Fleiri fréttir

Fundargerð orðin opinber

Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða.

Dreifbýli megi síst við hækkunum

Húshitunarkostnaður á Vestfjörðum hækkar um 70 til 80 milljónir króna á ári, eða um hátt í tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn, í kjölfar breytinga á rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður segir að strjálbýlið megi alls ekki við slíku og að leita verði allra leiða til að koma í veg fyrir þetta.

Ráðherra vill aukið eftirlit

Eftirlit með erlendu ólöglegu vinnuafli hér á landi er á hendi lögreglu, segir dómsmálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur ekki haft þessi mál sérstaklega til skoðunar að undanförnu, þrátt fyrir fullyrðingar um ólöglega atvinnustarfsemi hér. Félagsmálaráðherra vill hert eftirlit. </font /></b />

Ráðleggur körlum breyttan lífsstíl

Mikilvægt er að hlusta á karla sem hafa einkenni minnkandi karlhormóns og breytingaskeiðs og gefa þeim góð og lífsstílsbreytandi ráð, segir Jón Gunnars Hannesson heimilislæknir.

Karlar hópast í kynhormónameðferð

Íslenskir karlar fara í síauknum mæli í kynhormónameðferð, þegar þeir fara að kenna einkenna breytingaskeiðsins. Þau eru helst þreyta, framtaksleysi og depurð, jafnvel þunglyndi, sem og minnkandi áhugi og geta til kvenna. </font /></b />

Miltisbrandur girtur af

Nú stendur yfir girðingavinna á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, þar sem miltisbrandur drap hross á dögunum.

Sviðakjammar og gervihnattadiskar

Augu handboltaunnenda beinast að Túnis meðan Heimsmeistaramótið stendur yfir. Landið sker sig úr Miðjarðarhafinu inn í norðanverða Afríku og lúrir þar milli Alsír, Líbýu og hafs. Túnis er nokkuð stærra en Ísland og íbúarnir tæpar tíu milljónir. Landið laut yfirráðum Frakka um árabil og franskra áhrifa gætir í menningu og mannlífi. </font /></b />

Draga þarf úr þjónustu hjá LSH

Samkvæmt rekstraráætlun Landspítalans fyrir árið 2005 verður enn dregið úr þjónustu spítalans, meðal annars með lengri sumarlokunum og minni þjónustu við sjúklinga um helgar. Lækka þarf rekstrarkostnað spítalans um tvö prósent miðað við afkomuna í fyrra.

Boða viðræður um skatta og laun

Samráðsnefnd íslensku verkalýðsfélaganna og ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo ætla að hefja viðræður um skattamál og launakjör starfsmanna við Kárahnjúka. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fulltrúar íslenskra og ítalskra verkalýðsfélaga, Alþjóðasambands byggingarverkamanna og Impregilo héldu í dag.

Ekki minnst á Gallup

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak birtist í New York Times í gær.

Íhugar að flytja landvinnslu

Samherji íhugar nú að breyta eða hætta alveg landvinnslu á Stöðvarfirði á næstunni og færa hana til Dalvíkur, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, greindi starfsmönnum, trúnaðarmönnum þeirra og fulltrúum verkalýðsfélaga frá þessu á fundi í gær.

Laus úr haldi

Rúmlega þrítug íslensk kona sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag var með tæp 390 grömm af hassi innvortis og í fórum sínum. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald til gærdagsins en var sleppt úr haldi á fimmtudagskvöld.

Unir dómi

27 ára hollensk kona sem var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmd í eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl í nóvember síðastliðinn hefur ákveðið að una dómnum.

Í fangelsi fyrir ölvunarakstur

Tveir menn fæddir árin 1947 og 1949 voru í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt fyrir ölvunarakstur.

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir Ungverja, sem tekinn var með tæpt kíló af kókaíni innvortis á Keflavíkurflugvelli í lok desember, hefur verið framlengt um sex vikur.

