Fleiri fréttir

Kannabisefni í bíl og heima

Um hundrað grömm af kannabisefnum fundust hjá manni sem stöðvaður var á bíl sínum í vesturborginni undir kvöld í gær. Kannabisefni fundust í bílnum og síðan við húsleit heima hjá honum. Megninu hafði verið pakkað í litlar umbúðir eins og seldar eru á götunni og er maðurinn grunaður um að hafa ætlað að selja efnið.

Íslendingar og Færeyingar semja

Færeyingar og Íslendingar hafa gengið frá gagnkvæmum veiðiheimildum í lögsögum landanna. Færeyingar fá að halda áfram að veiða 5600 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu í ár eins og undanfarin og þá mega færeysk skip veiða ákveðið magn af uppsjávarfiski í íslenskri lögsögu og íslensk skip á móti í færeysku lögsögunni.

Hlupu uppi tölvuþjóf

Skjót viðbrögð lögreglunnar á Akureyri við boðum frá þjófavarnakerfi í verslun Office One í bænum urðu til þess að hún gómaði þjóf sem stolið hafði fjórum fartölvum að andvirði um níu hundruð þúsund krónur. Þegar lögregla kom á vettvang sást til þjófsins á harðahlaupum og tóku lögreglumenn þá líka til fótanna og eltu hann.

Fyrstu frímerki ársins að koma út

Fyrstu frímerkin og fyrsta smáörkin sem Íslandspóstur gefur út á þessu ári koma út á morgun. Eyjar við Ísland eru myndefni á tveimur frímerkjum og eitt frímerki er gefið út til að minnast þess að 100 ár eru síðan skipulögð skógrækt hófst á Íslandi. Þá er gefin út smáörk í tilefni þess að safnhús Þjóðminjasafns Íslands hefur verið opnað að nýju.

85% landsmanna í þjóðkirkjunni

Um 85 prósent landsmanna eru skráð í þjóðkirkjuna, en það eru 6 prósentum færri en fyrir áratug. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem standa utan trúfélaga nánast tvöfaldast.

Bakkavör leggur til níu milljónir

Starfsmenn Bakkavarar Group og félagið sjálft ætla að styrkja hjálparstarf á hamfarasvæðunum í Asíu um níu milljónir króna. Tvær og hálf milljón safnaðist meðal starfsmanna, félagið lagði fram jafn mikið á móti og ákveðið var að verja áætluðum kostnaði við árshátíðarhald starfsmanna líka til söfnunarinnar.

Útlán Íbúðlánasjóðs dragast saman

Útlán Íbúðalánasjóðs skreppa saman ansi hratt og engin aukning hefur orðið á útlánum sjóðsins þrátt fyrir rýmri lánaheimildir og samstarf við sparisjóði. Frá því bankarnir hófu innrás sína á íbúðalánamarkað hafa þeir lánað tæpum 90 prósentum, eða 103 milljörðum, meira til íbúðarkaupa en Íbúðalánasjóður.

Rannsókn enn í höndum Þjóðverja

Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi.

Enn óvíst með atvinnuleyfi

Engin svör fást hjá Vinnumálastofnun við því hvort gengið verði frá atvinnuleyfum í dag fyrir 54 Kínverja sem Impregilo hefur óskað eftir að ráða til starfa. Impregilo ætlar að sækja um leyfi fyrir að minnsta kosti 230 útlendinga.

Verð á mjólkurkvóta rýkur upp

Verð á mjólkurkvóta er rokið upp úr öllu valdi og íhuga ýmsir bændur að bregða búi og selja kvótann, en aðrir neyðast til þess. Lítri af varanlegum mjólkurkvóta kostaði 210 krónur í janúar í fyrra en er nú kominn upp í 355 krónur og hefur lítrinn því  hækkað um 145 krónur, sem er langt umfram allar hækkanir í landinu.

Umdeildar reglur bíða gildistöku

Umdeildar breytingar á reglum ferðaþjónustu fatlaðra aldraða taka ekki gildi fyrr en settar verða reglur um akstursþjónustu aldraðra, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa.

Heilbrigðisráðherra selur aðgerðir

 Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka tilboði fjögurra heilbrigðisstofnana um kaup á tæplega 650 aðgerðum sérstaklega. Ákvörðun ráðherra er liður í að draga enn frekar úr bið eftir þessum aðgerðum. Heildarkostnaður er nær 90 milljónum króna.

Ekkert fararsnið á Alfreð

Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ekkert fararsnið á sér úr borgarpólitík. Hann blæs á þau sjónarmið samflokksmanna sinna í Framsóknarflokknum að tími sé kominn til að hann snúi sér að öðrum verkefnum og segir gagnrýnina eiga rætur að rekja til vonbrigða þeirra með eigin framgöngu.

Samstillt átak þarf til

Íbúðalánasjóður segir að með samstilltu átaki sveitarfélaga, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sé hægt að draga úr þrýstingi á íbúðaverð með aukinni lóðaúthlutun.

Áskoranir í gang

Aðstandendur söngleikjarins Hársins gáfu á dögunum ágóða sérstakrar aukasýningar Hársins til Landssöfnunarinnar "Neyðarhjálp úr norðri". KB banki tvöfaldaði framlag leikhússins og nam upphæðin 3,5 milljónum króna. Aðstandendur Hársins skora á aðstandendur Héra Hérasonar, sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu, að leggja söfnuninni lið.

Bera saman epli og appelsínur

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að greiningardeild Íslandsbanka beri saman epli og appelsínur, þegar hún segir að bankarnir hafi veitt 120 milljarða í verðtryggð íbúðalán en íbúðalánasjóður 17 milljarða frá því bankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð í lok ágúst.

Álver Alcoa fari í umhverfismat

Álver Alcoa í Reyðarfirði þarf að fara í gegnum nýtt, sjálfstætt umhverfismat samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Dómurinn ómerkti úrskurð umhverfisráðherra frá árinu 2003 sem staðfesti ákvörðun Skipulagsstofnunar um að 322 þúsund tonna álver þyrfti ekki að sæta umhverfismati.

Mugison Vestfirðingur ársins 2004

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, er Vestfirðingur ársins 2004 samkvæmt vali lesenda bb.is. Örn Elías hefur staðið sig frábærlega á tónlistarsviðinu á undanförnum árum og sérstaklega á því síðasta, en þá gaf hann m.a. út plötuna Mugimama, Is This Monkeymusic? sem fjölmargir gagnrýnendur hafa valið bestu plötu ársins.

Loðnukvótinn verði stóraukinn

Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til við sjávarútvegsráðherra að loðnukvótinn verði aukinn um 556 þúsund tonn. Þetta er niðurstaðan eftir rannsóknarleiðangur Árna Friðrikssonar þar sem loðnuganga var mæld norður og austur af landinu. Stofnunin kynnti ráðherra tillögu sína í dag, en þar er lagt til að loðnukvótinn verði alls 985 þúsund tonn á vertíðinni.

Geir á tvo fundi

Geir H. Harde, fjármálaráðherra hleypur í skarðið fyrir Davíð Oddsson á tveimur fundum erlendis í forföllum utanríkisráðherra.

Marktækt að spyrja um stuðning

Ríkisstjórnin segir út í hött hjá Gallup að spyrja um lista staðfastra þjóða. Björn Bjarnason segir að marktækt hefði verið að spyrja um hernað Bandaríkjamanna í Írak.</font /></b />

Staðföst en tækifærissinnuð

Leiðtogar staðfastra ríkja fá ekki háa einkunn í nýlegum greinaflokki Nicholas D. Kristof sem skrifar pistla tvisvar í viku á leiðaraopnu The New York Times.

Flugleiðir kaupa vélar og leigja

Flugleiðir hafa haslað sér völl á nýju sviði flugvélaleigu með stofnun fyrirtækis í samvinnu við Gunnar Björgvinsson og fleiri í Lichtenstein. Fyrirtækið hefur keypt þrjár notaðar Boeing 737-500 flugvélar af írska flugfélaginu Aer Lingus og leigir þær til litháiska flugfélagsins Air Baltic Latwia til fimm ára.

Fundað um Kárahnjúkamál

Boðað hefur verið til fundar í félagsmálanefnd Alþingis á föstudaginn kemur að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni þar sem ræða á starfsmannamál á Kárahnjúkasvæðinu og framkvæmd á samningum við Impregilo.

Mótmælir ásökunum um skattsvik

Impregilo hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakana um að fyrirtækið hafi ekki greitt skatta hér á landi. Þar segir að fullyrðingar um skattsvik séu ósannar, ómaklegar og ósmekklegar og að fyrirtækið hafi greitt rúmlega 855 milljónir í skatta frá júlíbyrjun 2003 fram í nóvember 2004.

Tvísköttunarsamningurinn í gildi

Garðar Valdimarsson, lögmaður Impregilo og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að tvísköttunarsamningur við Portúgali hafi tekið gildi þann 11. apríl 2002 og komið til framkvæmda 1. janúar 2003.

Umhverfisráðuneytið hyggst áfrýja

Umhverfisráðuneytið mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í dag um að álver Alcoa í Reyðarfirði þurfi að fara í gegnum nýtt, sjálfstætt umhverfismat. Héraðsdómur ómerkti þar með úrskurð umhverfisráðherra frá árinu 2003 um að álverið þyrfti ekki að sæta nýju umhverfismati.

Sömu réttindi til allra

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, styður það að allir fái sambærileg lífeyrisréttindi, hvort sem þeir starfa á almennum markaði eða hjá hinu opinbera.

Ríkið áfrýjar dómi ME

Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn áfrýjað dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Stjórnvöld una því ekki að hafa verið dæmd til að greiða fyrrverandi sjómanni átta milljónir króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot.

Arnþrúður kærir meðeigendur sína

Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært meðeigendur sína í Útvarpi Sögu, þá Hallgrím Thorsteinsson og Sigurð G. Tómasson til lögreglu. Segir frá þessu í nýju tölublaði Mannlífs. Arnþrúður segir þá hafa reynt að kollsteypa fyrirtækinu með því að stöðva öll bankaviðskipti og neyða hana til að selja.

Fylgjast með ferðum til Íslands

Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS.

Ræðst af sjávarhita eða tunglstöðu

"Ef raunin er sú að hrygningarfiskur sé fyrr á ferðinni hefði mér nú fundist nærtækast að tengja það skilyrðum í hafinu, svo sem sjávarhita," segir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur og sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í þorski og botnfiskum.

Jarðgöng óháð Símasölu

Ráðstöfun peninga sem fást fyrir sölu Símans hefur ekki áhrif á vegbætur sem ákveðið hefur verið að ráðast í, svo sem Héðinsfjarðargöng eða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, að sögn Bergþórs Ólafssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra.

Sex milljarðar í auknum kvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur til að loðnukvóti íslenskra skipa verði 780 þúsund tonn í stað 224 þúsund tonna. Útflutningsverðmæti aukningarinnar nemur að minnsta kosti 6 milljörðum króna.

Kostnaðarauki þar sem síst skyldi

Húshitunarkostnaður eykst til muna á svæðum þar sem kynt hefur verið með rafmagni eftir gildistöku nýrra raforkulaga um áramót. Þá óttast fiskeldisfyrirtæki að kostnaður stóraukist. Sveitarfélög þar sem ekki nýtur jarðhita sjá fram á stóraukinn kostnað.

Ókeypis Opera í háskólana

Norska vafrafyrirtækið Opera Software tilkynnti í gær að æðri menntastofnanir gætu fengið ókeypis hugbúnaðarleyfi fyrir netvafra fyrirtækisins. Þetta er sagt gert til að mæta kröfum nemenda og háskóla um öruggt netvafur.

Telur sáttinni ógnað

Alþýðusamband Íslands telur sátt milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins ógnað með alvarlegum hætti vegna deilna í tengslum við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo. Þetta kemur fram í greinargerð sem ASÍ hefur birt vegna málefna Impregilo, en sambandið afhenti félagsmálaráðherra greinargerðina á fundi á mánudag.

Fyrra mat gildir ekki fyrir Alcoa

Álver Alcoa í Reyðarfirði verður að fara í nýtt umhverfismat. Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti í dag úrskurð umhverfisráðherra um ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrra mat á álveri, sem Norsk Hydro hugðist reisa, gilti einnig fyrir Alcoa. Hjörleifur Guttormsson, sem stefndi ríkinu og Alcoa, fagnar niðurstöðunni.

Ráðuneyti og Alcoa áfrýja bæði

Umhverfisráðuneytið og Alcoa á Íslandi hafa ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms vegna álversins í Reyðarfirði til Hæstaréttar. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis telur dóminn rangan.

Vigdís verndari Neyðarhjálparinnar

Það er jafnan forseti Íslands sem fenginn er til að vera verndari þegar stórum landssöfnunum er hleypt af stokkunum. Í gær gerðist það hins vegar að fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, var fengið hlutverkið en ekki Ólafi Ragnari Grímssyni.

Mikið tap vegna drollaraskapar

Ný innisundlaug var opnuð í Salaskóla í Kópavogi í dag, einu og hálfu ári á eftir áætlun. Aðalverktaki verksins var lýstur gjaldþrota í síðasta mánuði og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir bæjarfélagið hafa tapað að minnsta kosti eitt hundrað milljónum króna á þessum drollaraskap.

Reyðarál í umhverfismat

Umhverfisráðuneytið hefur þegar ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær, um að álver Reyðaráls þurfi að sæta umhverfismati. Með dómnum var úrskurði umhverfisráðherra um að álver Reyðaráls, fyrir allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu þyrfti ekki að sæta umhverfismati dæmdur ómerkur, að kröfu Hjörleifs Guttormssonar.

Án starfsleyfis

Hjörleifur Guttormsson segir að meta þurfi framkvæmd Reyðaráls upp á nýtt með dómi héraðsdóms Reykjavíkur um að Reyðarál þurfi að sæta umhverfismati. Með því þurfi að vinna þær leyfisveitingar sem byggja á mati á umhverfisáhrifum upp á nýtt og Reyðarál sé því í raun án starfsleyfis.

Bíll fastur í snjóflóði

Ökumaður keyrði inn í snjóflóð rétt norðan við Sauðanes í Ólafsfjarðarmúla um hádegi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir