Innlent

Blótin fara vel fram

Landsmenn blótuðu þorrann víða á bóndadag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu um allt land fóru þorrablótin almennt vel fram og fólk var víðast hvar prútt og stillt. Þorrinn gekk í garð á föstudag og var því fagnað meðal annars á Sauðárkróki, Siglufirði, Egilsstöðum, Eskifirði, Neskaupstað og í Keflavík. Að sögn lögreglu á þessum stöðum var greinilegt að blótsgestir vildu skemmta sér vel og var framkoma þeirra í heildina séð til fyrirmyndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×