Fleiri fréttir Stormviðvörun á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir Vestfirði. Spáð er ört hlýnandi veðri á landinu samfara úrkomu og má búast við að snjóflóðahætta geti skapast. Í Reykjavík er búist við asahláku. 23.1.2005 00:01 Aðför Fréttablaðsins að Halldóri Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Páll vísar þar til umfjöllunar Fréttablaðsins um aðdraganda Íraksstríðsins og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða. 23.1.2005 00:01 Meirihluti samþykki stuðning Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur samþykkt að flytja á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Íslands sem hefur í för með sér að ríkisstjórn á hverjum tíma verði óheimilt að lýsa yfir aðild að eða stuðningi við stríðsaðgerðir nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrsta flutningsmanni frumvarpsins, Helga Hjörvar. 23.1.2005 00:01 Framsóknarmenn í ójafnvægi "Mig undrar að Framsóknarmenn skuli kalla fréttaskrif Fréttablaðsins aðför að forsætisráðherra. Blaðið hefur ekki gert annað en segja fréttir af umræðunni dagana sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu stuðning Íslendinga við innrásina í Írak," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri á Fréttablaðinu, um fullyrðingar Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, um að Fréttablaðið væri með aðför að Halldóri Ágrímssyni forsætisráðherra. 23.1.2005 00:01 Brunagildran reist án leyfis Ef húsið þar sem eldur varð laus á athafnasvæði Hringrásar hefði verið byggt eftir venjulegum leiðum hefði ekki þurft að fara eins og fór, segir brunamálastjóri. Lyftarahleðsla hefði verið í sérstöku brunahólfi. </font /></b /> 23.1.2005 00:01 Sérkennilegar kveðjur Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir lögnámsbeiðni Kópavogs vera ótímabæra og ummæli Gunnars I. Birgissonar sérkennilega kveðju. Bæjarráðsmaður í Kópavogi segir ummæli Gunnars fordómafull og afturhaldssöm.</font /></b /> 23.1.2005 00:01 Deilt um stuðningsyfirlýsingu "Mönnum finnst að Gylfi sé að taka að sér umboð sem hann ekki hefur og það sé ómaklegt," segir Árni Guðmundsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og félagi í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar. 23.1.2005 00:01 Segir árásir flokksfélaga grófar Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. 23.1.2005 00:01 Vísa skoðun prófessors á bug Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vísa algerlega á bug þeirri skoðun forseta lagadeildar Háskóla Íslands að oddvitum ríkisstjórnarinnar hafi verið heimilt að styðja innrásina í Írak án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Þeir segja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson klárlega hafa brotið lög og formaður Vinstri - grænna útilokar ekki að það geti leitt til afsagnar þeirra. 23.1.2005 00:01 Kárahnjúkar og Írak á Alþingi Formenn þingflokkanna segjast eiga von á því að Íraksmálið og Kárahnjúkar verði meðal þeirra mála sem rædd verði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi sem kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi. 23.1.2005 00:01 Friðarákvæði í Stjórnarskrá Samfylkingin leggur fram lagafrumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að í 21. grein stjórnarskrárinnar verði heimild til að lýsa yfir stuðningi eða eiga aðild að stríði bundin við meirihlutasamþykki Alþingis. 23.1.2005 00:01 Vorið lofar ekki góðu "Það er engin sérstök hjátrú um veðrið á bóndadeginum sjálfum en það er sagt að ef þorrinn er þurr og góa vindasöm þá mun vorið verða gott," segir Aðalheiður Hallgrímsdóttir hjá veðurklúbbnum í Dalbæ á Dalvík. 23.1.2005 00:01 Fyrsta nýja kaupskipið í áratug Fyrsta kaupskipið sem er smíðað fyrir Íslendinga í áratug siglir ekki undir íslenskum fána heldur færeyskum af skattaástæðum. Samgönguráðherra segir sig og fjármálaráðherra vera að skoða hvort unnt sé að breyta skattafyrirkomlaginu. Skipið var afhent í Hamborg um helgina. 