Innlent

Vegurinn um Mýrdalssand lokaður

Þjóðvegurinn um Mýrdalssand er lokaður. Leysingavatn rauf skarð í veginn seint í nótt en miklar rigningar, hláka og rok hefur verið á þessum slóðum. Vatn rann yfir veginn á um það bil 300 metra kafla, rétt austan við Hjörleifshöfða. Viðgerð stendur nú yfir og búist er við að hægt verði að hleypa umferð um þjóðveginn á ný um hádegisbilið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×