Innlent

Kynbundinn launamunur sá sami

Sami kynbundinn launamunur er hjá hinu opinbera er á almennum markaði. Karlar eru með 7 prósentum hærri mánaðarlaun og 17 prósentum hærri heildarlaun heldur en konur í sambærilegum starfsstéttum. Ef ekki er tekið tillit til mismunandi aldurs, menntunar og vinnutíma hafa karlar 28 prósentum hærri laun en konur. Karlar vinna lengri vinnutíma en konur, eða 45 klukkustundir af eftirvinnu í meðalmánuði meðan konur vinna að jafnaði 31 klukkstund af eftirvinnu. Fleiri karlar eru með vakta- og eða bakvaktaálag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem kynntar eru í nýjasta tölublaði BHM tíðinda. "Stéttir eru verðlagðar á mismunandi hátt og kvennastéttir eru minna metnar en karlastéttar o. Ef fólk er í sömu störfum þá eru launin þau sömu. Hinsvegar geta karlar unnið lengur og meira en konur. Við eigum nú í viiðræðum við samninganefnd ríkisins. Það er spurning um að endurmeta þær stéttir sem eru lægstar," segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×