Portúgalarnir duglegastir

Sjónvarp, pizza, karókí, diskótek. Þannig er lífið á félagsmiðstöðinni á Kárahnjúkum.

Hefur heimþrá

Portúgalinn Miguel Cordeiro er á öðrum samningi sínum á Kárahnjúkum. Hann var á hálendinu í tvo mánuði í haust og nú er hann búinn að vera í tvo mánuði til viðbótar. Samningurinn hans rennur út í júlí og þá segist hann ætla heim og ekki koma aftur því að hann hafi heimþrá. </font /></b />

Óska hjálpar íslensku lögreglunnar

Grunur leikur á að fleiri Íslendingar en þeir tveir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi tengist fíkniefnamáli sem kom upp eftir leit í Hauki ÍS þann sjötta janúar síðastliðinn. Þá fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í klefa tveggja skipverjanna. Beiðni um hjálp íslensku lögreglunnar við rannsókn málsins er kominn af stað í þýska kerfinu.

Snyrtilegt vélaverkstæði

Jamal Shah frá Pakistan stýrir einu snyrtilegasta vélaverkstæði landsins. Verkstæðið er uppi á Kárahnjúkum en þar er allt á sínum stað raðað í fallegar heimasmíðaðar hillur eða hent á nagla og hvergi skít að sjá. </font /></b />

Heimsækja aðra skóla

Samstarf er milli grunnskólans á Kárahnjúkum og íslensks grunnskóla á Egilsstöðum og skólinn fer í skólaferðalag.

Líka í móðurhlutverki

Læknisheimsóknir á Kárahnjúkum voru 7.000 talsins í fyrra og er þá allt talið í þessu 1.600-1.700 manna þorpi. Þetta þykir mikið en búist er við að heimsóknirnar verði heldur færri á þessu ári enda hafi starfsmannastrúktúrinn breyst, nú hafi öðruvísi fólk valist til starfa. </font /></b />

Hæstánægð

Íslendingar eru margir hverjir og kannski flestir hæstánægðir og láta vel af sér í starfi hjá Impregilo á Kárahnjúkum.

Ágreiningur við Impregilo óleystur

Fundur Impregilo og verkalýðsfélaga leysti ekkert ágreiningsmála þeirra á milli, sagði Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, eftir fundinn.

Ræða saman án milliliða

Sinnaskipti urðu í gær í samskiptum ítalska fyrirtækisins Impregilo sem sér um stíflugerð á Kárahnjúkum og verkalýðsfélaga.

Allir jafnir sé farið að lögum

Ekki verður óskað eftir undanþágu frá íslenskum lögum til að auka samkeppnishæfni Íslendinga að störfum á Kárahnjúkum. Slíkt er þekkt í nágrannalöndunum vegna kaupskipa.

Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl

Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar.

Auglýsing í New York Times í dag

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar birtist í New York Times í dag. Í henni er írakska þjóðin beðin afsökunar á því að Ísland hafi stutt innrásina í Írak. Þjóðarhreyfingin, sem á sínum tíma barðist hart gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, safnaði fé meðal almennings til þess að borga auglýsinguna í New York Times, sem kostaði á þriðju milljón króna.

Ógnað með símtali og SMS-skeytum

Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin.

OR kaupir Hitaveitu Rangæinga

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Hitaveitu Rangæinga fyrir 120 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að hitunarkostnaður heimila á Hellu og Hvolsvelli lækkar um 20-30% á næstu tveimur árum og ljósleiðari verður lagður um þorpin, samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni.

Úganda og Ísland lönd frumkvöðla

Við fyrstu sýn virðist ekki mikið sameiginlegt með Afríkuríkinu Úganda og Íslandi en á tilteknu sameiginlegu sviði valta Úgandamenn yfir Íslendinga.

Samið um leikhús til fimm ára

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hermóðs og Háðvarar undirrituðu í gær samning til næstu fimm ára um stuðning ríkisins og Hafnafjarðarbæjar við starfsemi leikhússins.

