Innlent

Ofsaveður í gærkvöldi

Ofsaveður var út af suðausturströndinni í gærkvöldi, en mesti veðurofsinn náði ekki inn á landið. Yfir 50 metrar á sekúndu mældust á skipi á þessum slóðum, en þegar vindur verður svo mikill, ná öldurnar sér ekki upp og því var ekki vont í sjóinn þrátt fyrir veðurhaminn. Ekki er vitað til þess að neitt óhapp hafi orðið, enda aðeins stærstu skipin á sjó og þau héldu sjó á meðan verst var, en það þýðir að þau keyri rólega upp í vindáttina og eru ekki að veiðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×