Innlent

Íslensk jól í Danmörku

Um sjö þúsund Íslendingar sem eru búsettir í Danmörku eru ýmist að koma sér til Íslands fyrir jólin eða að bíða eftir að hangikjötið skili sér að heiman. Það tekur um þrjá tíma að fljúga frá Kaupmannahöfn til Íslands en fyrir þá sem búa í Árósum bætist við 3-4 tíma ferðalag með rútu eða lest. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa rúmlega fimmtán þúsund Íslendingar í öðrum norrænum ríkjum en á Íslandi. Tæplega helmingurinn býr í Danmörku. María Einarsdóttir flutti til Danmerkur í fyrra og hélt jólin úti með fjölskyldunni. Tengdaforeldrarnir flugu út og pabbi hennar sem kom færandi hendi með íslenska hangikjötið. María segir fyrstu dönsku jólin hafa verið mjög fín og að hún hafi ekki fundið fyrir neinni heimþrá María segir að danska jólahaldið fari vel í fimm ára dóttur sína, Katrínu Smáradóttur Waage, því hefðirnar séu svo svipaðar þeim íslensku. Hún fái til dæmis í skóinn eins og á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×