Innlent

Loðnukvótinn verði stóraukinn

MYND/365
Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til við sjávarútvegsráðherra að loðnukvótinn verði aukinn um 556 þúsund tonn. Þetta er niðurstaðan eftir rannsóknarleiðangur Árna Friðrikssonar þar sem loðnuganga var mæld norður og austur af landinu. Stofnunin kynnti ráðherra tillögu sína í dag, en þar er lagt til að loðnukvótinn verði alls 985 þúsund tonn á vertíðinni. Hlutur Íslendinga verður samkvæmt því 780 þúsund tonn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×