Fleiri fréttir

Hálka víða um land

Hálka er víða á Suðurlandi og á Mosfellsheiði er þæfingsfærð og skafrenningur. Þá er hálka á Vesturlandi og hálka og snjóþekja á Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi er einnig víða hálka, snjóþekja, snjókoma og skafrenningur. Á Breiðdalsheiði er hálka og éljagangur og ófært er um Öxi.

Maður ársins á Suðurnesjum

Víkurfréttir hafa útnefnt Tómas J. Knútsson mann ársins á Suðurnesjum 2004 en hann er þekktur fyrir störf sín að umhverfismálum. Tómas er stofnandi og formaður Bláa hersins, samtaka sem berjast fyrir hreinsun og verndun umhverfisins.

Garðar lætur af formennsku í ÖBÍ

Emil Thóroddsen, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur tekið við formennsku af Garðari Sverrissyni sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Frá þessu var gengið á fundi framkvæmdastjórnar bandalagsins í dag.

Hákon Eydal fellur frá kröfunni

Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ríflega 600 nýir ríkisborgarar

Á síðasta ári var 637 útlendingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur, að því er fram kemur hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Segja ríkið hafa gefið grænt ljós

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingarnefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós með lóðasamningum við Reykjavíkurborg og heimild til undirbúningsvinnu. </font /></b />

Ísland örum skorið

Tíu náttúruverndarsamtök gefa út kortið "Ísland örum skorið" sem sýnir hvaða breytingar verða á miðhálendi Íslands ef stóriðjuáform stjórnvalda ná fram að ganga. Af því tilefni verður opinn kynningarfundur á Hótel Borg klukkan 13 í dag.

Nýr formaður Öryrkjabandalagsins

Emil Thóroddsen tók við formennsku í Öryrkjabandalagi Íslands í gær en Garðar Sverrisson lét af formennsku af heilsufarsástæðum.

Stuðningurinn stefnubreyting

Halldór Ásgrímsson hafði lýst afdráttarlausri afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Írak á fundi mánuði fyrir innrás. Þar sagði hann að ef til aðgerða gegn Írak kæmi, yrðu þær einungis gerðar með samþykki öryggisráðsins. Annað kom á daginn. </font /></b />

Peningar og rannsóknir

Samhljómur er meðal prófessoranna fjögurra sem sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Allir leggja ríka áherslu á að fá meiri peninga til starfseminnar og vilja efla rannsóknarþátt skólans. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, efndi til opins fundar með frambjóðendunum í gær. </font /></b />

VR mótmælir frumvarpi ráðherra

Verslunarmannafélag Reykjavíkur mótmælir frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á opnunartíma verslana, ekki síst þar sem ekki var haft samráð við stéttarfélag verslunarfólks við gerð þess. Í tilkynningu frá félaginu segir að meirihluti þátttakenda í nýlegri könnun vilji hafa takmarkanir á opnunartíma verslana.

Framvísaði fölsuðu vegabréfi

Tvítugur Frakki var, Í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins á aðfangadag. Vegabréfið var falsað frá grunni sem þykir sjaldséð.

Með fíkniefni innvortis

Íslensk kona um þrítugt var handtekin á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni innvortis og í fórum sínum þegar hún kom til landsins á þriðjudag. Í kjölfarið var konan úrskurðuð í gæsluvarðhaldi til dagsins í dag.

Gerir athugasemd við geðrannsóknin

Hákon Eydal, sem varð Sri Rahmawati að bana, hefur hætt við að fara fram á að dómskvaddir matsmenn geri aðra geðrannsókn á honum en hann er að hluta til ósáttur við þá geðrannsókn sem gerð hefur verið. Milliþinghald var í málinu gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Sniffuðu kókaín á salernisvaskinum

Nokkrir veitingahúsaeigendur sem Fréttablaðið ræddi við segja að ekki fari á milli mála að talsvert mikið sé notað af kókaíni samhliða skemmtanahaldi í miðborg Reykjavíkur.

Reyndist einnig vera með LSD

Brasilísk kona sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 850 grömmum af kókaíni var einnig með um tvö þúsund skammta af LSD. LSD-sýran var í töfluformi sem falin var í leggöngum konunnar en hún kom til landsins rétt fyrir jól.

