Innlent

Á annað hundrað bænda til útlanda

Á annað hundrað íslenskra bænda verður á faraldsfæti í byrjun næsta árs. Hin árlega ferð bænda á Agrómek-landbúnaðarsýninguna í Danmörku verður farin í seinni hluta janúar næstkomandi. Þetta er áttunda ferðin á sýninguna og þegar hafa um 50 skráð sig í ferðina að því er fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Sá mikli fjöldi er sagður koma á óvart þar sem önnur fagferð bænda verði farin um miðjan febrúar, þá til Nýja-Sjálands. Í þá ferð eru skráðir um 60 þátttakendur þannig að samtals eru á annað hundrað bændur á leið út í heim á nýju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×