Innlent

Drengur slasast við Hólmavík

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út upp úr kl.16 í dag eftir að ungur drengur sem var á ferð með föður sínum á vélsleða við Kálfanes, sem er við flugvöllinn á Hólmavík, slasaðist lítils háttar eftir að vélsleði þeirra fór fram af lítilli hengju. Í fyrstu var óttast að drengurinn væri alvarlega slasaður og kallaði faðirinn strax eftir aðstoð og fóru björgunarsveitarmenn frá Hólmavík á vélsleðum með lækni á vettvang. Eftir fyrstu skoðun á vettvangi kom í ljós að betur hafði farið en haldið var í fyrstu og var strákurinn fluttur í framhaldinu til nánari skoðunar á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur þangað sem hann var kominn 45 mínútum eftir óhappið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×