23.1.2005 00:01 Ekki hætta á flóðum í Reykjavík Talsvert frost hefur verið á landinu það sem af er vetri en á næstunni er spáð hlýindum um allt land. Í Reykjavík mun hitinn vera frá fimm og upp í átta til níu stig þegar best lætur. 23.1.2005 00:01 Fyrsta nýja kaupskipið í áratug Fyrsta kaupskipið sem er smíðað fyrir Íslendinga í áratug siglir ekki undir íslenskum fána heldur færeyskum af skattaástæðum. Samgönguráðherra segir sig og fjármálaráðherra vera að skoða hvort unnt sé að breyta skattafyrirkomlaginu. Skipið var afhent í Hamborg um helgina. 23.1.2005 00:01 Skriður gætu valdið flóðbylgju Skriður af völdum eldgosa í Atlantshafi geta komið af stað hárri flóðbylgju sem næði alla leið til Íslands, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Hættur á hafsbotni og afleiðingar hamfaranna á Indlandshafi verða til umfjöllunar á málþingi jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í vikunni. 23.1.2005 00:01 Segir smáþjóðir geta skipt sköpum Ísland og aðrar smáþjóðir geta skipt sköpum í sáttaumleitunum með því að sýna hógværð í umdeildum alþjóðamálum, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs. Hann telur smáþjóðir geta haft mikil áhrif með starfi innan öflugra alþjóðastofnana. 23.1.2005 00:01 Lítið forrit lækkar símreikninginn Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. 23.1.2005 00:01 Ekki alvarlegt athæfi Tilkynnt var um þjófnað á næturklúbbnum Casino í Keflavík klukkan 04.38 aðfaranótt gærdagsins. Klúbburinn var enn þá opinn, en hann er með frjálsan opnunartíma, þegar starfsfólk kom að manni fyrir innan barborðið. Maðurinn var þá búinn að opna peningakassa staðarins og taka úr honum 4.500 krónur. 23.1.2005 00:01 Próftaka í héraði Lífleg starfsemi hefur verið í Þekkingarsetrinu á Húsavík að undanförnu að sögn Óla Halldórssonar, forstöðumanns setursins. Tugir nemenda frá Húsavík, sem stunda nám við Háskólann á Akureyri, nota setrið reglulega til náms og margir hafa tekið þar fjarpróf. 23.1.2005 00:01 Eldur laus í íbúð á dvalarheimili Grunur leikur á að vistmaður á dvalarheiminu Ási í Hveragerði hafi sjálfur kveikt eld sem upp kom í íbúð hans þar í gærkvöldi. Brunaviðvörunarkerfi lét vita af eldinum laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi og bárust boð til neyðarlínunnar. 22.1.2005 00:01 Tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, varð valdur að árekstri á Ísafirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Tveir fólksbílar rákust saman á gatnamótum Ásgeirsgötu og Suðurgötu á Tanganum og reyndist ökumaður annars bílsins, piltur um tvítugt, ölvaður. Hann gistir nú fangageymslu lögreglunnar á Ísafirði. 22.1.2005 00:01 Stoltenberg ræðir um öryggismál Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður á málþingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar um stöðu öryggismála í heiminum, sem fram fer á Grand Hóteli í Reykjavík í dag. 22.1.2005 00:01 Reyndu að ryðjast inn á þorrablót Fjórir óboðnir gestir, þrír piltar og ein stúlka, sem reyndu að komast inn á þorrablót í Garðabæ í nótt enduðu í fangageymslu lögreglunnar. Fólkinu var meinuð innganga á þorrablót Stjörnunnar í Ásgarði en lét sér ekki segjast og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu. Greip lögregla þá til þess ráðs að handtaka fjórmenninganna. 22.1.2005 00:01 Teknir fyrir verkfæraþjófnað Þrír sextán ára piltar voru gripnir við innbrot í vinnuskúra á Álftanesi í nótt. Til piltanna sást og var lögregla látin vita. Reyndu þeir að komast undan en lögregla náði þeim fljótlega á hlaupum. Höfðu piltarnir stolið verkfærum og komið þeim undan en þeir vísuðu síðan á þýfið. Málið telst upplýst. 22.1.2005 00:01 Litlar líkur á svipuðum bruna Brunamálastofnun telur í skýrslu um brunann á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn þann 22. nóvember síðastliðinn litlar líkur á því að svipaðir atburðir gerist aftur þar sem hvergi er jafn miklu af hjólbörðum safnað saman nálægt íbúðarbyggð og var á athafnasvæði Hringrásar. 22.1.2005 00:01 Fjölmenni á skíðasvæðum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa flykkst á skíðasvæðin í kringum borgina enda veður gott og aðstæður fínar til skíðaiðkunar. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, eru á milli tvö og þrjú þúsund manns í Bláfjöllum í hægviðri en þar hefur hlýnað nokkuð miðað við síðustu daga. 22.1.2005 00:01 Magnús formaður Varðar Magnús L. Sveinsson var í dag kjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Sögu. Magnús er fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar en hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn til margra ára. 22.1.2005 00:01 Ný lög auka hættu á stórbrunum Ný lög og reglugerðir um söfnun og förgun úrgangs hafa skapað aukna hættu á stórbrunum og geta leitt til hættu fyrir almenning. Þetta kemur fram í skýrslu Brunamálastofnunar vegna brunans í Hringrás fyrir tveimur mánuðum. Skýrslan vekur enn fremur athygli á því að eigendur fyrirtækja hér á landi gera sér ekki nægjanlega grein fyrir lagalegri ábyrgð sinni hvað brunavarnir varðar. 22.1.2005 00:01 Drengur slasast við Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út upp úr kl.16 í dag eftir að ungur drengur sem var á ferð með föður sínum á vélsleða við Kálfanes, sem er við flugvöllinn á Hólmavík, slasaðist lítils háttar eftir að vélsleði þeirra fór fram af lítilli hengju. 22.1.2005 00:01 Brunabótamatið ónothæft Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, að mati Jónnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna ritar um málið á heimasíðu sinni og segir að vegna misræmis brunabótamats og kaupverðs hafi rýmkaðir lánamöguleikar Íbúðalánasjóðs ekki hafa nýst sem skyldi. 22.1.2005 00:01 Höfðu heimild til að taka ákvörðun Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. 22.1.2005 00:01 Heimurinn hættulegri eftir innrás Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. 22.1.2005 00:01 Segir samruna draga úr samkeppni Tvö af minnstu tryggingafélögum landsins hafa sameinast og eru nú að meirihluta komin í eigu VÍS, sem er eitt af stóru tryggingafélögunum. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta draga úr samkeppni og hækka verðið til neytenda. 22.1.2005 00:01 Segir ekki gripið til uppsagna Formaður stjórnarnefndar Landspítalans segir að þótt stefnt sé að því að draga úr rekstrarkostnaði spítalans um rúmlega 500 milljónir króna verði öllum ráðum beitt til að tryggja áfram eðlilega þjónustu. Hann segir ekki koma til greina að grípa til frekari uppsagna. 22.1.2005 00:01 Óbeinar reykingar mjög skaðlegar Óbeinar reykingar eru mjög skaðlegar og valda miklu heilsutjóni á vinnustöðum, samkvæmt erindi sem sænskur lungnasérfræðingur flutti á Læknadögum sem haldnir voru í Reykjavík. Það er óviðunandi að vinnuvernd nái ekki yfir starfsfólk veitingastaða, segir formaður Tóbakasvarnaráðs. 22.1.2005 00:01 Fjórir handteknir í Garðabæ Fjórir 17 ára piltar voru handteknir fyrir utan Stjörnuheimilið í Garðabæ aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru piltarnir að reyna að komast inn á Þorrablótsskemmtun sem þar var haldin án þess að hafa til þess aldur. 22.1.2005 00:01 Blótin fara vel fram Landsmenn blótuðu þorrann víða á bóndadag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu um allt land fóru þorrablótin almennt vel fram og fólk var víðast hvar prútt og stillt. 22.1.2005 00:01 Tveimur vélsleðum stolið Tveimur vélsleðum var stolið frá Litlu kaffistofunni aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi liggur ekki fyrir hvernig sleðunum var stolið eða hver hafi gert það en málið er í rannsókn. 22.1.2005 00:01 45 gætu misst vinnuna Þetta kemur kannski ekki á óvart en ég ætla að vona að svona mörg störf tapist ekki. Maður getur rétt ímyndað sér ef annað eins hlutfall starfa myndi glatast á einu bretti á höfuðborgarsvæðinu," segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðaustur kjördæmis um fréttir þess efnis að Samherji muni hugsanlega leggja niður landvinnslu á Stöðvarfirði. 22.1.2005 00:01 Fátækt nýja ógnin Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. 22.1.2005 00:01 Mikil viðbrögð Mikil viðbrögð hafa borist vegna auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar sem birtist í dagblaðinu New York Times á föstudag, að sögn Ólafs Hannibalssonar. 22.1.2005 00:01 Grunaður um sölu á hassi Lögreglan í Keflavík fann 70 grömm af hassi við húsleit hjá manni í Njarðvík í gærkvöldi og lagði hald á efnið. Í fyrrakvöld, þegar lögreglumenn þurftu að hafa tal af sama manni, fundust sjö grömm á honum. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið og er málið í frekari rannsókn. 21.1.2005 00:01 Reyndist heill á húfi Maður á níræðisaldri, sem farið var að óttast um í Kópavogi í gærkvöldi, kom fram heill á húfi rétt eftir að búið var að kalla út fjörutíu björgunarsveitarmenn með leitarhunda til að leita að honum. Hann hafði villst á göngu sinni og maður sem sá til hans og grunaði að ekki væri allt með felldu ræddi við hann og ók honum heim eftir að ljóst varð hvernig á stóð. 21.1.2005 00:01 Gæsluvarðhald rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir íslenskri konu, sem handtekin var í Leifsstöð á þriðjudag með fíkniefni í fórum sínum, rennur út í dag. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið af fíkniefnum fannst en hún var bæði með efni innvortis og innan klæða. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hún var handtekin. 21.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stormviðvörun á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir Vestfirði. Spáð er ört hlýnandi veðri á landinu samfara úrkomu og má búast við að snjóflóðahætta geti skapast. Í Reykjavík er búist við asahláku. 23.1.2005 00:01
Aðför Fréttablaðsins að Halldóri Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Páll vísar þar til umfjöllunar Fréttablaðsins um aðdraganda Íraksstríðsins og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða. 23.1.2005 00:01
Meirihluti samþykki stuðning Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur samþykkt að flytja á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Íslands sem hefur í för með sér að ríkisstjórn á hverjum tíma verði óheimilt að lýsa yfir aðild að eða stuðningi við stríðsaðgerðir nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrsta flutningsmanni frumvarpsins, Helga Hjörvar. 23.1.2005 00:01
Framsóknarmenn í ójafnvægi "Mig undrar að Framsóknarmenn skuli kalla fréttaskrif Fréttablaðsins aðför að forsætisráðherra. Blaðið hefur ekki gert annað en segja fréttir af umræðunni dagana sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu stuðning Íslendinga við innrásina í Írak," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri á Fréttablaðinu, um fullyrðingar Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, um að Fréttablaðið væri með aðför að Halldóri Ágrímssyni forsætisráðherra. 23.1.2005 00:01
Brunagildran reist án leyfis Ef húsið þar sem eldur varð laus á athafnasvæði Hringrásar hefði verið byggt eftir venjulegum leiðum hefði ekki þurft að fara eins og fór, segir brunamálastjóri. Lyftarahleðsla hefði verið í sérstöku brunahólfi. </font /></b /> 23.1.2005 00:01
Sérkennilegar kveðjur Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir lögnámsbeiðni Kópavogs vera ótímabæra og ummæli Gunnars I. Birgissonar sérkennilega kveðju. Bæjarráðsmaður í Kópavogi segir ummæli Gunnars fordómafull og afturhaldssöm.</font /></b /> 23.1.2005 00:01
