Sviðakjammar og gervihnattadiskar 21. janúar 2005 00:01 Samskipti Íslendinga og Túnisa eru ekki mikil. Landið var kynnt Íslendingum fyrir áratug sem ferðamannaland og þaðan er keypt salt til saltfiskverkunar. Allur meginþorri Túnisa er íslamstrúar enda íslam opinber trú. Arabíska er opinbert mál í landinu en flestir tala líka frönsku og margir ensku. Franskur bragur er á menningu og mannlífi en Túnis laut frönskum yfirráðum í góða sjö áratugi, allt til ársins 1956. Þá gætir einnig ítalskra áhrifa í landinu en Sikiley er skammt undan ströndu Túnis. Túnisar eru frjálslyndari en almennt gerist meðal arabaþjóða og um árabil hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stöðu kvenna. Um tíu milljónir manna búa í Túnis, þar af tæp milljón í höfuðborginni sem landið er nefnt eftir. Heilsufar og lífslíkur Túnisa eru með ágætum, sé miðað við nágrannalöndin. Forsetinn heitir Ben Ali og stjórnar með nokkuð harðri hendi þó frjálsræðið sé meira en í flestum öðrum arabalöndum. Íslendingur í hassinnflutningi Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og fjölmargir hafa atvinnu af framleiðslu textíl- og efnavöru sem eru helstu útflutningsvörurnar. Þá er talsvert flutt út af olíu. Túnis er meðal annars ríkt af ólífum, vínberjum, melónum, sítrusávöxtum, fíkjum og döðlum. Sólin skín í Túnis bróðurpart ársins og yfir hádaginn fer hitinn jafnan yfir 30 gráður að sumarlagi en er tíu til tuttugu gráður yfir vetrarmánuðina. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í Túnis og hefur landsliðið meðal annars komist í lokakeppni Heimsmeistaramótsins. Margir góðir golfvellir eru í landinu sem aðallega eru nýttir af ferðamönnum og villisvínaveiðar laða einnig að. Túnis á í ágætu sambandi við Bandaríkin og fyrir nokkrum árum gerðu stjórnvöld samkomulag við Evrópusambandið um viðskipti og fleira. Samskonar samningur var undirritaður við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) um miðjan síðasta mánuð. Það vakti mikla athygli hér á landi fyrir sjö árum þegar Íslendingur var handtekinn í Þýskalandi að beiðni alþjóðalögreglunnar. Lá hann undir grun um að hafa tengst innflutningi á næstum tveimur tonnum af hassi til Túnis. Maðurinn sat í varðhaldi í Þýskalandi en var að lokum látinn laus þar sem skilyrði um framsal hans til Túnis voru ekki uppfyllt. Eftir því sem næst verður komist fer maðurinn enn huldu höfði og klær réttvísinnar hafa ekki náð að krafsa í hann. Gervihnattamóttakarar algengir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Torfi Frans Ólafsson fóru í tíu daga ferðalag um Túnis á síðasta ári. Það var ævintýraþráin sem rak þau þangað en þau langaði á spennandi og framandi slóðir. "Þjóðin skiptist í tvennt," segir Bryndís Ísfold. "Þeir sem búa á vinsælum ferðamannastöðum eru mjög ágengir og voru til í að selja ömmur sínar. Annað blasti við í minni þorpum inni í landinu, þar var fólk ekkert nema gestrisnin." Bryndís og Torfi vissu fátt um land og þjóð áður en þau afréðu að heimsækja Túnis. Torfi vissi þó sem var að hluti fyrstu Stjörnustríðsmyndarinnar var tekinn upp í eyðimörkum landsins. Til marks um gestrisnina og indælisheitin nefnir Bryndís að Torfi fór í klippingu á rakarastofu í einum smábænum en fékk ómögulega að borga fyrir sig. Hún gefur lítið fyrir matargerðarlist innfæddra, segir matinn ekki góðan. Hins vegar vakti athygli þeirra að þrátt fyrir nokkra fátækt víða um landið eru flestir íbúar með gervihnattamóttakara. "Húsin eru sum hver þaklaus en samt eru gervihnattamóttakar við þau. Innlendir fjölmiðlar eru ritskoðaðir og það er erfitt að nota netið." Bryndís segir að þrátt fyrir frjálsræði á ýmsum sviðum fari margt miður í þjóðlífinu. "Öll stjórnarandstaða er illa séð og skýrslur Amnesti International um Túnis eru ekki glæsilegar þó ástandið sé sjálfsagt skárra þar en í mörgum löndum í kring." Sviðakjammar á íslenskan máta Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands sótti Túnis heim í maí á síðasta ári en HÍ og háskólinn í Túnis eiga í samstarfi. "Þetta er afskaplega vinaleg og geðþekk þjóð sem býr að mikilli sögu og menningu sem er nær frá því löngu fyrir Krist." Páll segir söguna og menninguna lifandi þátt í nútímavitund Túnisa og landsmenn meðvitaða um þau verðmæti. "Margar þjóðir hafa búið í Túnis í gegnum aldirnar og skilið eftir sín merki. Þetta er því pottur alls konar menningar og trúarbragða." Páll segir forvera Ben Alis á forsetastóli, Bourguiba, hafa verið merkan mann sem lagði ofuráherslu á að mennta þjóðina. "Hann sagði að í stað þess að byggja upp her ættu þeir að byggja upp menntakerfi. Og gerði það." Ekki var nóg með það heldur lagði hann sérstaka áherslu á að mennta konur. Páll segir stöðu kvenna sterka í Túnis og gegni þær lykilhlutverkum í þjóðlifinu til jafns við karla. Ben Ali tók við völdum 1987 og hefur haldið þeim síðan. "Hann er mjög áberandi persóna sem drottnar yfir öllu," segir Páll en til marks um það er fólki gert skilt að hafa myndir af leiðtoganum á öllum opinberum stöðum, verslunum og veitingastöðum. Páll var hrifnari af matnum í Túnis en Bryndís Ísfold og það hýrnar yfir honum þegar hann er fer út í þá sálma. "Ég kom inn á veitingastað í hádegi og það fyrsta sem ég sá á borðum var sviðakjammi á íslenskan máta. Ég fékk mér og það var eins og maður væri kominn heim. Þetta fannst mér alveg stórkostlegt." Úlfaldinn er besti vinur mannsins í eyðimörkunum.Eitt mál á umferðaskiltunum er ekki nóg. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Samskipti Íslendinga og Túnisa eru ekki mikil. Landið var kynnt Íslendingum fyrir áratug sem ferðamannaland og þaðan er keypt salt til saltfiskverkunar. Allur meginþorri Túnisa er íslamstrúar enda íslam opinber trú. Arabíska er opinbert mál í landinu en flestir tala líka frönsku og margir ensku. Franskur bragur er á menningu og mannlífi en Túnis laut frönskum yfirráðum í góða sjö áratugi, allt til ársins 1956. Þá gætir einnig ítalskra áhrifa í landinu en Sikiley er skammt undan ströndu Túnis. Túnisar eru frjálslyndari en almennt gerist meðal arabaþjóða og um árabil hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stöðu kvenna. Um tíu milljónir manna búa í Túnis, þar af tæp milljón í höfuðborginni sem landið er nefnt eftir. Heilsufar og lífslíkur Túnisa eru með ágætum, sé miðað við nágrannalöndin. Forsetinn heitir Ben Ali og stjórnar með nokkuð harðri hendi þó frjálsræðið sé meira en í flestum öðrum arabalöndum. Íslendingur í hassinnflutningi Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og fjölmargir hafa atvinnu af framleiðslu textíl- og efnavöru sem eru helstu útflutningsvörurnar. Þá er talsvert flutt út af olíu. Túnis er meðal annars ríkt af ólífum, vínberjum, melónum, sítrusávöxtum, fíkjum og döðlum. Sólin skín í Túnis bróðurpart ársins og yfir hádaginn fer hitinn jafnan yfir 30 gráður að sumarlagi en er tíu til tuttugu gráður yfir vetrarmánuðina. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í Túnis og hefur landsliðið meðal annars komist í lokakeppni Heimsmeistaramótsins. Margir góðir golfvellir eru í landinu sem aðallega eru nýttir af ferðamönnum og villisvínaveiðar laða einnig að. Túnis á í ágætu sambandi við Bandaríkin og fyrir nokkrum árum gerðu stjórnvöld samkomulag við Evrópusambandið um viðskipti og fleira. Samskonar samningur var undirritaður við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) um miðjan síðasta mánuð. Það vakti mikla athygli hér á landi fyrir sjö árum þegar Íslendingur var handtekinn í Þýskalandi að beiðni alþjóðalögreglunnar. Lá hann undir grun um að hafa tengst innflutningi á næstum tveimur tonnum af hassi til Túnis. Maðurinn sat í varðhaldi í Þýskalandi en var að lokum látinn laus þar sem skilyrði um framsal hans til Túnis voru ekki uppfyllt. Eftir því sem næst verður komist fer maðurinn enn huldu höfði og klær réttvísinnar hafa ekki náð að krafsa í hann. Gervihnattamóttakarar algengir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Torfi Frans Ólafsson fóru í tíu daga ferðalag um Túnis á síðasta ári. Það var ævintýraþráin sem rak þau þangað en þau langaði á spennandi og framandi slóðir. "Þjóðin skiptist í tvennt," segir Bryndís Ísfold. "Þeir sem búa á vinsælum ferðamannastöðum eru mjög ágengir og voru til í að selja ömmur sínar. Annað blasti við í minni þorpum inni í landinu, þar var fólk ekkert nema gestrisnin." Bryndís og Torfi vissu fátt um land og þjóð áður en þau afréðu að heimsækja Túnis. Torfi vissi þó sem var að hluti fyrstu Stjörnustríðsmyndarinnar var tekinn upp í eyðimörkum landsins. Til marks um gestrisnina og indælisheitin nefnir Bryndís að Torfi fór í klippingu á rakarastofu í einum smábænum en fékk ómögulega að borga fyrir sig. Hún gefur lítið fyrir matargerðarlist innfæddra, segir matinn ekki góðan. Hins vegar vakti athygli þeirra að þrátt fyrir nokkra fátækt víða um landið eru flestir íbúar með gervihnattamóttakara. "Húsin eru sum hver þaklaus en samt eru gervihnattamóttakar við þau. Innlendir fjölmiðlar eru ritskoðaðir og það er erfitt að nota netið." Bryndís segir að þrátt fyrir frjálsræði á ýmsum sviðum fari margt miður í þjóðlífinu. "Öll stjórnarandstaða er illa séð og skýrslur Amnesti International um Túnis eru ekki glæsilegar þó ástandið sé sjálfsagt skárra þar en í mörgum löndum í kring." Sviðakjammar á íslenskan máta Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands sótti Túnis heim í maí á síðasta ári en HÍ og háskólinn í Túnis eiga í samstarfi. "Þetta er afskaplega vinaleg og geðþekk þjóð sem býr að mikilli sögu og menningu sem er nær frá því löngu fyrir Krist." Páll segir söguna og menninguna lifandi þátt í nútímavitund Túnisa og landsmenn meðvitaða um þau verðmæti. "Margar þjóðir hafa búið í Túnis í gegnum aldirnar og skilið eftir sín merki. Þetta er því pottur alls konar menningar og trúarbragða." Páll segir forvera Ben Alis á forsetastóli, Bourguiba, hafa verið merkan mann sem lagði ofuráherslu á að mennta þjóðina. "Hann sagði að í stað þess að byggja upp her ættu þeir að byggja upp menntakerfi. Og gerði það." Ekki var nóg með það heldur lagði hann sérstaka áherslu á að mennta konur. Páll segir stöðu kvenna sterka í Túnis og gegni þær lykilhlutverkum í þjóðlifinu til jafns við karla. Ben Ali tók við völdum 1987 og hefur haldið þeim síðan. "Hann er mjög áberandi persóna sem drottnar yfir öllu," segir Páll en til marks um það er fólki gert skilt að hafa myndir af leiðtoganum á öllum opinberum stöðum, verslunum og veitingastöðum. Páll var hrifnari af matnum í Túnis en Bryndís Ísfold og það hýrnar yfir honum þegar hann er fer út í þá sálma. "Ég kom inn á veitingastað í hádegi og það fyrsta sem ég sá á borðum var sviðakjammi á íslenskan máta. Ég fékk mér og það var eins og maður væri kominn heim. Þetta fannst mér alveg stórkostlegt." Úlfaldinn er besti vinur mannsins í eyðimörkunum.Eitt mál á umferðaskiltunum er ekki nóg.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira