Innlent

Meirihluti samþykki stuðning

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur samþykkt að flytja á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Íslands sem hefur í för með sér að ríkisstjórn á hverjum tíma verði óheimilt að lýsa yfir aðild að eða stuðningi við stríðsaðgerðir nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrsta flutningsmanni frumvarpsins, Helga Hjörvar. Í henni segir enn fremur að ákvæðið skuli þó ekki hafa áhrif á samninga og skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist vegna aðildar að alþjóðastofnunum, s.s. Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Þá segir að við samningu frumvarpsins verð litið til þess með hvaða hætti þessum málum er hagað í stjórnarskrám annarra ríkja, einkum annarra norrænna ríkja. Frumvarpið kemur kjölfar mikillar umræðu um stuðning Íslands við innrásina í Írak, en stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að með ákvörðun um stuðning við innrásina hafi þeir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra brotið gegn ákvæði þingskaparlaga um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×