Fleiri fréttir

Ellefta stærsta fiskveiðiþjóðin

Íslendingar voru ellefta stærsta fiskveiðiþjóðin í heiminum árið 2002 og önnur stærsta á Norðaustur-Atlantshafi, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands um heimsaflann 2002. Í samantektinni kemur fram að heimsaflinn árið 2002 hafi vaxið lítilsháttar á milli áranna 2001 og 2002 og var rúmlega 93 milljónir tonna.

Dregur úr reykingum og drykkju

Dregið hefur úr reykingum og drykkju ungmenna hér á landi, öfugt við þá þróun sem orðið hefur í öðrum löndum álfunnar.  Þetta er niðurstaða ítarlegra rannsókna sem gerðar voru meðal rúmlega 102 þúsund skólanema í 35 löndum.

Ferðamenn fara víðar um landið

Ákjósanlegustu ferðamennirnir halda áfram að koma hingað til lands og dreifast nú meira um landið en áður, að mati Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra á nýjustu könnun á erlendum sumargestum. Hann segir að það sem veki helst athygli að hans mati sé að samsetning hópsins hefur nánast verið óbreytt þau átta ár sem könnununin hefur verið gerð.

Fimm milljónasti Kringlugesturinn

Fimm milljónasti viðskiptavinurinn á þessu ári kemur í Kringluna klukkan þrjú í dag og verður tekið hátíðlega á móti honum. Búist er við að heimsóknir í verslunarmiðstöðina verði tæplega 5,5 milljónir á árinu og er það aukning frá síðasta ári.

Tilgangslaust að auglýsa Fellsmúla

"Þetta var einfaldlega hæsta tilboðið," segir Sigurbjartur Pálsson, oddviti Rangárþings Ytra, um samning um sölu Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla. Lögmenn Rangárþings og Ásahrepps gerðu margar athugasemdir við kaupsamninginn við hreppsnefndarmanninn Lúðvík Bergmann og félaga hans Ásgeir Ásmundarson.

Andlát níræðs manns til rannsóknar

Lögregla hefur verið beðin um að rannsaka andlát manns á níræðisaldri í kjölfar höfuðhöggs sem hann fékk á öldrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Níu klukkustundir liðu frá því hann fékk höfuðhöggið, eftir að hafa fengið aðsvif og dottið í gólfið, og þar til hann var fluttur á spítala.

Lögreglan á Selfossi leitar vitna

Lögreglan á Selfossi leitar vitna vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um klukkan tvö síðastliðinn sunnudag. Þar valt bifreið þegar ökumaðurinn reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bifreið sem ekið var á móti og var að fara fram úr öðrum bílum.

ESB aflétti banni á fiskimjöli

EFTA-ríkin Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein skora á Evrópusambandið að aflétta eins fljótt og kostur er banni á notkun fiskimjöls í fóðri. Þetta kom fram á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag en það er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EFTA og ESB innan evrópska efnahagssvæðisins.

Sá íslenski með flest litabrigði

Fleiri litabrigði eru í íslenska hestinum en í nokkurri annarri tegund hesta sem vitað er um, samkvæmt upplýsingum Norræna genabankans. Í grein sem birt er í nýjasta tölublaði NGH-nytt, sem Norræni genabankinn gefur út, segir að einangrun í meira en eitt þúsund ár og val við ræktun hafi skapað sterka og nægjusama skepnu með einstök litabrigði.

Heilsugæslustöð ofan á Glæsibæ

Heilsugæslan í Reykjavík og Íslenskir aðalverktakar skrifuðu í dag undir samning um leigu á nýju húsnæði fyrir nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi. Nýju stöðinni er ætlað að þjóna um tíu þúsund manns og er gert ráð fyrir að sex læknar verði þar starfandi.

Þegar Davíð keypti ölið

"Mér fannst það fáranlegt að það væri hægt að mismuna fólki á þennan hátt og það fauk bara í mig," segir Davíð Scheving Thorsteinsson um það þegar hann reyndi að taka með sér bjór til landsins á þessum degi fyrir 25 árum síðan.

Iðjusemi ekki mæld í málgleði

Alþingismenn eru komnir í mánaðarlangt jólafrí og geta hvílt lúin bein næsta mánuðinn eða svo. Það sem af er þingi er Steingrímur J. Sigfússon ræðukóngur Alþingis en hann hefur látið gamminn geisa í rúmar tólf stundir en Guðrún Ögmundsdóttir hefur hins vegar dvalið manna styst í pontu, alls fjórar mínútur.

Vetnisvagnar aftur í umferð

Vetnisstöð Skeljungs og Íslenskrar Nýorku hóf aftur störf í gær en hún hefur verið biluð í nokkrar vikur. Á meðan hafa vetnisstrætisvagnar Nýorku staðið ónotaðir. Vetni verður dælt á þá aftur í dag.

