Innlent

Atvinnuleysisbætur hækka 1. janúar

Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en samkvæmt breytingunum verða hámarksbætur atvinnuleysistrygginga 4.219 krónur á dag. Það er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga á almennum markaði. Hámarksfjárhæð vegna Ábyrgðarsjóðs launa hækkar um fjögur prósent frá áramótum og fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækka um þrjú prósent. Það þýðir að greiðsla til foreldris í 50-100 prósent starfi verður að lágmarki rúmar 93 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×