Innlent

Ásókn í störf fyrir Austan

Talsvert er um það að umsækjendur um embættisstörf hjá Fljótsdalshéraði sæki um fleiri en eina stöðu. Einn þeirra sækir um þær allar. Rúmlega sjötíu umsóknir bárust um störfin sjö sem auglýst voru. Flestar voru umsóknirnar um starf menningar- og frístundafulltrúa, átján talsins. Meðal umsækjenda eru fyrrverandi sveitarstjórar á Héraðssvæðinu, fyrrum kennarar, fjármálastjórar og fyrrum bæjarfulltrúar, svo eitthvað sé nefnt. Auk umsókna frá heimamönnum bárust umsóknir frá Snæfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi, Noregi, Akureyri, Hveragerði, Skagaströnd, Seyðisfirði, Ísafirði, Filippseyjum, Svíþjóð og Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×