Enn óvíst með atvinnuleyfi 12. janúar 2005 00:01 Engin svör fást hjá Vinnumálastofnun við því hvort gengið verði frá atvinnuleyfum í dag fyrir 54 Kínverja sem Impregilo hefur óskað eftir að ráða til starfa. Impregilo ætlar að sækja um leyfi fyrir að minnsta kosti 230 útlendinga. Greinargerð, sem snýr að langstærstum hluta að atvinnuleyfum og almennu viðhorfi ASÍ til starfsmannamála Impregilo, verður lögð fram og rædd á miðstjórnarfundi ASÍ í dag, en samkvæmt ummælum forkólfa sambandsins má búast við að þar sé að finna ýmsar ábendingar og ásakanir á hendur Impregilo. Þá greinargerð fékk félagsmálaráðherra í hendur í fyrrdag en hann mun ekki tjá sig um hana efnislega fyrr en hann hefur fundað með fulltrúum ASÍ. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er það alfarið í höndum Vinnumálastofnunar að gefa út vilyrði fyrir atvinnuleyfum til Kínverjanna sem Impregilo hefur óskað eftir að ráða í vinnu. Fréttastofa fékk þær upplýsingar hjá Vinnumálastofnun að forstjóri hennar, Gissur Pétursson, vildi ekki svara því hvort gengið yrði frá leyfunum í dag eins og rætt hefur verið um. En það eru fleiri sem liggja yfir málefnum tengdum Impregilo þessa dagana. Nefnd ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta tekur til starfa í þessari viku. Hlutverk hennar er að fara yfir þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Impregilo frá því framkvæmdir hófust við Kárahnjúka. Þau mál heyra undir tíu ráðuneyti og til að byrja með mun nefndin kanna hvað heyrir til friðar hvers og eins, komi á daginn að eitthvað sé ekki með felldu varðandi starfsemi Impregilo hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Engin svör fást hjá Vinnumálastofnun við því hvort gengið verði frá atvinnuleyfum í dag fyrir 54 Kínverja sem Impregilo hefur óskað eftir að ráða til starfa. Impregilo ætlar að sækja um leyfi fyrir að minnsta kosti 230 útlendinga. Greinargerð, sem snýr að langstærstum hluta að atvinnuleyfum og almennu viðhorfi ASÍ til starfsmannamála Impregilo, verður lögð fram og rædd á miðstjórnarfundi ASÍ í dag, en samkvæmt ummælum forkólfa sambandsins má búast við að þar sé að finna ýmsar ábendingar og ásakanir á hendur Impregilo. Þá greinargerð fékk félagsmálaráðherra í hendur í fyrrdag en hann mun ekki tjá sig um hana efnislega fyrr en hann hefur fundað með fulltrúum ASÍ. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er það alfarið í höndum Vinnumálastofnunar að gefa út vilyrði fyrir atvinnuleyfum til Kínverjanna sem Impregilo hefur óskað eftir að ráða í vinnu. Fréttastofa fékk þær upplýsingar hjá Vinnumálastofnun að forstjóri hennar, Gissur Pétursson, vildi ekki svara því hvort gengið yrði frá leyfunum í dag eins og rætt hefur verið um. En það eru fleiri sem liggja yfir málefnum tengdum Impregilo þessa dagana. Nefnd ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta tekur til starfa í þessari viku. Hlutverk hennar er að fara yfir þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Impregilo frá því framkvæmdir hófust við Kárahnjúka. Þau mál heyra undir tíu ráðuneyti og til að byrja með mun nefndin kanna hvað heyrir til friðar hvers og eins, komi á daginn að eitthvað sé ekki með felldu varðandi starfsemi Impregilo hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira