Innlent

Eldur laus í íbúð á dvalarheimili

Grunur leikur á að vistmaður á dvalarheiminu Ási í Hveragerði hafi sjálfur kveikt eld sem upp kom í íbúð hans þar í gærkvöldi. Brunaviðvörunarkerfi lét vita af eldinum laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi og bárust boð til neyðarlínunnar. Eldur logaði í gluggatjöldum og veggfóðri en þegar slökkvilið Hveragerðis kom að hafði hjúkrunarfræðingi tekist að mestu að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitæki. Íbúinn, maður um fimmtugt, sem þar er vistaður vegna geðrænna vandamála, komst út af eigin rammleik. Til stóð að rífa húsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×