Innlent

Mugison Vestfirðingur ársins 2004

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, Mugison, er Vestfirðingur ársins 2004 samkvæmt vali lesenda bb.is. Örn Elías hefur staðið sig frábærlega á tónlistarsviðinu á undanförnum árum og sérstaklega á því síðasta, en þá gaf hann m.a. út plötuna Mugimama, Is This Monkeymusic? sem fjölmargir gagnrýnendur hafa valið bestu plötu ársins. Þá samdi hann tónlistina við kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Næsland, auk þess sem hann er tilnefndur til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fara í næsta mánuði. Fjölmargir sögðu að Mugison væri ein besta kynning sem Vestfirðir hefðu fengið um langt skeið. Í öðru sæti í kjörinu varð Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður og formaður Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ og þriðji Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×