Innlent

Heilsugæslustöð ofan á Glæsibæ

Heilsugæslan í Reykjavík og Íslenskir aðalverktakar skrifuðu í dag undir samning um leigu á nýju húsnæði fyrir nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi. Nýju stöðinni er ætlað að þjóna um tíu þúsund manns og er gert ráð fyrir að sex læknar verði þar starfandi. Heilsugæslustöðin verður í Glæsibæ, nánar tiltekið á þúsund fermetra hæð sem byggð verður ofan á verslunarmiðstöðina. Gert er ráð fyrir að þar muni sex læknar starfa. Íslenskir aðalverktakar, sem leigja ríkinu húsnæði undir heilsugæsluna, áforma reyndar smíði átta hæða stórhýsis á Glæsibæjarlóðinni undir skrifstofur og verslanir. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Aðalverktaka, undirrituðu í dag samning um heilsugæsluna en húsnæðið verður afhent fullbúið 1. ágúst á næsta ári. Vonast er til að unnt verði að opna heilsugæsluna um mánuði síðar. En fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins bíða eftir nýrri heilsugæslustöð, t.a.m. Hafnfirðingar sem heilbrigðisráðherra segir næsta í röðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×