Innlent

Reyndist heill á húfi

Maður á níræðisaldri, sem farið var að óttast um í Kópavogi í gærkvöldi, kom fram heill á húfi rétt eftir að búið var að kalla út fjörutíu björgunarsveitarmenn með leitarhunda til að leita að honum. Hann hafði villst á göngu sinni og maður sem sá til hans og grunaði að ekki væri allt með felldu ræddi við hann og ók honum heim eftir að ljóst varð hvernig á stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×