Fleiri fréttir

Slæmt veður víða um land

Slæmt veður er orðið á miðum víða við landið og er spáð versnandi veðri. Aðeins hundrað skip eru enn á sjó, flest stór, og er ekki vitað um óhöpp. Þakplötur fóru að losna af nýbyggingu í Njarðvík seint í gærkvöldi og fuku fjórar á bíl og skemmdu hann.

Ók á hreindýr á Fljótsdalsheiði

Bíl var ekið á fjögur hreindýr þar sem þau voru uppi á veginum á Fljótsdalsheiði í gær og drápust tvö strax. Hin tvö voru svo mikið særð að lögregla þurfti að aflífa þau. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en einhverjar skemmdir urðu á bílnum.

Flugfarþegum fjölgar um 17,9%

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,1% í október. Þeir voru rúm 110 þúsund í október í ár en 96 þúsund í október í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Icelandair tæplega 1.170 þúsund eða 17,92% fleiri en á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar.

Jarðir falli í verði vegna smits

Dæmi eru um að jarðaeigendur óttist að jarðir þeirra kunni að falla í verði, ef staðfest er að hræ af militsbrandssýktum dýrum hafi verið urðuð þar. Þá er það nokkuð samdóma álit kunnugra í þessum viðskiptum að framvegis verði að taka sérstaklega fram við sölu á bújörðum ef hræ af miltisbrandssýktum skepnum hafa verið urðuð á jörðinni.

Deilan leysist ekki á næstunni

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segist ekki of bjartsýn á að kjaradeila félagsins við sveitarfélögin verði leyst á næstunni. Fulltrúar leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga voru á fundi með ríkissáttasemjara í morgun. 

Landsframleiðsla jókst um 7,5%

Útflutningur á þjónustu, sem einkum má rekja til aukinna umsvifa íslenskra leiguflugfélaga, á hvað drýgstan þátt í því að landsframleiðsla jókst um tæplega sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi sem er mun meiri aukning en á undanförnum ársfjórðungum.

Brú yfir Kolgrafarfjörð vígð í dag

Nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi verða formlega opnuð í dag. Brúin sjálf er 230 metrar, og skipar sér í hóp lengstu brúa á landinu, og síðan eru hálfs kílómeters landfyllingar við báða enda. Þar bætast við nýir vegakaflar og tengjast þjóðveginum.

Varað við ferðum fyrir vestan

Ekkert ferðaveður er í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum að sögn Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru varaðir við að vera á ferðinni á þessum slóðum og er ráðlagt að fylgjast með veðurfréttum.

Bótakrafa vegna barnsláts

Ríkislögmanni hefur verið send bótakrafa vegna andláts barns sem tekið var með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í september 2002.

Veruleg stytting á biðlistum

Biðlistar eftir skurðaðgerðum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hafa styst um tæp 20% frá nóvember í fyrra.

Dómur fyrir stuld á 1031 krónu

25 ára gamall maður var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela matvörum að verðmæti 1031 króna í verslun 11-11 við Skúlagötu í ágúst síðastliðnum. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og því kom ekki til álita að skilorðsbinda refsinguna. Hinn ákærði var jafnframt dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.

Annir og afslöppun á Alþingi

Jólahlé Alþingis hófst á föstudag og stendur til 24. janúar. Þingstörf liggja niðri í 28 virka daga. Starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þing- og nefndafundum í 117 daga á þingárinu 2004 - 2005. Hefðbundinn launþegi vinnur rúma tvö hundruð daga að jafnaði á ári. Einn þingmaður hefur talað í fjórar mínútur í vetur. </font /></b />

Rúmlega 100 fastir á Landspítala

Rúmlega 100 einstaklingar eru innlyksa á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem hjúkrunarrými eða búsetuúrræði skortir fyrir þá. Ekki eru handbærar tölur um dvalarkostnað þeirra á spítalanum en framkvæmdastjóri segir hann hærri heldur en ef þeir dveldu á hjúkrunarheimilum. </font /></b />

Allt í einu skíðlogaði allt!

Tveir vélsmiðir, sem voru að sjóða saman rör í vélsmiðju í Garðabæ í fyrrinótt, þegar neisti komst í olíutunnu, lýsa skelfingu sinni eftir eldsprengingu á staðnum. Slökkvitæki réðu ekkert við eldinn. Tjónið nemur tugum milljóna króna </font /></b />

Skattfé skotið undan

Hægt væri að reka allt skólakerfið fyrir það fé sem á hverju ári er svikið undan skatti. Ýmsar leiðir eru til slíkra undanskota og má segja að hver glufa sé nýtt til hins ítrasta.

Eiginkonan reyndi endurlífgun

Sonur mannsins sem lést á sveitakránni í Mosfellsbæ eftir þungt högg um helgina segir fjölda fólks hafa gert lífgunartilraunir á föður sínum. Minningarstund var í Lágafellskirkju í gærkvöld. </font /></b />

Verðhækkanir á fölskum forsendum

Iðnaðarráðherra segir stjórnarformann Hitaveitu Suðurnesja undirbúa verðhækkanir á fölskum forsendum. Ný raforkulög hækka verð um þrjú prósent en ekki tíu eins og stjórnarformaður Hitaveitunnar haldi fram.

Niðurstaða krufningar væntanleg

Búist er við að bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu mannsins, sem lést eftir hnefahögg við veitingahús í Mosfellsbæ í fyrrinótt, liggi fyrir á morgun. Lögregla hefur yfirheyrt fjölmörg vitni.

Bruninn á versta mögulega tíma

Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, segir næstu tvo til þrjá daga skera úr um hvenær hægt verði að opna verslunina við Hringbraut aftur. Allar vörur hafa verið fjarlægðar úr búðinni en Sigurður segir þá ákvörðun hafa verið tekna í samráði við tryggingarfélag fyrirtækisins. Hann vildi ekki svara því hvort verslunin væri með rekstrarstöðvunartryggingu.

Í fangelsi fyrir búðarhnupl

Tuttugu og fimm ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þjófnað. Hann var fundinn sekur um að stela matvöru í versun 11-11 fyrir rétt rúmar eitt þúsund krónur.

Áttu fótum fjör að launa

Tveir menn áttu fótum fjör að launa þegar eldur kom upp í vélsmiðju í Hafnarfirði í nótt. Húsið er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Mennirnir voru að klára verkefni fyrir Hitaveitu Suðurnesja þegar neisti skaust í olíutunnu eða málningu og úr varð mikið bál.

Tjáir sig ekki um tölvuleiki

Engar reglur gilda um tölvuleiki hér á landi. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur frá árinu 2001 óskað eftir reglum.

Af eftirlitslista Sambandsins

Fjármál Mýrdalshrepps eru ekki lengur undir smásjá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir skýringar sveitarfélagsins hafa verið fullnægjandi.

Línur kjaraviðræðna lagðar

Samningaviðræður leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna þokast, segir Karl Björnsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum.

Miltisbrandseitrun kortlögð

Stefnt er að því að kortleggja þá staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandseitrun sé í jörðu. Dæmi eru um að jarðaeigendur óttist að eignir þeirra falli í verði, ef þær rata inn á þann lista eða séu í nágrenni við slík svæði.

Fischer kveðst vera í lífshættu

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fullyrðir að honum sé bráður bani búinn í bandarísku fangelsi og sækir fast að fá hæli hér á landi. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir.

Ný brú yfir Kolgrafarfjörð

Snæfellingar fögnuðu mikilli samgöngubót í dag þegar nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð voru opnuð fyrir umferð. Það var auðvitað Snæfellingurinn og samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson sem fékk þann heiður að opna þetta mikla samgöngumannvirki fyrir umferð með því að aka fyrstur yfir og hlaut fyrir lófaklapp viðstaddra.

Dró yfirlýsinguna til baka

Íslensk kona sem gift er Sýrlendingi sendi Útlendingastofnun erindi fyrir um tveimur árum þar sem hún sagði að hjónaband þeirra væri gervihjónaband. Það varð tilefni rannsóknar sem greint var frá í fréttum fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu dró konan svo yfirlýsingu sína til baka.

Jólasveinar gæti hófs

Jólasveinar eiga að gæta hófs og fara ekki í manngreinarálit þegar þeir setja gjafir í skóinn. Það vill brenna við að mörgum þægum börnum finnist þau misrétti beitt þegar jólasveinninn er stórtækari hjá skólafélögunum en þeim sjálfum. 

