stinga af

Lögreglumenn á Akranesi höfðu afskipti af grunsamlegum manni á föstudagskvöld. Maðurinn tók til fótanna þegar hann varð var við lögreglumennina en þeir náðu þó að hlaupa hann uppi og handsama.

Framsóknarmenn ræna kvenfélögum

Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins.

Stýrið brotnaði af Dettifossi.

Stýrisblað á Dettifossi, flutningaskipi Eimskipafélagsins, brotnaði af skipinu í fyrrakvöld austur af landinu. Varðskipið Týr kom til aðstoðar seint í fyrrakvöld og tók Dettifoss í tog. Aðstæður voru mjög erfiðar á þessum slóðum vegna hvassviðris og sjógangs. Dráttartaug milli skipanna slitnaði í fyrrakvöld og aftur í gærdag.

Eins og minkar í hænsnabúi

Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni.

Skærur milli flugfélaga

Starfsmaður Icelandair klippti auglýsingar Iceland Express úr bæklingum Ferðamálaráðs á ferðakaupstefnu á Spáni á miðvikudag. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, segir að það sé dýrt að kaupa auglýsingar í bæklingnum.

Leikskólakennarar samþykktu

Leikskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning til tveggja ára. Forsvarsmenn Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga undirrituðu samninginn 22. desember síðastliðinn.

Mikilvægum gögnum stolið

Brotist var inn á heimili Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og formanns Félagsins Ísland-Palestína, á föstudaginn. Sveinn Rúnar segir að fartölvu mikilvægum gögnum sem snerta Félagið Ísland-Palestína hafi verið stolið.

Vegamálastjóri er ekki í neinum vafa um að kostnaðaráætlun Vegagerðinnar vegna jarðganga til Eyja sé raunhæf. Hún er helmingi hærri en áætlun sænska fyrirtækisins NCC. Hann segir muninn geta falist í því að NCC miði við aðstæður í Færeyjum en ekki á Íslandi.

Össur lét klappa fyrir Ingibjörgu

Ekkert varð af sameiginlegum fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á Akureyri í gær eins og auglýst hafði verið. Í tilkynningu frá Ingibjörgu, sem lesin var upp á fundinum, sagðist hún vera veðurteppt í Reykjavík en ekki var flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur í gær. 

Ástandið í Írak ógnvekjandi

Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. 

Varaformannsslagur í uppsiglingu?

Varaformannsslagur gæti verið í uppsiglingu í Samfylkingunni. Til stóð að formannsframbjóðendur Samfylkingarinnar mættust á opnum fundi Samfylkingarinnar á Akureyri í dag í fyrsta sinn síðan formannsslagurinn hófst. Ekkert varð úr því þar sem Ingibjörg Sólrún varð verðurteppt í Reykjavík.

Landsmenn telji fugla

Fuglavernd hvetur landsmenn að taka þátt í garðfuglakönnun þessa helgina og minnir á nauðsyn þess að þeim sé gefið áfram fram á vor. Sumir stofnar reiða sig algerlega á matargjafir frá mannfólkinu.

Íhuga dómsmál til leiðréttingar

Hjúkrunarfræðingar hyggjast höfða dómsmál á hendur atvinnurekanda sínum í von um að ná fram leiðréttingu á kjörum. Hæstiréttur staðfesti nýverið að starf deildarstjóra á félagsmálastofnun væri jafnverðmætt og deildarverkfræðings. </font /></b />

Umbrotatímar á Héraði

Skuldir og eigið fé Fljótsdalshéraðs verða um 2,8 milljarðar í árslok. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaganna þriggja, sem nú mynda Fljótsdalshérað, voru um 1,6 milljarðar króna fyrir rúmum tveimur árum. Meðvituð og raunhæf áhætta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu segir bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. </font /></b />

Róbert sagði upp

Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2, hefur sagt upp störfum. Ákvörðun Róberts er tekin í kjölfar fréttar Stöðvarinnar um að Ísland hefði verið á lista hinna viljugu þjóða fyrir ríkisstjórnarfund 18. mars 2003. Róbert mislas tímasetningar í frétt CNN sem stuðst var við.