Katrín í Lýsi fær viðurkenningu

Félag kvenna í atvinnurekstri veitti í dag Katrínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsis, viðurkenningu fyrir vel unnin störf en hún þykir geta orðið öðrum konum hvatning og fyrirmynd. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Katrín Pétursdóttir tók við Lýsi árið 1999 og hefur snúið rekstrinum til betri vegar.

Þjóðlagahátíðin fékk Eyrarrósina

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður tók við Eyrarrósinni úr hendi Dorritar Moussaieff forsetafrúar í dag en hún er viðurkenning fyrir menningarvakningu á landsbyggðinni. Gunnsteinn stóð fyrir þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Auk þess að fá verðlaunagrip fær hátíðin hálfa aðra milljón króna í styrk.

Árni Þór og Kristján Ra ákærðir

Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon, kenndir við Skjá einn, hafa ásamt þremur öðrum mönnum verið ákærðir fyrir stórfelld skattalagabrot. Málið varðar vanskil á sjötta tug milljóna króna í vörslusköttum, virðisaukasköttum og staðgreiðslu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Gæti bjargað Landsvirkjun

Úrskurður Héraðsdóms um að Álverið við Reyðarfjörð þurfi að fara í nýtt umhverfismat gæti bjargað Landsvirkjun frá hárri skaðabótakröfu vegna tafa við Kárahnjúkastíflu. Úrskurðurinn gæti meira að segja orðið til þess að eigandi Álversins þyrfti að greiða Landsvirkjun en ekki öfugt.

Helmingi ódýrari jarðgöng til Eyja

Sænska verktakafyrirtækið NCC telur sig geta borað jarðgöng út í Vestmannaeyjar fyrir helmingi lægra verð en Vegagerðin gerði ráð fyrir. Kostnaðaráætlun NCC hljóðar upp á 14-16 milljarða króna.

Lögreglumaður sóttur með valdi

Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi.

KB stefnir Mjólkurfélaginu

KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan.

Sýknaður fyrir að aka löggur

Maður sem var ákærður fyrir að aka á lögreglumenn við Lyfju í Lágmúla í Reykjavík var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Í ósamræmi við loforð ráðamanna

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir afleiðingar frumvarps um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins í hróplegu ósamræmi við loforð ráðamanna um að jafna lífeyrisréttindi í landinu. Hann segir sérkennilegt að sendiherrar teljist ekki vera á vinnumarkaði.

Samfylkingin vill aflétta trúnaði

Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak.

Akureyrarbær braut jafnréttislög

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launakjörum á grundvelli kynferðis.

Ákærðir fyrir skattsvik

Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon hafa, ásamt þremur öðrum mönnum, verið ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur fyrirtækja sem þeir áttu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærkvöld.

Byggt við Björgunarmiðstöðina

SHS-fasteignir ehf. hafa samið við Keflavíkurverktaka hf. um byggingu þriðja og síðasta áfanga Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar í Reykjavík og munu Landhelgisgæslan og Bílamiðstöð Ríkislögreglustjórans flytja í nýja húsnæðið. Um er að ræða 1.626 fermetra alls og er byggingarkostnaður áætlaður 258 milljónir króna. Framkvæmdir hefjast nú í janúar en þeim á að vera lokið 31. ágúst næstkomandi.

Haförn í Húsdýragarðinum

Komið var með stóran og mikinn haförn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á dögunum en hann fannst austur í Grafningi þar sem hann hafði flogið á raflínu. Við áreksturinn fór „Erna“, en það heiti fékk fuglinn við komuna í bæinn, úr lið á vinstri væng.

Trúnaði aflétt af fundargerðum

Þingflokkur Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða.

Víðtækt samstarf lögregluliða

Lögreglustjórinn á Akranesi og varalögreglustjórinn í Reykjavík ásamt yfirlögregluþjónum undirrituðu í dag samning um víðtækt samstarf lögregluliðanna í Reykjavík og á Akranesi til að styrkja löggæslu á Akranesi, Kjalarnesi, Kjósarhreppi og eftir atvikum í Mosfellsbæ.

