Innlent

Næstum fram af klettabelti

Minnstu munaði að stór flutningabíll með tengivagni steyptist fram af hundrað metra klettabelti á Ennishálsi í Strandasýslu í gær, þegar hann rann stjórnlaus afturábak, í fljúgandi hálku, niður bratta brekku í átt að klettabrún. Þetta gerðist í kjölfar þess að driflæsing bílsins bilaði. Á síðustu stundu fóru afturhjól tengivagnsins ofan í rás við veginn og við það snérist bíllinn þversum á veginum og stöðvaðist. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu á vettvang með veghefil og drógu bílinn upp brekkuna. Bíllinn var keðjulaus þannig að tilviljun ein virðist hafa ráðið því að tengivagninn fór útaf ofan vegar, en ekki neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×