Deilt um stuðningsyfirlýsingu "Mönnum finnst að Gylfi sé að taka að sér umboð sem hann ekki hefur og það sé ómaklegt," segir Árni Guðmundsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og félagi í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar. 23.1.2005 00:01
Segir árásir flokksfélaga grófar Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. 23.1.2005 00:01
Vísa skoðun prófessors á bug Leiðtogar stjórnarandstöðunnar vísa algerlega á bug þeirri skoðun forseta lagadeildar Háskóla Íslands að oddvitum ríkisstjórnarinnar hafi verið heimilt að styðja innrásina í Írak án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Þeir segja Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson klárlega hafa brotið lög og formaður Vinstri - grænna útilokar ekki að það geti leitt til afsagnar þeirra. 23.1.2005 00:01
Kárahnjúkar og Írak á Alþingi Formenn þingflokkanna segjast eiga von á því að Íraksmálið og Kárahnjúkar verði meðal þeirra mála sem rædd verði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi sem kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi. 23.1.2005 00:01
Friðarákvæði í Stjórnarskrá Samfylkingin leggur fram lagafrumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að í 21. grein stjórnarskrárinnar verði heimild til að lýsa yfir stuðningi eða eiga aðild að stríði bundin við meirihlutasamþykki Alþingis. 23.1.2005 00:01
Vorið lofar ekki góðu "Það er engin sérstök hjátrú um veðrið á bóndadeginum sjálfum en það er sagt að ef þorrinn er þurr og góa vindasöm þá mun vorið verða gott," segir Aðalheiður Hallgrímsdóttir hjá veðurklúbbnum í Dalbæ á Dalvík. 23.1.2005 00:01
Fyrsta nýja kaupskipið í áratug Fyrsta kaupskipið sem er smíðað fyrir Íslendinga í áratug siglir ekki undir íslenskum fána heldur færeyskum af skattaástæðum. Samgönguráðherra segir sig og fjármálaráðherra vera að skoða hvort unnt sé að breyta skattafyrirkomlaginu. Skipið var afhent í Hamborg um helgina. 23.1.2005 00:01
Ekki hætta á flóðum í Reykjavík Talsvert frost hefur verið á landinu það sem af er vetri en á næstunni er spáð hlýindum um allt land. Í Reykjavík mun hitinn vera frá fimm og upp í átta til níu stig þegar best lætur. 23.1.2005 00:01
Fyrsta nýja kaupskipið í áratug Fyrsta kaupskipið sem er smíðað fyrir Íslendinga í áratug siglir ekki undir íslenskum fána heldur færeyskum af skattaástæðum. Samgönguráðherra segir sig og fjármálaráðherra vera að skoða hvort unnt sé að breyta skattafyrirkomlaginu. Skipið var afhent í Hamborg um helgina. 23.1.2005 00:01
Skriður gætu valdið flóðbylgju Skriður af völdum eldgosa í Atlantshafi geta komið af stað hárri flóðbylgju sem næði alla leið til Íslands, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Hættur á hafsbotni og afleiðingar hamfaranna á Indlandshafi verða til umfjöllunar á málþingi jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í vikunni. 23.1.2005 00:01
Segir smáþjóðir geta skipt sköpum Ísland og aðrar smáþjóðir geta skipt sköpum í sáttaumleitunum með því að sýna hógværð í umdeildum alþjóðamálum, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs. Hann telur smáþjóðir geta haft mikil áhrif með starfi innan öflugra alþjóðastofnana. 23.1.2005 00:01
Lítið forrit lækkar símreikninginn Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. 23.1.2005 00:01
Ekki alvarlegt athæfi Tilkynnt var um þjófnað á næturklúbbnum Casino í Keflavík klukkan 04.38 aðfaranótt gærdagsins. Klúbburinn var enn þá opinn, en hann er með frjálsan opnunartíma, þegar starfsfólk kom að manni fyrir innan barborðið. Maðurinn var þá búinn að opna peningakassa staðarins og taka úr honum 4.500 krónur. 23.1.2005 00:01
Próftaka í héraði Lífleg starfsemi hefur verið í Þekkingarsetrinu á Húsavík að undanförnu að sögn Óla Halldórssonar, forstöðumanns setursins. Tugir nemenda frá Húsavík, sem stunda nám við Háskólann á Akureyri, nota setrið reglulega til náms og margir hafa tekið þar fjarpróf. 23.1.2005 00:01
Eldur laus í íbúð á dvalarheimili Grunur leikur á að vistmaður á dvalarheiminu Ási í Hveragerði hafi sjálfur kveikt eld sem upp kom í íbúð hans þar í gærkvöldi. Brunaviðvörunarkerfi lét vita af eldinum laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi og bárust boð til neyðarlínunnar. 22.1.2005 00:01
Tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, varð valdur að árekstri á Ísafirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Tveir fólksbílar rákust saman á gatnamótum Ásgeirsgötu og Suðurgötu á Tanganum og reyndist ökumaður annars bílsins, piltur um tvítugt, ölvaður. Hann gistir nú fangageymslu lögreglunnar á Ísafirði. 22.1.2005 00:01
Stoltenberg ræðir um öryggismál Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður á málþingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar um stöðu öryggismála í heiminum, sem fram fer á Grand Hóteli í Reykjavík í dag. 22.1.2005 00:01
Reyndu að ryðjast inn á þorrablót Fjórir óboðnir gestir, þrír piltar og ein stúlka, sem reyndu að komast inn á þorrablót í Garðabæ í nótt enduðu í fangageymslu lögreglunnar. Fólkinu var meinuð innganga á þorrablót Stjörnunnar í Ásgarði en lét sér ekki segjast og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu. Greip lögregla þá til þess ráðs að handtaka fjórmenninganna. 22.1.2005 00:01
Teknir fyrir verkfæraþjófnað Þrír sextán ára piltar voru gripnir við innbrot í vinnuskúra á Álftanesi í nótt. Til piltanna sást og var lögregla látin vita. Reyndu þeir að komast undan en lögregla náði þeim fljótlega á hlaupum. Höfðu piltarnir stolið verkfærum og komið þeim undan en þeir vísuðu síðan á þýfið. Málið telst upplýst. 22.1.2005 00:01
Litlar líkur á svipuðum bruna Brunamálastofnun telur í skýrslu um brunann á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn þann 22. nóvember síðastliðinn litlar líkur á því að svipaðir atburðir gerist aftur þar sem hvergi er jafn miklu af hjólbörðum safnað saman nálægt íbúðarbyggð og var á athafnasvæði Hringrásar. 22.1.2005 00:01
Fjölmenni á skíðasvæðum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa flykkst á skíðasvæðin í kringum borgina enda veður gott og aðstæður fínar til skíðaiðkunar. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, eru á milli tvö og þrjú þúsund manns í Bláfjöllum í hægviðri en þar hefur hlýnað nokkuð miðað við síðustu daga. 22.1.2005 00:01
Magnús formaður Varðar Magnús L. Sveinsson var í dag kjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Sögu. Magnús er fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar en hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn til margra ára. 22.1.2005 00:01
Ný lög auka hættu á stórbrunum Ný lög og reglugerðir um söfnun og förgun úrgangs hafa skapað aukna hættu á stórbrunum og geta leitt til hættu fyrir almenning. Þetta kemur fram í skýrslu Brunamálastofnunar vegna brunans í Hringrás fyrir tveimur mánuðum. Skýrslan vekur enn fremur athygli á því að eigendur fyrirtækja hér á landi gera sér ekki nægjanlega grein fyrir lagalegri ábyrgð sinni hvað brunavarnir varðar. 22.1.2005 00:01
Drengur slasast við Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út upp úr kl.16 í dag eftir að ungur drengur sem var á ferð með föður sínum á vélsleða við Kálfanes, sem er við flugvöllinn á Hólmavík, slasaðist lítils háttar eftir að vélsleði þeirra fór fram af lítilli hengju. 22.1.2005 00:01
Brunabótamatið ónothæft Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, að mati Jónnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna ritar um málið á heimasíðu sinni og segir að vegna misræmis brunabótamats og kaupverðs hafi rýmkaðir lánamöguleikar Íbúðalánasjóðs ekki hafa nýst sem skyldi. 22.1.2005 00:01
Höfðu heimild til að taka ákvörðun Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. 22.1.2005 00:01
Heimurinn hættulegri eftir innrás Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. 22.1.2005 00:01
Segir samruna draga úr samkeppni Tvö af minnstu tryggingafélögum landsins hafa sameinast og eru nú að meirihluta komin í eigu VÍS, sem er eitt af stóru tryggingafélögunum. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta draga úr samkeppni og hækka verðið til neytenda. 22.1.2005 00:01
Segir ekki gripið til uppsagna Formaður stjórnarnefndar Landspítalans segir að þótt stefnt sé að því að draga úr rekstrarkostnaði spítalans um rúmlega 500 milljónir króna verði öllum ráðum beitt til að tryggja áfram eðlilega þjónustu. Hann segir ekki koma til greina að grípa til frekari uppsagna. 22.1.2005 00:01
Óbeinar reykingar mjög skaðlegar Óbeinar reykingar eru mjög skaðlegar og valda miklu heilsutjóni á vinnustöðum, samkvæmt erindi sem sænskur lungnasérfræðingur flutti á Læknadögum sem haldnir voru í Reykjavík. Það er óviðunandi að vinnuvernd nái ekki yfir starfsfólk veitingastaða, segir formaður Tóbakasvarnaráðs. 22.1.2005 00:01
Fjórir handteknir í Garðabæ Fjórir 17 ára piltar voru handteknir fyrir utan Stjörnuheimilið í Garðabæ aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru piltarnir að reyna að komast inn á Þorrablótsskemmtun sem þar var haldin án þess að hafa til þess aldur. 22.1.2005 00:01
Blótin fara vel fram Landsmenn blótuðu þorrann víða á bóndadag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu um allt land fóru þorrablótin almennt vel fram og fólk var víðast hvar prútt og stillt. 22.1.2005 00:01
Tveimur vélsleðum stolið Tveimur vélsleðum var stolið frá Litlu kaffistofunni aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi liggur ekki fyrir hvernig sleðunum var stolið eða hver hafi gert það en málið er í rannsókn. 22.1.2005 00:01
45 gætu misst vinnuna Þetta kemur kannski ekki á óvart en ég ætla að vona að svona mörg störf tapist ekki. Maður getur rétt ímyndað sér ef annað eins hlutfall starfa myndi glatast á einu bretti á höfuðborgarsvæðinu," segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðaustur kjördæmis um fréttir þess efnis að Samherji muni hugsanlega leggja niður landvinnslu á Stöðvarfirði. 22.1.2005 00:01
Fátækt nýja ógnin Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. 22.1.2005 00:01
Mikil viðbrögð Mikil viðbrögð hafa borist vegna auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar sem birtist í dagblaðinu New York Times á föstudag, að sögn Ólafs Hannibalssonar. 22.1.2005 00:01
Grunaður um sölu á hassi Lögreglan í Keflavík fann 70 grömm af hassi við húsleit hjá manni í Njarðvík í gærkvöldi og lagði hald á efnið. Í fyrrakvöld, þegar lögreglumenn þurftu að hafa tal af sama manni, fundust sjö grömm á honum. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið og er málið í frekari rannsókn. 21.1.2005 00:01
Reyndist heill á húfi Maður á níræðisaldri, sem farið var að óttast um í Kópavogi í gærkvöldi, kom fram heill á húfi rétt eftir að búið var að kalla út fjörutíu björgunarsveitarmenn með leitarhunda til að leita að honum. Hann hafði villst á göngu sinni og maður sem sá til hans og grunaði að ekki væri allt með felldu ræddi við hann og ók honum heim eftir að ljóst varð hvernig á stóð. 21.1.2005 00:01
Gæsluvarðhald rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir íslenskri konu, sem handtekin var í Leifsstöð á þriðjudag með fíkniefni í fórum sínum, rennur út í dag. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið af fíkniefnum fannst en hún var bæði með efni innvortis og innan klæða. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hún var handtekin. 21.1.2005 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent