Innlent

Útlán Íbúðlánasjóðs dragast saman

Útlán Íbúðalánasjóðs skreppa saman ansi hratt og engin aukning hefur orðið á útlánum sjóðsins þrátt fyrir rýmri lánaheimildir og samstarf við sparisjóði. Frá því bankarnir hófu innrás sína á íbúðalánamarkað hafa þeir lánað tæpum 90 prósentum, eða 103 milljörðum, meira til íbúðarkaupa en Íbúðalánasjóður. Í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að alls hafi bankarnir veitt 120 milljarða í verðtryggð íbúðalán frá því þeir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð í lok ágúst og til ársloka 2004. Útlán Íbúðalánasjóðs námu hins vegar 17 milljörðum á tímabilinu. Enn fremur er athygli vakin á því að útlán Íbúðalánasjóðs skuli ekki hafa aukist eftir að hámarksfjárhæð sjóðsins var hækkuð og samstarf tekið upp við sparisjóðina í byrjun desember. Þó er tekið fram að þau áhrif gætu þó enn átt eftir að koma fram að einhverju leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×