Innlent

Umferð um veginn hleypt á

Bráðabirgðaviðgerð á þjóðveginum um Mýrdalssand er lokið og umferð hefur verið hleypt um veginn á ný. Hann lokaðist í morgun þegar leysingavatn rauf skarð í veginn. Hins vegar hefur umferð verið lokað um veginn við Ferjukot í Borgarfirði. Vatnavextir eru í Hvítá og hefur hún flætt yfir veginn á um hundrað metra kafla á milli Ferjukots og Eskiholts. Þá er hálka og hálkublettir víða á Vestfjörðum og á Norðaustur-og Austurlandi. Aðrir þjóðvegir landsins eru greiðfærir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×