Innlent

Áskoranir í gang

Síðastliðið laugardagskvöld stóðu aðstandendur söngleikjarins Hársins fyrir sérstakri aukasýningu til styrktar söfnun vegna hörmunganna í Suðaustur-Asíu. Allir sem að sýningunni komu, listamenn, tæknimenn og aðrir aðstandendur, gáfu vinnu sína þetta kvöld, auk þess sem bæði tækja- og húsaleiga var felld niður. Þá runnu tekjur af sölu á bar einnig í söfnunarsjóðinn. KB banki tvöfaldaði svo framlag leikhússins og söfnuðust því alls um 3,5 milljónir króna. Aðstandendur Hársins hafa nú gefið allt söfnunarféð í þjóðarátakið "Neyðarhjálp úr norðri" og skora á aðstanendur sýningarinnar "Héri Hérason" í Borgarleikhúsinu að leggja söfnuninni lið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×