Innlent

Boða viðræður um skatta og laun

Samráðsnefnd íslensku verkalýðsfélaganna og ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo ætla að hefja viðræður um skattamál og launakjör starfsmanna við Kárahnjúka. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fulltrúar íslenskra og ítalskra verkalýðsfélaga, Alþjóðasambands byggingarverkamanna og Impregilo héldu í dag. Ítölsku verkalýðsleiðtogarnir heimsóttu Kárahnjúka í gær og höfðu ýmislegt við aðbúnað og öryggismál þar að athuga en töldu launagreiðslur í lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×