Innlent

Arnþrúður kærir meðeigendur sína

Arnþrúður Karlsdóttir hefur kært meðeigendur sína í Útvarpi Sögu, þá Hallgrím Thorsteinsson og Sigurð G. Tómasson til lögreglu. Segir frá þessu í nýju tölublaði Mannlífs. Arnþrúður segir þá hafa reynt að kollsteypa fyrirtækinu með því að stöðva öll bankaviðskipti og neyða hana til að selja. Sigurður og Hallgrímur eiga enn þriðjung í stöðinni. Þeir bera Arnþrúði á brýn að standa ekki við gerða samninga og reyna að sölsa undir sig stöðina með brellum. Í greininni segir að Arnþrúður hafi fengið lán frá Baugi sem áður hafði gert tilboð í stöðina líkt og Jónína Benediktsdóttir í félagi við Jón Gerald Sullenberg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×