40% neita líffæragjöf 30. janúar 2005 00:01 Fjörutíu prósent aðstandenda látinna sem geta gefið líffæri neita slíkum beiðnum. Íslendingar gefa færri líffæri en aðrir Norðurlandabúar. Fyrir fjórtán árum var lögum breytt svo Íslendingar gætu gefið líffæri. Fyrir þann tíma höfðu landsmenn þegið líffæri frá öðrum þjóðum án þes að leggja nokkuð til sjálfir. Nýlega var gerð rannsókn á líffæragjöfum á Íslandi síðan lögunum var breytt. Árlega eru um átta Íslendingar á biðlista eftir líffærum og þrír að meðaltali fá ígræðslu. Í ljós kom að fjörutíu prósent aðstandenda heiladauðra, sem hefðu getað gefið líffæri, synjuðu um leyfi fyrir slíku. Skoðað var tímabilið 1992 til 2002 og virtust synjanir færast í vöxt eftir því sem leið á tímabilið. Læknar hafa áhyggjur af þessu og segir Sigurbergur Kárason gjörgæslulæknir að samkvæmt rannsóknum erlendis virðast skýringarnar á þessu m.a. vera þær að aðstandendur skilji ekki hvað það sé að vera heiladáinn vegna tilfinningalegs uppnáms við aðstæðurnar, eða vegna þess að læknarnir útskýri það ekki nægilega vel. Trú og menningarlegur bakgrunnur getur líka komið þarna inn í. Að sögn Sigurbergs skiptir þó mestu máli að þekkja til afstöðu hins látna; ef hún er þekkt er undantekningarlaust farið eftir henni. Árlegur fjöldi líffæragjafa hér á landi er aðeins lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Læknar hvetja alla til að taka afstöðu til líffæragjafa og gera sínum nánustu grein fyrir henni. Hægt er að nálgast sérstakt kort í apótekum og bera á sér með yfirlýsingu um líffæragjöf. Það, ásamt því að gera aðstandendum grein fyrir afstöðu sinni, getur orðið til þess að minnka hið tilfinningalega álag sem alltaf fylgir fyrrnefndum aðstæðum. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Fjörutíu prósent aðstandenda látinna sem geta gefið líffæri neita slíkum beiðnum. Íslendingar gefa færri líffæri en aðrir Norðurlandabúar. Fyrir fjórtán árum var lögum breytt svo Íslendingar gætu gefið líffæri. Fyrir þann tíma höfðu landsmenn þegið líffæri frá öðrum þjóðum án þes að leggja nokkuð til sjálfir. Nýlega var gerð rannsókn á líffæragjöfum á Íslandi síðan lögunum var breytt. Árlega eru um átta Íslendingar á biðlista eftir líffærum og þrír að meðaltali fá ígræðslu. Í ljós kom að fjörutíu prósent aðstandenda heiladauðra, sem hefðu getað gefið líffæri, synjuðu um leyfi fyrir slíku. Skoðað var tímabilið 1992 til 2002 og virtust synjanir færast í vöxt eftir því sem leið á tímabilið. Læknar hafa áhyggjur af þessu og segir Sigurbergur Kárason gjörgæslulæknir að samkvæmt rannsóknum erlendis virðast skýringarnar á þessu m.a. vera þær að aðstandendur skilji ekki hvað það sé að vera heiladáinn vegna tilfinningalegs uppnáms við aðstæðurnar, eða vegna þess að læknarnir útskýri það ekki nægilega vel. Trú og menningarlegur bakgrunnur getur líka komið þarna inn í. Að sögn Sigurbergs skiptir þó mestu máli að þekkja til afstöðu hins látna; ef hún er þekkt er undantekningarlaust farið eftir henni. Árlegur fjöldi líffæragjafa hér á landi er aðeins lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Læknar hvetja alla til að taka afstöðu til líffæragjafa og gera sínum nánustu grein fyrir henni. Hægt er að nálgast sérstakt kort í apótekum og bera á sér með yfirlýsingu um líffæragjöf. Það, ásamt því að gera aðstandendum grein fyrir afstöðu sinni, getur orðið til þess að minnka hið tilfinningalega álag sem alltaf fylgir fyrrnefndum aðstæðum.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira