Innlent

Fjölmenni á skíðasvæðum

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa flykkst á skíðasvæðin í kringum borgina enda veður gott og aðstæður fínar til skíðaiðkunar. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, eru á milli tvö og þrjú þúsund manns í Bláfjöllum í hægviðri en þar hefur hlýnað nokkuð miðað við síðustu daga. Í Skálafelli er einnig góð aðsókn en þar renna á milli eitt og tvö þúsund manns sér á skíðum og snjóbrettum. Öllu færri eru á Hengilssvæðinu þar sem lyftur eru færri en starfsmenn telja að á milli fjögur og fimm hundruð manns séu þar í brekkunum. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan sex en til klukkan fimm á Hengilssvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×