Innlent

Guðfinna rektor sameinaðs skóla

Á fundi með starfsfólki Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, sem haldinn var síðdegis í dag, var skýrt frá ráðningu dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur, núverandi rektors Háskólans í Reykjavík, í starf rektors sameinaðs skóla. Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, sóttist ekki eftir rektorsstöðu við hinn sameinaða skóla, en hún hyggst ljúka doktorsnámi sínu á næstu misserum og sinna stjórnar- og nefndarstörfum, auk starfi sínu sem rektor Tækniháskóla Íslands fram á vor. Er henni þakkað gott starf við uppbyggingu Tækniháskóla Íslands og undirbúning sameiningar hans við Háskólann í Reykjavík um leið og henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×