Laun ráðherra og forseta hækka

Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir dóminn um þrjú prósent um áramótin. Laun þeirra hækkuðu síðast í maí á síðasta ári.

Hámarkssekt er nú 300 þúsund

Hámarkssekt vegna umferðarlagabrota fer úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur samkvæmt nýsamþykktri breytingu á reglugerð um viðurlög vegna brota á umferðarlögum.

Afleiðingar ofbeldis alvarlegri

Tveir menn hafa látið lífið á síðustu vikum eftir banvæn höfuðhögg. Ofbeldismenn virðast beita sér af meiri hörku en áður og virðast enga grein gera sér fyrir gjörðum sínum.

Alþingi greiði manni 3,2 milljónir

Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis.

Eitt högg er nóg

Jón Þór Ragnarsson, sonur mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg í Mosfellsbæ um helgina segir ofbeldið við skemmtanalíf Íslendinga komið út í öfgar. Mikil reiði er meðal ættmenna og vina Ragnars Björnssonar vegna atburðarins. </font /></b />

Von á bráðabirgðaskýrslu

Yfirheyrslur halda áfram hjá lögreglu vegna árásarinnar í Mosfellsbæ um helgina. Von er á bráðabirgðaskýrslu úr krufningu í dag.

Dæmd fyrir fíkniefnainnflutning

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu á fertugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi og 25 ára mann í tíu mánaða fangelsi vegna fíkniefnabrota sem þau frömdu í ágóðaskyni í febrúar á þessu ári. Til frádráttar dómunum kemur gæsluvarðhaldsvist beggja frá 12. til 20 febrúar.

Evrópsku bankasamtökin áfrýja líka

Evrópsku bankasamtökin FBE hafa áhyggjur af stórum hlut ríkissjóðs á íbúðalánamarkaði hér á landi og hafa því ákveðið að taka þátt í áfrýjun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja til EFTA-dómstólsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja.

Sækja í náttúruna

"Vel menntaður, vel stæður og hefur fyrst og fremst áhuga á náttúru Íslands." Svona er hinn dæmigerði erlendi sumarferðamaður, eftir því sem fram kemur í sumarkönnun Ferðamálaráðs meðal erlendra gesta.

Ný stöð rís í Glæsibæ

Heilsugæslan í Reykjavík og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu í gær undir samning um leigu til 25 ára á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu.

Lækka niðurgreiðslur á mat

Ákveðið hefur verið að lækka niðurgreiðslur til skólamötuneyta í Reykjavík um 20 krónur á máltíð til að koma til móts við kröfu um hagræðingu hjá Fræðsluráði Reykjavíkur. Skólamáltíðir gætu því hækkað um 400 krónur á mánuði. 

Öruggast á Austurlandi

Öruggast virðist að búa á Austurlandi, eftir því sem fram kemur í ritinu Afbrotatölfræði 2003, sem tekið er saman af Ríkislögreglustjóra, en fæst brot áttu sér stað á Austurlandi árið 2003.

Laun embættismanna hækka

Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun embættismanna, sem falla undir kjaradóm, um þrjú prósent um áramótin og er þá tekið mið af almennum launahækkunum.

Ók á bíl í vegkanti

Ökumaður bíls sem ekið var vestur eftir Suðurlandsvegi skammt austan við Þjórsá ók á kyrrstæðan mannlausan bíl í vegkantinum með þeim afleiðingum að bíll hans fór út af veginum, valt og endaði þvert yfir skurði. Ökumaðurinn leitaði læknis á heilsugæslustöðinni á Hellu vegna meiðsla á handlegg og á fæti. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og voru fjarlægðir af slysstað með kranabíl.

Dæmdur í fangelsi með tengdamömmu

25 ára gamall maður og tengdamóðir hans voru dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í tíu og fimmtán mánaða fangelsi fyrir hassinnflutning í febrúar á þessu ári. Saman voru þau sakfelld fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Tengdamóðir var ein ákærð og sakfelld fyrir að flytja inn fimm kíló af hassi.

Alþingi dæmt til greiðslu bóta

Alþingi var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmt til að greiða rúmlega sextugum manni tæpar 3,3 milljónir fyrir slys sem hann varð fyrir í bílageymslu nýbyggingar Alþingishússins árið 2001.

Náttúran aðal aðdráttaraflið

Hann er vel menntaður, vel stæður og hefur fyrst og fremst áhuga á náttúru Íslands. Þannig hljómar lýsingin á hinum dæmigerða, erlenda ferðamanni samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Ferðamálaráðs.

Stífkrampabaktería víða í jörðu

Stífkrampabaktería er í jörðu á þó nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal í Norðlingaholti, norðan Elliðavatns. Þar á að reisa rúmlega þúsund íbúða byggð. 

Mismunun trúfélaga leyfileg

Hrópleg mismunun og ranglæti er milli trúfélaga, segir Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hjörtur biður um jafnræði milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Endurskoða þurfi lög sem gildi um kirkjuna. Hvorki sé verið að biðja um forréttindi til handa Fríkirkjunni né að hún verði ríkiskirkja.

Rannsókn á andláti eldri borgara

Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því að Landlæknir kanni aðdraganda þess að maður lést eftir byltu á Hrafnistu í Reykjavík. Aðstandendur mannsins hyggjast fara fram á lögreglurannsókn.

Íslenskir unglingar á réttri leið

Dregið hefur meira úr reykingum og drykkju ungmenna hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Þetta kemur fram í skýrslu Evrópuráðsins um vímuefnaneyslu unglinga. Sama könnun sýnir að notkun á sniffefnum hefur aukist jafnt og þétt hér á landi.

Beitukóngurinn þykir sælkeramatur

Veiðar og vinnsla á kuðungum úr Breiðafirði skapa nú þrjátíu manns atvinnu í Stykkishólmi og Grundarfirði. Beitukóngurinn þykir sælkeramatur bæði í Asíu og Evrópu.

Nýtt segulómstæki tekið í notkun

Nýtt segulómstæki sem kostar litlar hundrað og fimmtíu milljónir var tekið í notkun á Landspítala háskólasjúkrahúsi í dag. Það kemur í stað þrettán ára gamals tækis og er mun öflugra og snarara í snúningum.

Íslensk jól í Danmörku

Um sjö þúsund Íslendingar sem eru búsettir í Danmörku eru ýmist að koma sér til Íslands fyrir jólin eða að bíða eftir að hangikjötið skili sér að heiman.

Spara mætti 240 milljónir á ári

Stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segja margfalt ódýrara að vera með innanlandsflug í Keflavík en í Reykjavík. Taka myndi innan við ár að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflugið á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndirnar voru ræddar á fundi með Aflvaka, atvinnuþróunarfélagi Reykjavíkur.

Ráðherra gagnrýnir sofandahátt

Íslendingar hafa meiri skilning á því að gerðar séu ráðstafanir vegna náttúruhamfara en hamfara af manna völdum, að mati Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Heimshorfurnar til umræðu

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði 22. ráðsfundi Evrópska efnahagssvæðisins í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Brussel í gær. EES-ráðið er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EES-ríkjanna, þ.e. EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins, en Ísland lýkur formennsku í ráðinu um áramót.

Nottla gegt gaman

Ekki er víst, og reyndar æði ólíklegt, að allir lesendur skilji fyrirsögnina hér að ofan. Stór hópur á hins vegar auðvelt með að lesa þetta og við honum blasir einfaldlega: "Náttúrlega geðveikt gaman". Fjöldi orða er nú stafsettur á nýstárlegan hátt í samskiptum unga fólksins með fjarskiptatækjum nútímans. </font /></b />

Íslendingar sýna fordæmi

Íslendingar hafa verið beðnir um að kynna vetnisáform stjórnvalda fyrir erlendum þjóðum. Hjálmar Árnason, þingmaður og formaður nefndar um vetnisvæðingu á Íslandi, sat fund orku- og umhverfisnefndar Norðurlandaráðs í Osló í liðinni viku þar sem hann kynnti verkefnið.

Ásókn í störf fyrir Austan

Talsvert er um það að umsækjendur um embættisstörf hjá Fljótsdalshéraði sæki um fleiri en eina stöðu. Einn þeirra sækir um þær allar. Rúmlega sjötíu umsóknir bárust um störfin sjö sem auglýst voru. Flestar voru umsóknirnar um starf menningar- og frístundafulltrúa, átján talsins.

Fullkomið hljóðkerfi í Egilsbúð

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað afhenti í gær Norðfirðingum að gjöf fullkomið hljóðkerfi. Hljóðkerfið hefur verið sett upp í Egilsbúð og notað þar undanfarnar vikur og segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, veitingamaður í Egilsbúð, að sennilega sé þetta eitt besta hljóðkerfið á landinu.

Silfraður fiðringur í útvegsmönnum

Mælingar norskra fiskifræðinga benda til að fundinn sé gífurlega stór árgangur af norsk-íslenskri síld. Góðæri í hafinu og hækkun sjávarhita við Ísland gefa vonir um að síldin gangi að ströndum landsins og verði þar veiðanleg eftir tvö ár. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir