Fleiri fréttir

Kostar 25 milljónir að fá lækni

Heilsugæslan á Hólmavík hefur þurft að leigja lækni af Læknastöðinni í Lágmúla því enginn læknir hefur viljað ráða sig í fasta stöði. Læknaleigan kostaði 25 milljónir á ári. Gerð var krafa um ókeypis áskrift að sjónvarpsstöðvum Norðurljósa. Loks hefur fengist læknir sem mun njóta sömu kjara og leigulæknarnir sem eru úr sögunni í bili.

Sjálfboðaliðar unnu þrekvirki

Sjálfboðaliðar unnu þrekvirki þegar barist var við eldinn í Hringrás í næstum tvo sólarhringa. Slökkviliðið segir að aðstoð þeirra verði ekki ofmetin. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri sá ástæðu til að þakka sérstaklega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn.

Ógn steðjar að lífríki norðursins

Ógn steðjar að lífríki norðursins að mati vísindamanna en miðað við Reykjavíkuryfirlýsingu Norðurskautsráðsins, sem undirrituð var hér á landi í dag, á lítið að gera til að bregðast við ógninni. Átta utanríkisráðherrar funduðu og komust ekki að neinni haldbærri niðurstöðu um viðbrögð við hlýnun jarðar.

Óþolinmæði hjá sveitarstjórnum

Fulltrúar sveitarfélaganna settust nú síðdegis á fund með fulltrúum ríkisvaldsins til þess að ræða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitafélaga. Óþolinmæði er farið að gæta hjá sveitarstjórnarmönnum þar sem engar tillögur hafa komið frá ríkinu um hvernig kröfum sveitarfélaganna um auknar tekjur verði mætt.

Einelti á Netinu

Mörg dæmi eru um að unglingar hafi brotnað saman þegar óhróður um þá hefur verið settur á Netið. Þrjár ungar stúlkur hafa nú hafið gagnsókn ásamt umboðsmanni barna. 

Bíllinn gjörbreytti lifnaðarháttum

Hann hefur verið kallaður þarfasti þjónninn og gjörbreytti lifnaðarháttum Íslendinga á öldinni sem leið. Hér er rætt um bílinn en bók dagsins fjallar um sögu hans hér á landi. 

Rotturnar fúlsa við honum

Óttast er að risasnigill frá Spáni sé við það að nema hér land. Snigillinn er átvagl sem leggst á gróður, er óætur með öllu og fjölgar sér hratt. Stofninn hefur fært sig í norðvestur í Evrópu síðustu ár og stækkar ört.

Prentað af netinu án vandkvæða

Norska vafrafyrirtækið Opera Software ASA í Noregi segist hafa komið fram með lausn sem bindur enda á vandræðagang sem fylgt getur því að prenta út vefsíður.

Endurbætt uppsjávarfrystihús

Nýr búnaður í í uppsjávarfrystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var prufukeyrður í byrjun síðustu viku og síðan hefur verið unnið að því að fínstilla búnaðinn og koma á fullum afköstum við síldarfrystingu.

Fólk flutt úr nærliggjandi húsum

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar vegna stórbrunans í Hringrás í Klettagörðum. Allt tiltækt slökkvilið berst enn við eldinn. Fimmtán strætisvagnar eru til taks vegna brottflutnings fóls úr nærliggjandi húsum en gríðarlega mikinn svartan reyk leggur enn yfir nágrennið.

Hægt að kæra olíufélögin

Fyllilega raunhæft er fyrir einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómstólum og leita bóta vegna tjóns sem þeir hafa beðið af samráði olíufélaganna þriggja, að mati Eiríks Elísar Þorlákssonar, lögmanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Fleiri koma frá Japan

Helmingi fleiri ferðamenn koma hingað frá Japan nú en þegar opnað var sendiráð í Tokýó árið 2001. Á þetta er bent í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins.

Forsætisráðherra heimsækir Svía

Halldór Ásgrímsson fer í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forsætisráðherra til Svíþjóðar 25. nóvember. Með í för verður eiginkona hans Sigurjóna Sigurðardóttir. Gestgjafi forsætisráðherrahjónanna í tveggja daga heimsókninni verður Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Ekki óbreytt starfsemi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgist vel með viðræðum um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hann sé sammála því áliti Íslendinga að hver þjóð þurfi að búa við lágmarks loftvarnir.

Ráðherra sakaður um feluleik

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra mælti í gær fyrir frumvörpum sem fela í sér heimildir til ríkisháskólanna til að hækka skrásetningargjöld úr 32.500 krónum í 45.000 eða um 40 prósent.

Flestir fá eitthvað

Huga þarf mjög vel að því að lækka ríkisútgjöld á móti tekjulækkun ríkissjóðs svo að verðbólgan fari ekki af stað hér á landi þegar skattalækkun ríkisstjórnarinnar hefur tekið gildi.

Viðeigandi að þinga í Höfða

Í dag lýkur tveggja daga stefnumótunarfundi bandarísk- evrópsku stofnunarinnar East-West Institute í Höfða í Reykjavík, en fundurinn hófst í gærmorgun. East-West Institute er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar árið 1981. Hún hefur síðan beitt sér í helstu deilumálum heimsins á hverjum tíma og er ein stærsta stofnun sinnar tegundar.

Skólamálin rædd í þaula

Í viðræðum I-lista Sameiningar og B-lista Framsóknarflokks um nýjan meirihluta í Dalvíkurbyggð voru í gær lagðar fram hugmyndir um mótun stefnu í fræðslumálum.

Lítill hagur af Akranesi

Íbúarnir í hreppunum umhverfis Akranes, sem samþykktu sameiningu um helgina, hafa lítinn áhuga á sameiningu við Akranes. Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur og íbúi í Hvalfjarðarstrandarhreppi, segir að ekki hafi verið vilji til sameiningar við Akranes innan sveitarfélaganna.

Tilbúnir til sameiningarviðræðna

Íbúar í fjórum hreppum, öllum hreppunum umhverfis Akranes, hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna. Þetta eru Innri-Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Leirár- og Melahreppur og Hvalfjarðarstrandarhreppur.

Öll nema eitt vilja sameiningu

Unnið er að því að leggja fyrir atkvæði tillögu um að sameina öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi nema eitt. Tillagan er m.a. byggð á niðurstöðum skoðanakönnunar sem sýndi að alls staðar er meirihluti fyrir þessari sameiningu nema í Grundarfjarðarbæ.

Skjálfti sem ekki fannst

Jarðskjálfti af stærðargráðunni 3,4 á Richter með upptök fyrir mynni Eyjafjarðar átti sér stað um klukkan hálf eitt í gærdag. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands kemur fram að eftirskjálftar hafi ekki fylgt í kjölfarið og engar tilkynningar um að fólk hafi orðið skjálftans vart.

Kvartað yfir upplýsingaskorti

"Það er mjög mikið hringt í okkur út af þessu. Fólk er að átta sig á þessu núna því símareikningar margra hafa hækkað," segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá Neytendasamtökunum.

Kuldi rekur mýs í hús

Eitthvað hefur verið um að mýs hafi leitað í hús vegna kuldakastsins undanfarna daga. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýraeyði Reykjavíkurborgar, segir þó að frekar hafi verið rólegt vegna þessa hjá embættinu og starfsmenn ekki fundið fyrir því að útköllum hafi fjölgað.

19 ára vaktmaður sá eldtungu

Hafþór Þórsson, 19 ára vaktmaður varð eldsins við Hringrás fyrst var. Hann sagði að eldtunga hefði teygt sig út úr einu horni vöruskemmu á svæði Hringrásar. Hafþór gerði Neyðarlínunni strax viðvart og þegar slökkvilið kom á staðinn örfáum mínútum síðar var húsið alelda. Lögregla og björgunarlið eru enn að rýma hús í nágrenninu og flytja íbúa í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. <strong>Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.</strong>

Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum

Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli.

Brottfluttir mæti hjá KFUM

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað íbúa sem þurftu að rýma hús sín vegna brunans við Klettagarða, í húsnæði KFUM við Holtaveg klukkan 08:00 til skráningar og til að fá upplýsingar um ástand og öryggi húsnæðis þeirra.

Hafa ekki fengið að snúa heim

Hátt í 600 manns, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í skyndingu í gærkvöldi af ótta við eitraðan reyk frá stórbruna við Sundahöfn, hafa ekki enn fengið að snúa til síns heima og er óvíst hvenær það verður. Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda, lögreglu og tryggingafélaga munu meta það þegar líður á daginn. <strong><a href="http://www.visir.is/?pageid=569" target="_blank"><font color="#000080">Myndir frá eldsvoðanum</font></a></strong>

Man ekki eftir morðinu

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær mál gegn Hildi Árdísi Sigurðardóttur sem ákærð er fyrir að hafa banað dóttur í Vesturbænum í sumar. Hildur Árdís segist ekki muna eftir morðinu.

Harma óþægindin

Hringrás ehf. harmar þau óþægindi og röskun sem nágrannar fyrirtækisins, bæði fyrirtæki og einstklingar hafa orðið fyrir vegna brunans sem varð í gærkvöldi og í nótt í Aðalstöðvum félagsins við Klettagarða. Í yfirlýsingu frá Hringrás segir að félagið sé að miklu leyti tryggt fyrir því mikla tjóni sem það hafi orðið fyrir í nótt.

Yfir 80 manns hjá Rauða Krossinum

Yfir 80 manns gistu í húsnæði á vegum Rauða krossins í nótt. Þar af gistu 57 í Langholtsskóla, 18 í Gesthúsi Dúnu og 8 í Konukoti, sem er nýopnað athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur. Um tvö hundruð manns leitaði í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla í nótt eftir að íbúðir við Kleppsveg voru rýmdar.

Tók fjóra mánuði að svara bréfi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi Hringrásar og bent á þá almannahættu sem gæti skapast kviknaði í háum dekkjahaug. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hafa verið að vinna í málinu með forvarnadeild slökkviliðsins en það tók þá samt tæpa fjóra mánuði að svara bréfi þar sem slökkviliðsmenn bentu á hættuna.

Enn engin starfsemi í nágrenninu

Enn hefur engum verið hleypt til starfa hjá fyrirtækjum í grennd við brunastaðinn, enda er óttast að víða sé enn töluvert magn eiturefna í loftinu. Ljóst er að skemmdir af völdum reyks og sóts eru töluverðar.

Vill ekki tjá sig

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vildi í hádegisfréttum ekki tjá sig um það hvað henni þætti sem íbúa í nágrenni aðalstöðva Hringrásar ehf. um að búa nálægt þeirri starfsemi sem þar færi fram. Hún sagðist eiga eftir að skoða það betur.

Búið að opna leikskóla

Leikskólarnir Laugaborg og Lækjaborg voru opnaðir klukkan eitt eftir hádegi, en engin starfsemi fór fram á leikskólunum í morgun vegna brunans við Klettsgarða

ASÍ tjáir sig ekki

Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að tjá sig ekki um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir miðstjórnarfund í dag

Tjónið fellur undir brunatryggingu

Samband íslenskra tryggingafélaga sendi nú fyrir hádegi frá sér yfirlýsingu þar sem segir meðal annars að hugsanlegt tjón af völdum sóts og reyks á íbúðarhúsnæði, sem rakið verði til eldsvoðans hjá Hringrás hf., falli undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigandans.

Viðvaranir hundsaðar

Eldvarnareftirlitið hafði gert athugasemdir við mikinn dekkjahaug á athafnasvæði Hringrásar og talið að af honum stafaði eldhætta. Eftirlitið skrifaði harðort bréf í júní og krafðist þess að dekkjahaugurinn yrði fjarlægður. Það kom fram í bréfinu að ef kviknaði í gæti þurft að rýma íbúða- og atvinnuhúsnæði á stóru svæði, eins og raun varð svo á.

Enn að störfum

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Lögreglan ræður íbúum húsa að snúa ekki til baka í íbúðir sínar að svo stöddu. Þá ítrekaði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur viðvörun sína til íbúa vegna mengunar í húsunum. Þá segir að íbúum, starfsfólki fyrirtækja eða öðrum þeim sem voru í nágrenni brunans við Hringrás og finna fyrir við ertingu eða óþægindum í öndunarfærum sé bent á að leita læknis. Síðbúin einkenni allt að þremur dögum eftir að fólk hafi orðið fyrir reykjarmengun séu hugsanleg.<font size="4"></font>

Erfitt að hafna fólki í neyð

Starfsmenn sem taka á móti áfengissjúkum á Vogi kvíða því að þurfa að vísa fólki í neyð frá og senda það annað. Nú fer í hönd einn mesti álagstími á sjúkrahúsinu, sem hefst skömmu fyrir jól og skellur af fullum þunga á eftir áramót. </font /></b />

Rannsókn á líðan lækna

Hleypt hefur verið af stokkunum rannsókn á heilsu, lífsstíl og starfsskilyrðum lækna á Íslandi. Allir læknar á Íslandi með gilt lækningaleyfi þann 30. júní á þessu ári og búsettir eru hér á landi, alls 1.185 læknar, hafa fengið sent boð um þátttöku.

Stjórnmálasamband við Tógó

Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við V-Afríkurríkið Tógó, þar sem búa um fimm milljónir manna. Yfirlýsing um þetta var undirrituð í New York á föstudag. Ríkið liggur milli Gana og Benín og á landamæri við Búrkína Fasó í norðri. Strandlengja Togo í suðri við Benín flóa er um eitthundrað kílómetrar og nefnist Þrælaströndin.

Heilbrigðiseftirlitið skoðar málin

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vinnur sem stendur að rannsóknum bæði á skrifstofum fyrirtækja og á heimilum í nágrenni við Klettagarða, þar sem eldur kom upp í nótt, til að kanna magn eiturefna í loftinu. Í kjölfarið verða gefnar út leiðbeiningar til almennings og ákveðið hvort og þá hvenær fólki verður leyft að halda heim eða til vinnu á ný.

Sjá næstu 50 fréttir