Veiddu 116 tonn án kvóta

Ríkislögreglustjóri hefur höfðað opinbert mál gegn þremur mönnum fyrir að hafa á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002 gert skip út frá Ólafsvík án veiðiheimilda og veitt rúmlega 116 tonn af þorski.

Skerpa þarf á reglum

Skerpa þarf á þvingunarúrræðum sem slökkviliðsstjórar geta gripið til í lögum ef slökkviliðstjóri telur að um almannahættu sé að ræða.

Teknar verði upp beinar viðræður

Impregilo hefur fallist á að taka upp beinar viðræður við verkalýðshreyfinguna, til þess að reyna að leysa ágreiningsmálin. Starfsmannastjóri Impregilo segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin berjist fyrir sitt fólk.

Vill ekki opinbera fundargerðir

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla.

Segir nýja áætlun spennandi

Þingmaður Frjálslynda flokksins segir það álitshnekki fyrir þingmenn Suðurkjördæmis að Árni Johnsen hafi frumkvæði að því að boða til borgarafundar um framtíð Vestmannaeyja. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar segir nýja kostnaðaráætlun vegna jarðganga til Eyja spennandi.

Hilmir Snær hættir

Hilmir Snær Guðnason sagði upp föstum samningi sínum við Þjóðleikhúsið í byrjun vetrar, eftir rúma áratuga fastráðningu. Á þeim tíma hefur hann leikið fjölmörg burðarhlutverk í leikritum hússins.

Áhersla á ufsa

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, var viðstaddur við opnun Grænu vikunnar í Berlín daganna 20.-21. janúar. Heimsótti hann meðal annars sýningarbás þar sem Árni Simsen matreiðslumaður matreiddi íslenskan ufsa að viðstöddum gestum.

Uppnám í laxveiði Borgarfirði

Jón Ingvarsson, Sigurður Helgason og fleiri sem leigja Þverá í Borgarfirði, standa í vegi fyrir endurnýjuðu samkomulagi um upptöku laxaneta Hvítá. Þeir vilja ekki að heildargreiðslan til netabænda hækki úr 14,7 milljónum króna á ári í 16,5 milljónir. Formaður Veiðifélags Hvítár segir hægt að veiða í net undan Þverá en semja við aðrar ár.

Aldraðir sætta sig við ellina

Langflestir aldraðra hér á landi virðast sætta sig við ellina, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Sjúkdómar tengdir kvíða eru sjaldgæfari hjá öldruðum en yngra fólki.

Stuðningurinn aldrei ræddur

Utanríkismálanefnd fjallaði aldrei um hugsanlegan stuðning Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta á fundum sínum veturinn 2002 til 2003. Málefni Íraks komu til umræðu á tveimur fundum. </font /></b />

Breytir engu um vald ráðherra

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki taka þátt í því sem hann kallar "leik" sem skipti engu máli. Fulltrúum stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd ber saman um að ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak hafi aldrei verið rædd í utanríkismálanefnd. </font /></b />

Gæti fengið flýtimeðferð þings

Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis.

Húsnæðisverð mun hækka meira

Sérfræðingar Íslandsbanka spá því að að húsnæðisverð hækki jafnvel enn meira í ár en í fyrra en þá hækkaði íbúðaverð í sérbýli um 25 prósent og um 17 prósent í fjölbýli. Þessa spá byggir bankinn á greiðari aðgangi að lánsfjármagni með tilkomu húsnæðislána bankanna, rýmri lánaheimildum Íbúðalánasjóðs, lækkandi raunvöxtum og auknum kaupmætti.

Óvenju góður loðnuafli

Loðnuaflinn frá áramótum er kominn yfir 80 þúsund tonn sem er óvenju góður afli. Skipin eru ýmist á veiðum, á landleið með fullfermi eða á útleið eftir löndun. Að minnsta kosti tvö stór loðnuskip sem ekki eru á veiðum fara á miðin og dæla í sig afla úr veiðarfærum annarra skipa til þess að flytja hann í land svo hin skipin geti haldið veiðum áfram.

Sjá næstu 50 fréttir