Fleiri fréttir 29 sækja um sviðsstjórastöður Átta hafa sótt um starf sviðsstjóra á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Störf fjögurra sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg voru nýlega auglýst laus til umsóknar og bárust samtals 29 umsóknir. 23.11.2004 00:01 Tólf umsóknir á rekstrarsviði Tólf umsækjendur eru um starf sviðsstjóra þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. 23.11.2004 00:01 Anna er eini umsækjandinn Aðeins einn umsækjandi er um starf sviðsstjóra fjármálasviðs hjá Reykjavíkurborg. </font /> 23.11.2004 00:01 Hrólfur sótti um framkvæmdasviðið Átta sóttu um starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Reykjavíkurborg en umsóknarfrestur rann út á hádegi á mánudaginn var. 23.11.2004 00:01 Snúa aftur heim Íbúar allra húsa sem rýmd voru í gær vegna brunans í Sundahöfn hafa nú fengið að snúa heim aftur. Í athugun er að reykræsta örfáa stigaganga við Kleppsveg en það á ekki að þurfa að hindra íbúa þeirra húsa í að snúa aftur að sögn lögreglu. 23.11.2004 00:01 Fylgja Íbúðalánasjóði KB banki hefur ákveðið að lækka fasta vexti sína á KB íbúðalánum í 4,15% frá og með deginum í dag. Áður hafði Íbúðalánasjóður lækkað sína vexti. Samhliða þessari vaxalækkun verður gerð sú breyting á skilmálum íbúðarlána hjá KB-banka að þegar tekið er 100% lán að fimmtungur lánsfjárhæðarinnar verði að hámarki lánaður til fimmtán ára. 23.11.2004 00:01 Hannesi Hólmsteini stefnt Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs með "ítrekuðum og grófum hætti" í fyrsta bindi ævisögu skáldsins sem kom út í fyrra. <font face="Helv"></font></font /> 23.11.2004 00:01 Bjartsýni í Palestínu Bjartsýni og trú á að hægt sé að koma á varanlegum friði fyrir botni Miðjarðahafs virðist ríkja meðal palestínskra og ísraelskra embættismanna að mati forystumanna East-West Institute. Þetta kom fram á umræðufundi með John Mroz, forseta stofnunarinnar og Mathias Mossberg, sendiherra í Lögbergi í gær. 23.11.2004 00:01 Bílhræ í trollið Áhöfninni á norska togaranum Kongstein brá í brún þegar hún fékk heldur óvæntan afla í trollið nefnilega gamalt bílhræ sem menn telja að hafi verið af Peugeot gerð. Skipstjórinn sagði í samtali við Verdens Gang í Noregi að þetta væri í fyrsti aflinn af þessari tegund á tuttugu og níu ára sjómannsferli. 23.11.2004 00:01 Hætt við skammtímasamning Samninganefnd Félags Leikskólakennara hefur hætt við að óska eftir skammtímakjarasamningi í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samningamálum grunnskólakennara. Viðræðum verður vísað til ríkissáttasemjara á föstudag nema um annað verði samið. 23.11.2004 00:01 Vextir í 4,15% hjá bönkunum KB banki og Íslandsbanki tilkynntu nú síðdegis að þeir hefðu ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum úr 4,2 prósentum niður í 4,15% og hefur vaxtalækkunin þegar tekið gildi. Bankarnir svara þannig vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs sem tilkynnt var í gær. 23.11.2004 00:01 Áfrýja til EFTA Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa áfrýjað til EFTA-dómstólsins þeirri niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA frá því sumar að starfsemi Íbúðalánasjóðs stæðist samkeppnisreglur. Samtökin telja að þessi þátttaka ríkisins á lánamarkaði brjóti gegn EES-samningnum. 23.11.2004 00:01 Brunaeftirlitið vildi dekkin burt Eldvarnareftirlitið var búið að koma auga á þá hættu sem almenningi gæti stafað að dekkjahaug sem brann á starfssvæði Hringrásar í fyrrinótt. Það skrifaði þess vegna eigendum Hringrásar harðort bréf í júní þar sem bent var á hættuna og krafist greinargerðar um hvað fyrirtækið hygðist gera til úrbóta. 23.11.2004 00:01 Óvinnufært vegna sóts Sót og óþrifnaður barst inn í nokkur fyrirtæki í nágrenni við Hringrás í brunanum í fyrrinótt. Bjarni Lúðvíksson, forstjóri Kassagerðarinnar, segir að ekki verði unnið í skemmu fyrirtækisins fyrr en búið sé að reykræsta hana og hreinsa. 23.11.2004 00:01 Annar bruninn á þremur árum Eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar fyrir þremur árum í kjölfar sprengingar sem varð þegar tankur með sprengifimu efni fór í brotajárnspressu. Hann náði þó ekki að breiðast út eins og eldurinn sem kviknaði á vinnusvæði fyrirtækisins í fyrrakvöld. 23.11.2004 00:01 Tryggingar vegna reykskemmda Hugsanlegt tjón á íbúðarhúsnæði af völdum sóts og reyks frá eldsvoðanum í Hringrás í fyrrinótt fellur undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. 23.11.2004 00:01 Vill lækka matarskatt Samfylkingin lagði í gær til að matarskattur yrði lækkaður um helming síðari hluta ársins 2005: "Þetta kemur öllum vel og sérstaklega milli- og lágtekjufólki" segir í yfirlýsingu flokksins. Þá leggur flokkurinn til að hækkun barnabætur verði flýtt og þær hækki strax um 2,5 milljarða króna. 23.11.2004 00:01 Eignaskattur íþyngir öldruðum Afnám eignaskatts nýtist hinum tekjulægstu ekki síst eldra fólki. Þetta kom fram í máli stjórnarliða í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp um afnám eignaskatts. 23.11.2004 00:01 Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. 23.11.2004 00:01 Framsókn fundar Framsóknarmenn á Dalvík höfðu í gær ekki enn tekið afstöðu til samræðna við Sameiningu um meirihlutastarf í bæjarstjórn í Dalvíkurbyggð. Kristján Ólafsson, bæjarstjórnarfulltrúi framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi í gær ekkert gefa upp um afstöðu framsóknarmanna, en sagði að þeir hefðu ætlað að funda í gærkveldi og ræða málin. 23.11.2004 00:01 Varð alelda á nokkrum mínútum Hafþór Þórsson vaktmaður varð fyrstur var við eldinn á svæði Hringrásar við Klettagarða um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Hann var að klára vakt sem átti að ljúka klukkan tíu og fór í síðustu eftirlitsferðina. "Ég gekk út og varð þá var við smá loga í þakhorninu á skemmunni," segir Hafþór. 23.11.2004 00:01 Nágranninn vildi ekki fara Heiðar Smárason þurfti að yfirgefa heimili sitt við Brekkulæk ásamt fjölskyldu sinni vegna stórbrunans sem varð á svæði Hringrásar. Heiðar segir fyrst hafa komið lykt inn í íbúðina en á einum og hálfum tíma hafi verið kominn nokkur reykur inni. 23.11.2004 00:01 Hugurinn hjá þeim sem flúðu Hringrás varð fyrir verulegu tjóni í brunanum í fyrrinótt að mati Einars Ásgeirsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann segir að tryggingarfélag sé að meta tjónið og ekki sé hægt að slá neinu föstu sem stendur. Það sé líka aukaatriði í málinu þar sem hugurinn sé hjá fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín í tengslum við brunann. 23.11.2004 00:01 Hver klukkutími eins og korter Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991. 23.11.2004 00:01 Fyrsta verk að hefta útbreiðslu Fyrsta verk slökkviliðsins við stórbruna eins og þann sem varð á svæði Hringrásar er að hefta útbreiðslu eldsins. "Það leit kannski í fyrstu út fyrir að við værum ekki að gera mikið en þá vorum við forða eldmati frá brennandi hrúgunni auk annarra ráðstafana," segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri. 23.11.2004 00:01 Austanáttin lán í óláni Stöðug austanátt blés í Reykjavík á meðan logaði í dekkjunum á mánudagskvöldið. Ef vindáttin hefði verið úr norðri er ljóst að mun meiri hætta hefði verið á ferðum. 23.11.2004 00:01 Eigandinn ábyrgur Eigendur Hringrásar bera ábyrgð á brunanum, að sögn Björn Karlssonar hjá Brunamálastofnun ríkisins. Hann segir leiðinlegt að benda svona harkalega og afgerandi á fyrirtækið en þetta liggi í augum uppi. 23.11.2004 00:01 Hrafnista slapp Ef vindur hefði verið norðanstæður í eldsvoðanum í fyrrakvöld hefði þurft að rýma nokkur dvalarheimili aldraðra sem eru í Laugarásnum. 23.11.2004 00:01 Grunur beinist ekki að íkveikju Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna brunans á svæði Hringrásar er hafin. Tveir lyftarar voru í húsinu og var annar þeirra í hleðslu og beinast grunsemdir meðal annars að hleðslutækinu en margt annað getur komið til greina. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir ólíklegt að kveikt hafi verið í en vill þó ekki útiloka það. 23.11.2004 00:01 Tjónið virðist lítið Ótrúlega lítið tjón virðist við fyrstu sýn hafa orðið á fyrirtækjum og heimilum í nánd við brunann. Íbúar á svæðinu geta þó fundið fyrir áhrifum síðar. 23.11.2004 00:01 Erill hjá tryggingarfélögum Mikill erill hefur verið hjá starfsmönnum tryggingafélaganna í dag vegna brunans. Ef íbúðareigendur eru ekki sjálfir með tryggingar, þurfa þeir að bera tjón vegna sóts og reyks sjálfir. 23.11.2004 00:01 Fyrir hinn vinnandi mann Þingmenn tókust harkalega á um skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar í dag. Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé komið til móts við hinn vinnandi mann, en stjórnarandstaðan segir skattaleiðangur stjórnarinnar vera glapræði. Formaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn einn flokka vera á móti lækkun virðisaukaskatts á matvöru. 23.11.2004 00:01 Ógjörningur er að meta tjónið Ekki er enn hægt að meta tjónið sem varð af völdum brunans í Hringrás. Á sjötta hundrað þurfti að yfirgefa heimili sín og á fjórða hundrað tók þátt í aðgerðum. Umhverfisvandamál hafa fylgt Hringrás um árabil. </font /></b /> 23.11.2004 00:01 Rauði krossinn veitti mikla aðstoð Um tvö hundruð manns komu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla í fyrrinótt. 83 gistu í húsnæði á vegum Rauða krossins en aðrir leituðu til vina og vandamanna. Rauði krossinn greip til aðgerðaráætlunar undir miðnætti. Allt gekk vel og þeir sem nutu aðstoðar luku lofsorði á störf hreyfingarinnar. </font /></b /> 23.11.2004 00:01 Borgaraleg skylda 23.11.2004 00:01 Slysin gera ekki boð á undan sér "Það veit enginn hvenær slysin verða" segir forstöðumaður Umhverfisstofu sem hefur eftirlitsskyldu með fyrirtækjum á borð við Hringrás. Starfsleyfi fyrirtækisins var útrunnið en líkur á að úr því yrði bætt á næstunni. Hjá Umhverfisstofu sáu menn ekki eldhættu í háum dekkjahaug en það gerði Eldvarnareftirlitið svo sannarlega. 23.11.2004 00:01 Þurfum undanþágu Forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi frekari undanþágu frá Kyoto-bókuninni til að geta ráðist í frekari stóriðjuframkvæmdir. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það geta orðið torsótt vegna andstöðu þróunarríkjanna. 23.11.2004 00:01 Ramsey fær að æfa með Keflavík Fótboltastjarnan Scott Ramsay sem varð dönskum hermanni að bana fyrr í mánuðinum fær enn að mæta á æfingar með liði sínu í Keflavík. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir liðsmenn standa alla sem einn að baki Scotts. Atburðurinn var hræðilegt slys segir lögmaður hans. Beðið er eftir lokaniðurstöðum úr krufningaskýrslu Danans. 