Innlent

Hansína verður bæjarstjóri

Framsóknarmenn í Kópavogi samþykktu á fundi sínum í gærkvöldi að Hansína Ásta Björgvinsdóttir verði næsti bæjarstjóri í Kópavogi, í stað Sigurðar Geirdal, sem lést nýverið. Fyrr í vikunni höfðu Sjálfstæðismenn fallist á þá tilhögun. Bæjarstjórn mun staðfesta þetta formlega á næsta fundi sínum á milli jóla og nýárs og tekur Hansína Ásta við embættinu um áramót. Hún er 58 ára, kennari að mennt, og hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins síðan 1998 og varabæjarfulltrúi frá 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×