Ummæli um Írak stangast á

Samkvæmt forsætisráðherra hafði Íraksmálið ekki verið rætt í ríkisstjórn viku áður en ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak var tekin. Þingmenn Framsóknarflokksins greinir á um hvort Íraksmálið hafi verið rætt í þingflokknum eða ekki. </font /></b />

Skoða aðstæður við Kárahnjúka

Ítalska verkalýðshreyfingin kemur til Egilsstaða í kvöld og fer að Kárahnjúkum á morgun og eyðir þar deginum. Forystumennirnir koma svo suður á föstudag.

Snjóflóð lokaði veginum

Tíu metra breitt og tveggja metra djúpt snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í gærkvöldi og lokaði honum. Enginn var á ferð um veginn þegar það féll og Vegagerðin ruddi veginn.

Hálka víðast hvar

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, hálka og éljagangur á Suðurlandi og hálka og hálkublettir á Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Vesturlandi, á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, ófært og stórhríð er á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, þungfært og stórhríð er á Kleifarheiði og Klettshálsi.

Samráð á kjarnfóðurmarkaði?

Fimmtíu íslenskir bændur sem staddir eru í Danmörku þessa dagana ætla að kanna til hlítar hvernig það megi vera að kjarnfóður fyrir kýr sé allt að helmingi ódýrara í Danmörku en á Íslandi. Þessu vilja þeir ekki una, ekki síst með tilliti til vaxandi samkeppni af erlendum mjólkurvörum, og ætla að leita allra leiða til að ná verðinu niður.

Slasaðist á snjóbretti

Unglingspiltur féll af snjóbretti í Bláfjöllum um áttaleytið í gærkvöldi og slasaðist. Hann meiddist meðal annars á öxl og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en var ekki talinn alvarlega slasaður.

Sextíu úrum stolið í nótt

Brotist var inn hjá úrsmið við Laugaveginn í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti sextíu úrum. Þjófurinn braut rúðu í útihurð og gler í sýningarskápum og lét greipar sópa. Hann var eldsnöggur á vettvangi og komst undan með þýfið og er enn ófundinn. Andvirði þýfisins nemur hundruðum þúsunda króna.

Sextán ára stúlka undir stýri

Lögreglan í Keflavík stöðvaði sextán ára stúlku á bíl í miðbænum í gærkvöldi og var hún að sjálfsögðu réttindalaus vegna aldurs. Í ljós kom að hún hafði fengið bílinn lánaðan upp á að vinkona hennar, sem hefur réttindi, æki bílnum. Hún ók hins vegar sjálf en sú með réttindin fékk að sitja í sem farþegi.

Norsk loðnuskip á Íslandsmiðum

Um það bil tuttugu norsk loðnuskip eru komin á miðin austur af landinu og hafa nokkur þeirra þegar fengið afla. Þau mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsögu, samkvæmt samningi Norðmanna og Íslendinga um nýtingu stofnsins, en aflann mega þau aðeins veiða í nót en ekki flottroll sem gefið hefur góða raun hjá íslensku skipunum.

Fischer íslenskur ríkisborgari?

Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands.  

Bjór úr íslensku byggi

Nýtilkomin byggrækt er bændum ekki aðeins drjúg búbót í stað innflutts fóðurbætis heldur er nú farið að brugga Þorrabjór, sem nú er kominn á markað, úr íslensku byggi. 

Veðurstofan ákveði ekki rýmingu

Átta sýslumenn og bæjarstjórar á Vestfjörðum hafa sent frá sér orðsendingu vegna umræðna um að Veðurstofan eigi ekki að taka ákvörðun um rýmingu húsa vegna hættu á snjóflóðum og skriðuföllum. Bent er á að Veðurstofan hafi ekki lögregluvald til að rýma hús heldur sé það hlutverk lögreglustjóra og almannavarnanefnda.

Andvíg Íraksstríði fyrir kosningar

Dagný Jónsdóttir og Birkir J. Jónsson sátu í æðstu embættum Sambands ungra Framsóknarmanna þegar Íraksstríðið var við að hefjast og mótmæltu þá harðlega. Ungir Framsóknarmenn eru enn á sömu skoðun en Birki hefur snúist hugur. Afstaða Dagnýjar er óljós í dag.

Sjá næstu 50 fréttir