Innlent

Sá íslenski með flest litabrigði

Fleiri litabrigði eru í íslenska hestinum en í nokkurri annarri tegund hesta sem vitað er um, samkvæmt upplýsingum Norræna genabankans. Í grein sem birt er í nýjasta tölublaði NGH-nytt, sem Norræni genabankinn gefur út, segir að einangrun í meira en eitt þúsund ár og val við ræktun hafi skapað sterka og nægjusama skepnu með einstök litabrigði og að íslenski hesturinn þoli t.d. bæði mikinn kulda og fæðuskort. Nýjasta tölublað NGH-nytt er að þessu sinni helgað hestinum og eru í því fjölmargar greinar um hesta á Norðurlöndum, m.a. færeyska hestastofninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×