23.11.2004 00:01 Létt við heimkomuna Ekki urðu miklar skemmdir á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. 23.11.2004 00:01 Fyrsta athugun á íbúð eftir eldinn Zdravko Studic mætti fyrstur íbúa að Kleppsvegi 44 eftir að lögreglan hafði gefið leyfi. Hann býr þar ásamt konu sinni og hafði yfirgefið íbúðina seint í gærkvöldi. 23.11.2004 00:01 Tilbúnar tölur frá ráðherra Forsendur sem lagðar eru til grundvallar hækkunar innritunargjalds í Háskóla Íslands standast ekki að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Það telur hækkun gjaldsins úr 32.500 í 45 þúsund krónur, nái frumvarp menntamálaraðherra fram að ganga, hafi verið fyrirfram ákveðna og forsendur fundar til að réttlæta hana. 23.11.2004 00:01 Tíu bæjarfélög tengd Síminn og Skjár einn eru að hefja hringferð um landið með það fyrir augum að "færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá einn og enska boltann," eins og segir í tilkynningu. 23.11.2004 00:01 Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. 23.11.2004 00:01 Stjórnarmenn bera ríka ábyrgð Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi dæmt stjórnarmenn hlutafélaga til ábyrgðar þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að þeir hafi vitað af brotinu. Stjórnarmenn olíufélaganna hafa margir sagst grunlausir um samráð sem er talið hafa staðið í tæp tíu ár. </font /></b /> 22.11.2004 00:01 Viðræður í dag Viðræður hefjast í dag um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn á Dalvík eftir að meirihlutinn klofnaði um helgina vegna ágreinings Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um framtíð Húsabakkaskóla í Svarvaðadal. Listi Sameiningar er nú í lykil stöðu og getur myndað meirihluta með hvorum flokknum sem er. 22.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
29 sækja um sviðsstjórastöður Átta hafa sótt um starf sviðsstjóra á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Störf fjögurra sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg voru nýlega auglýst laus til umsóknar og bárust samtals 29 umsóknir. 23.11.2004 00:01
Tólf umsóknir á rekstrarsviði Tólf umsækjendur eru um starf sviðsstjóra þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. 23.11.2004 00:01
Anna er eini umsækjandinn Aðeins einn umsækjandi er um starf sviðsstjóra fjármálasviðs hjá Reykjavíkurborg. </font /> 23.11.2004 00:01
Hrólfur sótti um framkvæmdasviðið Átta sóttu um starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Reykjavíkurborg en umsóknarfrestur rann út á hádegi á mánudaginn var. 23.11.2004 00:01
Snúa aftur heim Íbúar allra húsa sem rýmd voru í gær vegna brunans í Sundahöfn hafa nú fengið að snúa heim aftur. Í athugun er að reykræsta örfáa stigaganga við Kleppsveg en það á ekki að þurfa að hindra íbúa þeirra húsa í að snúa aftur að sögn lögreglu. 23.11.2004 00:01
Fylgja Íbúðalánasjóði KB banki hefur ákveðið að lækka fasta vexti sína á KB íbúðalánum í 4,15% frá og með deginum í dag. Áður hafði Íbúðalánasjóður lækkað sína vexti. Samhliða þessari vaxalækkun verður gerð sú breyting á skilmálum íbúðarlána hjá KB-banka að þegar tekið er 100% lán að fimmtungur lánsfjárhæðarinnar verði að hámarki lánaður til fimmtán ára. 23.11.2004 00:01
Hannesi Hólmsteini stefnt Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs með "ítrekuðum og grófum hætti" í fyrsta bindi ævisögu skáldsins sem kom út í fyrra. <font face="Helv"></font></font /> 23.11.2004 00:01
Bjartsýni í Palestínu Bjartsýni og trú á að hægt sé að koma á varanlegum friði fyrir botni Miðjarðahafs virðist ríkja meðal palestínskra og ísraelskra embættismanna að mati forystumanna East-West Institute. Þetta kom fram á umræðufundi með John Mroz, forseta stofnunarinnar og Mathias Mossberg, sendiherra í Lögbergi í gær. 23.11.2004 00:01
Bílhræ í trollið Áhöfninni á norska togaranum Kongstein brá í brún þegar hún fékk heldur óvæntan afla í trollið nefnilega gamalt bílhræ sem menn telja að hafi verið af Peugeot gerð. Skipstjórinn sagði í samtali við Verdens Gang í Noregi að þetta væri í fyrsti aflinn af þessari tegund á tuttugu og níu ára sjómannsferli. 23.11.2004 00:01
Hætt við skammtímasamning Samninganefnd Félags Leikskólakennara hefur hætt við að óska eftir skammtímakjarasamningi í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samningamálum grunnskólakennara. Viðræðum verður vísað til ríkissáttasemjara á föstudag nema um annað verði samið. 23.11.2004 00:01
Vextir í 4,15% hjá bönkunum KB banki og Íslandsbanki tilkynntu nú síðdegis að þeir hefðu ákveðið að lækka vexti á íbúðalánum úr 4,2 prósentum niður í 4,15% og hefur vaxtalækkunin þegar tekið gildi. Bankarnir svara þannig vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs sem tilkynnt var í gær. 23.11.2004 00:01
Áfrýja til EFTA Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa áfrýjað til EFTA-dómstólsins þeirri niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA frá því sumar að starfsemi Íbúðalánasjóðs stæðist samkeppnisreglur. Samtökin telja að þessi þátttaka ríkisins á lánamarkaði brjóti gegn EES-samningnum. 23.11.2004 00:01
Brunaeftirlitið vildi dekkin burt Eldvarnareftirlitið var búið að koma auga á þá hættu sem almenningi gæti stafað að dekkjahaug sem brann á starfssvæði Hringrásar í fyrrinótt. Það skrifaði þess vegna eigendum Hringrásar harðort bréf í júní þar sem bent var á hættuna og krafist greinargerðar um hvað fyrirtækið hygðist gera til úrbóta. 23.11.2004 00:01
Óvinnufært vegna sóts Sót og óþrifnaður barst inn í nokkur fyrirtæki í nágrenni við Hringrás í brunanum í fyrrinótt. Bjarni Lúðvíksson, forstjóri Kassagerðarinnar, segir að ekki verði unnið í skemmu fyrirtækisins fyrr en búið sé að reykræsta hana og hreinsa. 23.11.2004 00:01
Annar bruninn á þremur árum Eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar fyrir þremur árum í kjölfar sprengingar sem varð þegar tankur með sprengifimu efni fór í brotajárnspressu. Hann náði þó ekki að breiðast út eins og eldurinn sem kviknaði á vinnusvæði fyrirtækisins í fyrrakvöld. 23.11.2004 00:01
Tryggingar vegna reykskemmda Hugsanlegt tjón á íbúðarhúsnæði af völdum sóts og reyks frá eldsvoðanum í Hringrás í fyrrinótt fellur undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. 23.11.2004 00:01
Vill lækka matarskatt Samfylkingin lagði í gær til að matarskattur yrði lækkaður um helming síðari hluta ársins 2005: "Þetta kemur öllum vel og sérstaklega milli- og lágtekjufólki" segir í yfirlýsingu flokksins. Þá leggur flokkurinn til að hækkun barnabætur verði flýtt og þær hækki strax um 2,5 milljarða króna. 23.11.2004 00:01
Eignaskattur íþyngir öldruðum Afnám eignaskatts nýtist hinum tekjulægstu ekki síst eldra fólki. Þetta kom fram í máli stjórnarliða í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp um afnám eignaskatts. 23.11.2004 00:01
Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. 23.11.2004 00:01
Framsókn fundar Framsóknarmenn á Dalvík höfðu í gær ekki enn tekið afstöðu til samræðna við Sameiningu um meirihlutastarf í bæjarstjórn í Dalvíkurbyggð. Kristján Ólafsson, bæjarstjórnarfulltrúi framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi í gær ekkert gefa upp um afstöðu framsóknarmanna, en sagði að þeir hefðu ætlað að funda í gærkveldi og ræða málin. 23.11.2004 00:01
Varð alelda á nokkrum mínútum Hafþór Þórsson vaktmaður varð fyrstur var við eldinn á svæði Hringrásar við Klettagarða um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Hann var að klára vakt sem átti að ljúka klukkan tíu og fór í síðustu eftirlitsferðina. "Ég gekk út og varð þá var við smá loga í þakhorninu á skemmunni," segir Hafþór. 23.11.2004 00:01
Nágranninn vildi ekki fara Heiðar Smárason þurfti að yfirgefa heimili sitt við Brekkulæk ásamt fjölskyldu sinni vegna stórbrunans sem varð á svæði Hringrásar. Heiðar segir fyrst hafa komið lykt inn í íbúðina en á einum og hálfum tíma hafi verið kominn nokkur reykur inni. 23.11.2004 00:01
Hugurinn hjá þeim sem flúðu Hringrás varð fyrir verulegu tjóni í brunanum í fyrrinótt að mati Einars Ásgeirsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann segir að tryggingarfélag sé að meta tjónið og ekki sé hægt að slá neinu föstu sem stendur. Það sé líka aukaatriði í málinu þar sem hugurinn sé hjá fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sín í tengslum við brunann. 23.11.2004 00:01
Hver klukkutími eins og korter Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991. 23.11.2004 00:01
Fyrsta verk að hefta útbreiðslu Fyrsta verk slökkviliðsins við stórbruna eins og þann sem varð á svæði Hringrásar er að hefta útbreiðslu eldsins. "Það leit kannski í fyrstu út fyrir að við værum ekki að gera mikið en þá vorum við forða eldmati frá brennandi hrúgunni auk annarra ráðstafana," segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri. 23.11.2004 00:01
Austanáttin lán í óláni Stöðug austanátt blés í Reykjavík á meðan logaði í dekkjunum á mánudagskvöldið. Ef vindáttin hefði verið úr norðri er ljóst að mun meiri hætta hefði verið á ferðum. 23.11.2004 00:01
Eigandinn ábyrgur Eigendur Hringrásar bera ábyrgð á brunanum, að sögn Björn Karlssonar hjá Brunamálastofnun ríkisins. Hann segir leiðinlegt að benda svona harkalega og afgerandi á fyrirtækið en þetta liggi í augum uppi. 23.11.2004 00:01
Hrafnista slapp Ef vindur hefði verið norðanstæður í eldsvoðanum í fyrrakvöld hefði þurft að rýma nokkur dvalarheimili aldraðra sem eru í Laugarásnum. 23.11.2004 00:01
Grunur beinist ekki að íkveikju Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna brunans á svæði Hringrásar er hafin. Tveir lyftarar voru í húsinu og var annar þeirra í hleðslu og beinast grunsemdir meðal annars að hleðslutækinu en margt annað getur komið til greina. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir ólíklegt að kveikt hafi verið í en vill þó ekki útiloka það. 23.11.2004 00:01
Tjónið virðist lítið Ótrúlega lítið tjón virðist við fyrstu sýn hafa orðið á fyrirtækjum og heimilum í nánd við brunann. Íbúar á svæðinu geta þó fundið fyrir áhrifum síðar. 23.11.2004 00:01
Erill hjá tryggingarfélögum Mikill erill hefur verið hjá starfsmönnum tryggingafélaganna í dag vegna brunans. Ef íbúðareigendur eru ekki sjálfir með tryggingar, þurfa þeir að bera tjón vegna sóts og reyks sjálfir. 23.11.2004 00:01
Fyrir hinn vinnandi mann Þingmenn tókust harkalega á um skattalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar í dag. Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé komið til móts við hinn vinnandi mann, en stjórnarandstaðan segir skattaleiðangur stjórnarinnar vera glapræði. Formaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn einn flokka vera á móti lækkun virðisaukaskatts á matvöru. 23.11.2004 00:01
Ógjörningur er að meta tjónið Ekki er enn hægt að meta tjónið sem varð af völdum brunans í Hringrás. Á sjötta hundrað þurfti að yfirgefa heimili sín og á fjórða hundrað tók þátt í aðgerðum. Umhverfisvandamál hafa fylgt Hringrás um árabil. </font /></b /> 23.11.2004 00:01
Rauði krossinn veitti mikla aðstoð Um tvö hundruð manns komu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla í fyrrinótt. 83 gistu í húsnæði á vegum Rauða krossins en aðrir leituðu til vina og vandamanna. Rauði krossinn greip til aðgerðaráætlunar undir miðnætti. Allt gekk vel og þeir sem nutu aðstoðar luku lofsorði á störf hreyfingarinnar. </font /></b /> 23.11.2004 00:01
Slysin gera ekki boð á undan sér "Það veit enginn hvenær slysin verða" segir forstöðumaður Umhverfisstofu sem hefur eftirlitsskyldu með fyrirtækjum á borð við Hringrás. Starfsleyfi fyrirtækisins var útrunnið en líkur á að úr því yrði bætt á næstunni. Hjá Umhverfisstofu sáu menn ekki eldhættu í háum dekkjahaug en það gerði Eldvarnareftirlitið svo sannarlega. 23.11.2004 00:01
Þurfum undanþágu Forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi frekari undanþágu frá Kyoto-bókuninni til að geta ráðist í frekari stóriðjuframkvæmdir. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það geta orðið torsótt vegna andstöðu þróunarríkjanna. 23.11.2004 00:01
Ramsey fær að æfa með Keflavík Fótboltastjarnan Scott Ramsay sem varð dönskum hermanni að bana fyrr í mánuðinum fær enn að mæta á æfingar með liði sínu í Keflavík. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir liðsmenn standa alla sem einn að baki Scotts. Atburðurinn var hræðilegt slys segir lögmaður hans. Beðið er eftir lokaniðurstöðum úr krufningaskýrslu Danans. 23.11.2004 00:01
Létt við heimkomuna Ekki urðu miklar skemmdir á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. 23.11.2004 00:01
Fyrsta athugun á íbúð eftir eldinn Zdravko Studic mætti fyrstur íbúa að Kleppsvegi 44 eftir að lögreglan hafði gefið leyfi. Hann býr þar ásamt konu sinni og hafði yfirgefið íbúðina seint í gærkvöldi. 23.11.2004 00:01
Tilbúnar tölur frá ráðherra Forsendur sem lagðar eru til grundvallar hækkunar innritunargjalds í Háskóla Íslands standast ekki að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Það telur hækkun gjaldsins úr 32.500 í 45 þúsund krónur, nái frumvarp menntamálaraðherra fram að ganga, hafi verið fyrirfram ákveðna og forsendur fundar til að réttlæta hana. 23.11.2004 00:01
Tíu bæjarfélög tengd Síminn og Skjár einn eru að hefja hringferð um landið með það fyrir augum að "færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá einn og enska boltann," eins og segir í tilkynningu. 23.11.2004 00:01
Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. 23.11.2004 00:01
Stjórnarmenn bera ríka ábyrgð Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi dæmt stjórnarmenn hlutafélaga til ábyrgðar þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að þeir hafi vitað af brotinu. Stjórnarmenn olíufélaganna hafa margir sagst grunlausir um samráð sem er talið hafa staðið í tæp tíu ár. </font /></b /> 22.11.2004 00:01
Viðræður í dag Viðræður hefjast í dag um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn á Dalvík eftir að meirihlutinn klofnaði um helgina vegna ágreinings Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um framtíð Húsabakkaskóla í Svarvaðadal. Listi Sameiningar er nú í lykil stöðu og getur myndað meirihluta með hvorum flokknum sem er. 22.11.2004 00:01