Innlent

Laun ráðherra og forseta hækka

Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara og annarra sem falla undir dóminn um þrjú prósent um áramótin. Laun þeirra hækkuðu síðast í maí á síðasta ári. Samkvæmt ákvörðun Kjaradóms hækka laun forseta Íslands upp í rúmlega eina og hálfa milljón króna á mánuði, laun forsætisráðherra hækka upp í um 900 þúsund krónur og laun annarra ráðherra verða um 800 þúsund krónur. Þá fá þeir einnig sextíu og þrjú þúsund krónur í desemberuppbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×