Innlent

Ný stöð rís í Glæsibæ

Heilsugæslan í Reykjavík og Íslenskir aðalverktakar hf. skrifuðu í gær undir samning um leigu til 25 ára á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu. Samkvæmt samningnum munu Íslenskir aðalverktakar hf. byggja 950 fermetra heilsugæslustöð ofan á eina álmu Glæsibæjar við Álfheima 74, og á hún að vera fullbúin 1. ágúst á næsta ári. Heilsugæslustöðin mun þjóna tæplega 10 þúsund manns, en um 9.500 manns voru búsettir á svæði hennar í maí á þessu ári. Gert er ráð fyrir að sex læknar verði þar starfandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×