Sjógangur rýfur hlíðina

Sjógangur hefur náð að rjúfa talsvert úr hlíðinni neðan við Óshlíðarveg Bolungarvíkurmegin og varar lögreglan ökumenn stórra bíla við að treysta á kantana sjávarmegin. Ekki er langt síðan bætt var við uppfyllingu á þessu svæði til að verjast sjógangi en sjórinn hefur nú skolað þeirri uppfyllingu í burt.

Fischer kemur ekki í bráð

Bobby Fischer er ekki á leiðinni til Íslands í bráð þrátt fyrir að hérlend stjórnvöld hafi boðið honum landvistarleyfi. Þetta sagði Masako Susuki, lögfræðingur Fischers, í morgun eftir fund með lögfræðingum útlendingaeftirlitsins í Japan.

Róbert Marshall sagði upp

Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar mistaka sem gerð voru í frétt á Stöð 2 í fyrrakvöld um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um stuðning við Íraksstríðið. Róbert segir að með þessu axli hann ábyrgð á mistökum sínum.

Gamalmenni eins og síld í tunnu

Ófremdarástand er á  hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Sjúklingar eru alltof margir og þeim er hrúgað saman í of lítil herbergi. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi segir Hafnarfjarðarbæ hafa þrýst á heilbrigðisráðuneytið um úrbætur en án árangurs.Ekki fékkst heimild starfsfólks til að ræða við íbúa Sólvangs.

Má vera stoltur af litlu fjöðrunum

Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson segir myndskreytinn Sigurð Val Sigurðsson hafa átt að fyllast stolti yfir því fuglamyndir Sigurðar voru notaðar sem hluti af verki hans á sýningu hjá Kling og Bang. Tímaskortur hafi valdið því að hann hafi ekki aflað leyfis Sigurðar sem sjálfur ekki hafi birt myndirnar sem list.

Fimm teknir fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Reykjavík tók fimm menn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs sem er óvenju mikið í miðri viku. Þar af voru tveir nokkuð drukknir. Allir sinntu þó stöðvunarmerkjum lögreglu strax og enginn þeirra efndi til frekari vandræða eftir að hafa verið stöðvaður.

Handteknir með fíkniefni og þýfi

Þrír menn voru handteknir í nótt eftir að fíkniefni og þýfi fundust í fórum þeirra. Þeir voru á bíl sem lögreglan stöðvaði við eftirlit og þar sem mennirnir þóttu grunsamlegir var leitað í bílnum. Þar fannst meðal annars fartölva og geislaspilari úr bíl. Mennirnir voru færðir í fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.

Styrkir vegna kennaraverkfallsins

Reykjanesbær hefur samþykkt að veita 250.000 króna styrk úr Manngildissjóði til hvers grunnskóla í bæjarfélaginu vegna áhrifa sem kennaraverkfallið í haust hafði á námsframvindu nemenda samkvæmt vef Víkurfrétta í dag. Beinist styrkurinn einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk.

Lögreglumenn fá ekki skaðabætur

Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust.

Úrslitin kunn á morgun

Úrslit í atkvæðagreiðslu um kjarasamning leikskólakennara verða kunn á morgun. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti samninginn, sem var undirritaður tveimur dögum fyrir jól, í fyrradag.

Felld úr stjórn Framsóknarkvenna

Formaður Landssambands Framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn félags Framsóknarkvenna í Kópavogi í gær.

Ákvörðun Sýslumanns felld úr gildi

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Seyðisfirði um að Síldarvinnslunni í Neskaupstað bæri að greiða stimpilgjald vegna samruna Síldarvinnslunnar og SR-mjöls. Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem sótti málið fyrir hönd Síldarvinnslunnar, segir að hér sé um ákaflega merkilegan dóm að ræða.

Hildur skipuð forstjóri

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað Hildi Dungal í embætti forstjóra Útlendingastofnunar frá og með 1. febrúar. Hún tekur við af Georgi Lárussyni sem er orðinn forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hildur er 33 ára lögfræðingur.

200 umsóknir

200 umsóknir hafa borist Impregilo frá Eures-vinnumiðluninni. Þetta eru umsóknir frá fólki í Evrópu. Nokkrum hefur þegar verið boðið starf.

Reglugerðin eftir helgi

Reglugerðinni sem félagsmálaráðherra hafði boðað seinkar þar sem verið er að fara yfir athugasemdir ASÍ og SA. Í henni er meðal annars tekið tillit til gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á Impregilo.

Sjá næstu 50 fréttir