4 skattsvikaskýrslur á 20 árum

Skýrsla sem skattsvikanefnd skilaði Alþingi í síðustu viku er fjórða úttektin sem gerð er á skattsvikum hér á landi síðustu tvo áratugi. Töluverðar breytingar hafa orðið á niðurstöðum spurningakannana sem lagðar hafa verið fyrir landsmenn í tengslum við úttektirnar.

Páll kom til greina

Allar líkur eru taldar á því að Hansína Ásta Björgvinsdóttir, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, taki við starfi bæjarstjóra. Formleg ákvörðun um hver muni gegna starfinu verður tekin á fulltrúaráðsfundi framsóknarmanna í Kópavogi á morgun.

Þyrlan sótti dreng

Þriggja ára drengur slasaðist á höfði þegar hann datt á svelli í Grundarfirði í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að sækja drenginn og lenti á Kaldármelum.

Eldur í timburhúsi í miðborginni

Eldur kom upp á matsölustaðnum Kebabhúsinu í Lækjargötu 2 í gærkvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan hálf níu og var allt tiltækt lið sent á staðinn auk þess sem kallað var á slökkviliðsmenn á aukavakt þar sem um timburhús í hjarta miðborgarinnar var að ræða.

Tveir á slysadeild

Tveir meiddust alvarlega í árekstri sem varða á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar seint í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þeir fluttir á slysadeild meðvitundarlitlir.

Svört starfsemi skekkir samkeppni

Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur hætt við að hér verði sama þróun og í Noregi og Svíþjóð þar sem svört atvinnustarfsemi hefur aukist. Forsvarsmenn þriggja verkalýðsfélaga telja að auka þurfi eftirlit hins opinbera með skattgreiðslum.

Akureyringar vilja á Alþingi

Hópur Akureyringa íhugar að mynda nýtt þverpólitískt stjórnmálafl og bjóða fram lista í næstu Alþingiskosningum. Að sögn Ragnars Sverrissonar, kaupmanns á Akureyri og talsmanns hópsins, mun listinn eingöngu verða skipaður Akureyringum.

Alvarlega slasaður eftir árás

Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir líkamsárás á veitingastað í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var vopnum ekki beitt, en til átaka mun hafa komið. Karlmaður á miðjum aldri er í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu.

Þrjár bílveltur í nótt

Þrjár bílveltur urðu í Árnes- og Rangárvallasýslum í gærkvöldi og í nótt. Sú fyrsta varð við Ingólfshvokl laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi voru fluttir á heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar, en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið mikil.

Afbrotum fækkar

Skráðum afbrotum á Íslandi fækkaði um tíund á síðasta ári miðað við árið á undan, samkvæmt skýrslu Ríkislögreglustjóra, en fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar og hefur sú fjölgun verið stöðug frá árinu 2001. Í skýrslunni er líkum að því leitt að aukin áhersla lögreglu og tollgæslu á þennan málaflokk, talin skýra fjölgun mála.

Eldri ökumenn batna síður

Eldri ökumenn eiga erfiðara með að breyta og bæta ökulagi sínu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði. Umferðarstofa hefur undanfarin tvö ár reynt að fækka slysum í umferðinni með betra aksturslagi og vann auglýsingaherferð Umferðarstofu, Hægðu á þér, til gullverðlauna í helstu auglýsingasamkeppni Evrópu á dögunum.

Umræður á villigötum

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni að umræður um innflytjendamál séu á villigötum. Það sé ekki ámælisvert að aðeins einum flóttamanni hafi verið veitt hér pólitískt hæli.

Íhuga gæsluvarhald

Lögreglan í Reykjavík íhugar að úrskurða karlmann á miðjum aldri, sem slasaði annan mann alvarlega á veitingastað í Mosfellsbæ í nótt, í gæsluvarðhald. Maðurinn sem fyrir árásinni varð slasaðist alvarlega og hefur legið þungt haldinn með höfuðáverka á gjörgæsludeild í dag.

Lést eftir líkamsárás

Maður á sextugsaldri lést í dag, eftir líkamsárás, á veitingastað, í gærkvöldi. Árásarmaðurinn, sem er 25 ára gamall, var handtekinn og verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum.

Sjá næstu 50 fréttir