Innlent

Íslendingar og Færeyingar semja

Færeyingar og Íslendingar hafa gengið frá gagnkvæmum veiðiheimildum í lögsögum landanna. Færeyingar fá að halda áfram að veiða 5600 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu í ár eins og undanfarin ár og þá mega færeysk skip veiða ákveðið magn af uppsjávarfiski í íslenskri lögsögu og íslensk skip á móti í færeysku lögsögunni. Gott samkomulag þessara þjóða um gagnkvæmar veiðiheimildir hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og þykir til eftirbreytni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×